Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 10
lega verið reiknað út, að bændur þurfi ákveðið verð fyrir sínar afurðir. Ef þeir fá það ekki, raskar það vísitölu framleiðslukostnaðar landbúnaðarins, og sé neytendunum ætlað að greiða þetta sannvirði úr eigin vasa, verða vörurnar svo dýrar, að enginn kaupir þær. Þetta er allt tiltölulega einfalt, meðan við höld- um okkur við styrki til innlendrar framleiðslu. Hitt er miklu erfiðara að sjá, hvort gefið er með innfluttum vörum eða ekki. Þegar svo til öll út- flutningsframleiðsla er komin á hreppinn og með henni gefið, og þessa meðgjöf verður að fá með sköttum af innflutningnum, ætti hagfræðingunum þó ekki að vera ofvaxið að finna ,,vísitölu“ fyrir meðalálagi á innflutninginn til greiðslu á útflutn- ingsstyrkjunum. Ég hygg, að reikna megi með a. m. k. þriðjungs meðalálagi sem nauðsynlegu lágmarki, og þá eru allar þær vörur, sem greiða lægri innflutningsgjöld í dag, á opinberu framfæri sem því svarar. * # * Þegar fregnir fara að berast af merkilegri nýj- ung, cr eðlilcgt, að þær veki forvitni og löngun til að reyna nýmælið. Það var því engin furða, þótt bændur lcggði við hlustirnar, þegar þeir fréttu, að nú hefðu þeir í kaupstaðnum fundið ráð til þess að vernda menn gegn öllum illum afleiðingum verðhækkananna. ,,So ein Ding muss ích auch haben“, sagði bóndinn (og talaði þýzku, td þess að kaupakonan skddi hann). Þessu var fljótlega konnð í kring, eins og lauslega hefir verið drep- ið á hór að framan. Síðan vega bændur og launa- menn salt á verðhækkunarásnum, og við hverja sveiflu kemst hvor aðili um sig nokkru hærra en næst á undan. Vísitala framfærslukostnaðarins hækkar að vetri og von, verðlag landbúnaðarafurð- anna fylgir í fótspor meistarans næsta haust og gefur þar með tdefni td nýrrar hækkunar vísitöl- unnar, og svo koll af kolli. Skylt er þó að geta þess, að ekki hefir þessum rótti venð fylgt eftir td fulls hverju sinni, en hinu gleyma menn þó aldrei, að þarna er dýrmætur ,,réttur“, sem þeir mega alls ekki glata. Þarna hafði vísitalan tekið að sór að bjarga bæði launamönnum og bændum frá böli verðbólgunn- ar. En hvað um framleiðendur fiskiafurða og aðra, sem eru upp á útflutning kommr með afkomu sínaP Við minnumst þess, að eftir að ófriðnum lauk, sótti æ meira í það horf, að útflutnings-fram- leiðslan gæti ekla bonð hmn mnlenda tdkostnað. Það hefði verið eftir öðru að finna vísitölu útflutn- ingsþarfanna og greiða umsvifalaust verðbætur í samræmi við hana. Ekki hefir þetta þó konuzt í framkvæmd skírum stöfum, en elcki munar það miklu. Menn viðurkenna, sem rétt er, að varla só til sá íslenzkur varmngur sem unnt só að fram- leiða til útflutnings með núverandi verðlagi. Fyrst svo er, segja menn, þá er ekki annað en að bæta mönnum það upp með styrkjum. Hugsanagang- urinn er hinn sanu og hjá vísitöludýrkendum. Um styrkjastefnuna mun óg ekki fara fleiri orð- um hór, enda hefi óg fyrir skemmstu reynt að gera því efm fyllri skd á öðrum vettvangi. Launamenn, framleiðendur til sveita og sjáv- ar, öllum er þeim haldið uppi á hinu falslca flot- holti. En er þá enginn eftir í landinu, sem verður fyrir barðinu á verðbólgunni? Jú, þarna kemur einn flokkur manna í ljós, þeir sem spara fjármuni sína. Eftir því sem verðgddi penmganna minnk- ar, eftir því skreppur sjóður þeirra saman, ef þeir hafa varðveitt fjármuni sína í sparisjóði, skulda- brófum eða öðru því formi, þar sem verðmætið er mælt í krónutölu. Það liggur í augum uppi, að meðferðm á spari- fjáreigendum er ósanngjörn. Góður kunningi minn, mætur embættismaður úti á landi, sagði mór um daginn, að árið i 539 hafi hann verið að hugsa um að festa kaup á lítilli íbúð hór í Reykjavík, en ekki fundizt hann hafa sparað alveg nóg saman til þess að hafa efni á því. Síðan hefir hann haldið áfram að spara eins og hann hefir getað í 1 8 ár, — og hann er heldur fjær því í dag en hann var þá að geta eignazt íbúðina. Þessi saga er mjög fjarri því að vera einstæð. Krafan um að iryggj^ verðgildi spanfjárins hlýtur mjög almennan stuðning, því að hún er 10 FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.