Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 24
Tollar yfirleitt verið lágir, en hljóta að hækka smám saman, einkum vegna hinna háu tolla, sem verið hafa í Frakklandi. Hefi ég í norskum blöðum séð, að menn kviðu þessu atriði. Samningurinn, sem gerður var í Róm, er fyrst og fremst um það að koma á tollabandalagi ríkj- anna í „litlu Evrópu“, en jafnframt er gert ráð fyrir margháttaðri annarri samvinnu og samræm- ingu á löggjöf um efnahagsmál. Ymis ákvæði samningsins bera þess merki, að lokamarkið er pólitísks eðlis, hér er vitandi vits venð að stíga nýtt skref í áttina að Bandaríkjum Evrópu. Þótt margt sé í óvissu í stjórnmálum sumra þátttöku- ríkjanna, gera menn sér vomr um, að þjóðþing þeirra staðfesti sáttmálann á næstu mánuðum. Þar með er hinn sameiginlegi markaður þó engan veg- inn kornrnn á. Um ýmislegt þarf enn að gera nán- ari sammnga, og eins og að framan gremir, er gert ráð fyrir, að það taki mörg ár að fella allt í skorður. Sitja önnur þátttökuríki OEEC aðgerðarlaus hjá, þegar þetta mikla tollabandalag er stofnað? Engan veginn, en eins og áður markast afstaða þeirra af sérstökum viðhorfum. Bretar verða að minnast þess, að þeir eru enn forystuþjóð brezka samveldisins, Danir verða að hugsa um landbún- aðarafurðir sinar, en þær vörur skapa ýnus sér- stök vandamál, o. s. frv. Frwerzlu narsvcéði. Engar horfur virðast vera á því, að önnur lönd en þau, sem talin eru, gangi í tollabandalagið í bili. Leiðin, sem hinar þjóðirnar — eða a. m. k. allmargar þeirra — virðast ætla að velja, er að koma á „fríverzlunarsvæði" jafnhliða tollabandalaginu. Munurinn er fyrst og fremst sá, að hér heldur hvert land tollum sínum gagnvart þeim löndum, sem utan við standa, og er frjálst að hækka þá eða lækka, ef ekki koma aðrar skuldhindingar til (sem raunar oft getur átt sér stað vegna GATT um tollahækkanir). Sín á milli myndu þcssi lönd hins vegar af- nema tolla smám saman og af hcntugleikaástæð- um væntanlega fylgja tollabandalaginu um það, en þátttökuríki bandalagsins yrðu jafnframt í hin- um samtökunum. Hér kemur þó ný takmörkun til greina. Þar eð tollar hinna einstöku vörutegunda yrði einatt mismunandi — jafnvel mjög ólíkir — í einstök- um löndum ,,fríverzlunarsvæðisins“, væn bersýni- lega ekki unnt að leyfa tollfrjálsa verzlun þeirra á milli með vörur landa utan svæðisins. Tollfrelsið væri því aðeins fyrir eigin framleiðslu þátttöku- ríkjanna. Þarna kemur enn einn vandi, sem er óleystur. Hvenær er vara orðin eigin framleiðsla einhvers lands? Islenzkur þorskur er íslenzk vara, og danskt svínslæri er dönsk vara, það er gremilegt. }afn- greinilegt er það, að indverskur hampur eða kín- verkst te verður ekki ensk vara, þótt það væri keypt frá London. Vandinn kemur, þegar vörunm hefir venð lyft á æðra þróunarstig. Eru „danskir vindl- ar“ danskir eða halda þeir þjóðerni tóbaksins? Hvað um enskan baðnuillardiik, ofinn tir egypzkn bómull (ef slík samvinna á sér enn stað)? Óend- anlegan sæg af slíkum vandamálum þyrfti að leysa — og að leysa þau á sama hátt eða mjög svipaðan í öllum löndum ínnan svæðisins. Enn eitt vandamál er það, hvað gera skuli við þau lönd, sem viðurkennt er að séu á slíku þróunar- stigi í efnahagsmálum, að þeim væri ókleift að taka á sig skuldbindingarnar að fullu, a. m. k. í bili. Eiga þau að njóta fríðindanna, án þess að nokk- ur greiðsla konu á móti, eða eiga þau ekki að njóta þeirra, fyrr en jafnótt og þau geta bætt ráð sitt? Hér getur enn orðið árekstur við GATT. Sama máli gegnir um eitt alvarlegasta sérstöðu- atnði Breta. Þeir þurfa ævinlega að taka tillit til samveldisins. Innan þess eru gagnkvæmar tolla- ívilnanir mjög algengar. Bretar veita þær einkum fynr landbúnaðarvörur og vissar hrávörur. Staða þeirra í samveidinu gerir þeim næsta erfitt að breyta um stefnu og veita þessum vörum tollfrelsi, cr þær koma frá öðrum löndum. Einna líklegast er, að þessi vandi verði leystur með því að sleppa vissum vöruflokkum tir samn- 24 FRJÁLS VEUZLUN — FYLQIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.