Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 4
notkunar innanlands, þótt því sé stundum minni athygli veitt. Hana verður að vernda með tollum og öðrum ínnflutningsgjöldum, og ínnflutnings- höftum, svo sem dæmin sanna. Til þess að halda þjóðarskútunni á floti, þarf að leggja á menn stór- aukna skatta til greiðslu á framleiðslustyrkjunum. Ef skattarmr svöruðu nákvæmlega til þess, sem út er látið af peningum umfram efni, hefði ekkert breytzt um afkomu þjóðarheildarinnar. Eyðslufóð væri hið sama sem áður, en sennilega nokkuð í annarra höndum. Þótt aðferðin sé amböguleg, að leggja á sjálfan sig skatta til þess að styrkja sjálf- an sig, gæti með þessu móti skapazt nýr fastur verðgrundvöllur, — auk þeirra ,,atvinnubóta“, sem ráðamenn þjóðfélagsins gætu veitt gæðingum sínum við að heimta skattana og skipta styrkjun- um. En þessi leið hefir ekki venð farin. Ríkisstjórn- irnar hafa löngum þótt aðgangsharðar í skattheimt- unm, en þeim hefir ekki tekizt að ná í ríkissjóð nægilega stórum hluta af því sem á vantaði, til þess að afli og eyðsla stæðust á, einkum eftir hin- ar miklu hækkanir á tekjum allra launþega, er leiddu af verkföllunum miklu 1955- Þá hcfir ekki venð önnur leið eftir en að ,,fara í kjallarann“, auka peningaveltuna, — þynna mjöðinn, til þess að svo liti út, sem hver fengi sitt. Þetta cr sama aðferðin sem Haraldur harðráði notaði, cr hann galt hirðmönnum sínum mála. ,,Það silfur var kallað Haraldsslátta; það var meiri hlutur kopar, — það bezta kosti að væri helmingur silfur“. Er af því fræg saga, þegar Halldór Snorrason vildi ekki taka við Haraldssláttunni og felldi hana nið- ur í hálminn á hallargólfinu. Margir hafa farið þessa leið flein en Haraldur harðráði og ríkisstjórn íslands. En árangurinn hefir ætíð orðið hinn sami, — verðmæti peninganna hefir fallið, nuðað við þau gæði, sem þeim var ætlað að kaupa. Ég sagði áðan, að nýr, fastur verðgrundvöllur gceti skapazt, ef ríkið tæki í nýjum sköttum allt það sem á vantaði, til þess að þjóðarbúið yrði rek- ið hallalaust. Þetta væri þó engan veginn vanda- laust, meðan Islendingar hafa í hásæti eitt höfuð- skurðgoð nýrri tíma á þessu landi, vísitöluna. Þó ætti það að vera vinnandi vegur að haga sköttum, tollum og styrkjum þannig, að ekki væn konuð við kaunin á henni. En með því að halda áfram að ,,fara í kjallarann“, þynna mjöðinn eða bæta kop- ar í Haralds-sláttuna verður verðbólgan aldrei stöðv- uð. Ég læt nú útrætt um þetta vanrækta hlutverk peninganna, að vernda spanféð. Læt þess aðeins getið að lokum, að þarna er heimtur ranglátur skattur, oft þar sem sízt skyldi, af ráðdeildarsömu alþýðufólki og öðrum, sem ekki hafa af miklu að taka. Á Alþingi hefir venð rætt um , ,ráðstafanir til þess að tryggja sparifé landsmanna“, og ég hefi heyrt því haldið fram, að skurðgoðið, sem ég nefndi áðan, hin háttvirta vísitala, ætti að kunna ráð til þess. Ég tel mjög ólíklegt, að þar yrði um annað en skottulækningu að ræða, en mun ekki fara frekar út í þá sálma að sinni. Lækningin er sú, að þeir sem ráða fjármálum þjóðannnar komi sér saman um að slá skjaldborg um heilbngða krónu. Þá kem ég að hinu þriðja hlutverki peninganna, að vera verðmœlir. Fljótt á litið kann svo að sýnast sem þetta hutverk liggi í augum uppi, að ekki sc ástæða til orðlenginga um það. Góður þegn þjóð- félagsins gjaldi í upphafi hvers mánaðar keisaran- um, það sem keisarans er, — eða Eysteini það, sem Eysteins cr, ef orðtækið er fært til nýtízku máls —, telji síðan það, sem eftir er í buddunni, láti hug- ann reika um kostnaðinn af þeim mörgu hlutum, sem hjarta hans girnist, og ráðstafi síðan aurun- um til nokkurra af allra brýnustu nauðsynjum. Þetta sýnist ósköp hversdagslegt og varla í frá- sögur færandi. En við nánari íhugun er það samt stórmerkilegt — mér hggur við að segja dásam- legt — að eiga þarna samnefnara fyrir öll þessa heims gæði, sem á annað borð verða keypt. Þessi samnefnari segir okkur á augabragði til um það, hvað af þessum gæðum við getum gert okkur nokkra von um að öðlast nú þegar, og jafnvel á ókomnum árum, ef peningarnir eru heilbngðir og geta rækt hlutverk sitt 1 sambandi við sparnað- 4 Flt.JÁLS VERZLUN — FYI.GIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.