Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 12
bólgunni að halda áfram, án þess að neitt só frá neinum tekið. En ég vil fullvissa menn um, að sögnin að stela er ábrifssögn. Sá verknaður hefir enn aldrei venð framinn, án þess að einhverjt4 væn stolið og frá einhverjum. Það, sem þarf að gera, er því að hand- sama þjófinn, binda enda á verðbólguna. Þá hverf- ur þörfin fyrir sýndarráðstafanir eins og vísitölu- uppbætur, útflutningsstyrki, verðtrygging span- fjár o. s. frv. Því verður ekki haldið fram hór, að það sé vandalaust að leysa þetta mál, en Islendingum er það engin ofætlan, ef þeir fást til að átta sig á því, að þjóðin getur aldrei grætt eyn á verðbólgu, heldur aðeins haft af henni mikinn kostnað. Það er sorgleg sjón að sjá hóp af greindum og dugandi mönnum, auk hersingar af öðrum sem eru svona upp og ofan, hafa það fyrir lífsstarf að vera þjón- ar í hofi vísitölunnar, safnandi einskisverðum skýrslum og gangandi frá verr en einskisverðum útreikningum. Alla þessa ósegjanlegu fyrirhöfn við það að komast að röngum niðurstöðum mætti spara sór með því einfalda ráði að hafa heilbrigða peninga í umferð, láta krónuna vera krónu — og láta þar við sitja. Eitt pund af blýi eða eitt pund af dún Það veit hver maður, sem eitthvað hefir komið nálægt saltfiskverkun, að fiskurinn lóttist smám saman, frá því að fyrst cr stráð í hann saltinu um borð í fiskiskipi, unz bann er orðinn að fullstöðn- um og máske síðar að Spánar-verkuðum, að óg ekki tali um fullþurrkuðum Brasilíu-verkuðum saltfiski. Fiskifólagið getur frætt okkur um það, bve mikilli rýrnun megi búast við stig af stigi, og við útflutning ber matsmanni að votta, að raka- stigið só rótt, og vigtarmanni að staðfesta, að rótt só frá sagt um þyngdina. Það er náttúrlega leiðinda-galli á fiskinum, hvort sem á málið er litið frá sjónarnuði fiski- manns, verkanda eða útflytjanda, að hann skuli lóttast svona. Allir aðiljar hafa þó orðið ásáttir um, að ekkert væri við þessu að gera, það væri nú einu sinni náttúrunnar lögmál. í öllum þeim aragrúa af undarlegum lagafrumvörpum, sem lögð hafa venð fyrir Alþingi á seinni árum, hefir enginn sóð frumvarp til laga um bann gegn því, að salt- fiskur lóttist í meðförunum, og líklega væri flutn- ingsmaður slíks frumvarps álitinn eittbvað undar- legur, jafnvel í hópi þingmanna. Þó væri þetta eng- anveginn óframkvæmanlegt. Annaðhvort mætti láta hjá líða að þurrka fiskinn, en skipa mats- manninum að gefa út vottorð um, að þetta væri fullgildur þurrfiskur, eða það mætti verka liann eins og venja er til, en segja vigtarmanninum að gefa vottorð um það, að hann hefði sömu þyngd og hann hafði t. d. upp úr skipi. Þetta væri framkvæmanlegt, — en vitanlcga tæki enginn mark á þessum vottorðum, því að þau væru falsvottorð. Nú kann lesendum að virðast það þarfleysa að eyða orðum að svona heimsku, sem engum detti í bug að gera sig sekan um. Er það nú víst? Ég ætla að minnsta kosti að reyna að sýna fram á, að á öðru sviði leikum við í þessu landi mjög ámóta skrípaleik. Sá sjúkdómur, sem þjáir íslendinga í efnahags- málum, er kallaður verðþensla, — inflation á lit- lendu máli. Eitt af mörgum sjúkdómseinkennum verðþenslunnar er gengislækkun. Peningar lands- ins verða minna virði út á við en þeir voru áður. Þetta er engu síður náttúrulögmál en hitt, að salt- 12 FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.