Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 28
hnekki a£ því, þótt ráðandi menn þessa lands legðu eyrun við þeim umræðum. — Ég ætla að drepa stuttlega á sum þeirra atriða, sem athuga þarf Nokkrar spurningar Hvaða tekjur á ríkissjóður að fá í stað þeirra toll- tekna, sem hann nussir, ef afurðir Vestur-Evrópu verða tollfrjálsar? Hvernig fer um viðskipti okkar við löndin ut- an fríverzlunarsvæðisins, og þá fyrst og fremst við Sovétríkin og önnur þau lönd, sem við skiptum við á jafnkeypisgrundvelli? Eru líkur til, að fríverzlun innan Vestur-Evrópu myndi auka markaðsmöguleika fynr íslenzkar af- urðir svo innan þessa svæðis, að nokkuð verulegt væn á sig leggjandi til þess að ná því marki? Og e£ svo færi, að fiski- og landbúnaðarvörur yrðu undanþegnar fríverzluninm, gætum við þá haft annað en skaða og skapraun af þessu brölti? Hvernig fer um íslenzkan íðnað, ef hann á að nussa vernd tolla og mnflutningshafta? Hvermg færi um íslerizkan landbúnað, e£ inn- flutningur á kjöti og mjólkurafurðum frá Vestur- Evrópu væri heimilaður og meira að segja toll- frjáls? Ég læt mór nægja að varpa þessum spurningum fram til yfirvegunar. Hór ætla óg aðeins að ræða eitt atriði, styrkina — hvort sem þeir eru kallaðir útflutnings- eða framleiðslustyrkir — til útflutn- mgsframleiðslu fslendinga. Engin skyndibylting Áður en lengra er farið, vil óg þó slá einn var- nagla. Forgöngumönnum þessa máls er það ljóst, að Róm var ekki byggð á einum degi. Þeir hugsa sór ekki heldur neina snögga gerbyltmgu. Ef von á að vera um að ná varanlegum árangri, þýðir ekki að ætla sór að fella öll virki tollmúra og hafta með einm svipan. Þar eiga ýmsir ríkra hagsmuna að gæta, og það verður að gefa efnahagskerfi þátttöku- landanna tíma til að laga sig eftir breyttum aðstæð- um. Því er gert ráð fyrir að það taki i 2 eða jafn- vel 1 5 ár að ná lokatakmarkinu. Aðalatriðið er það, að stefnan er mörkuð: Það er frjáls samkeppm, frjálsir verzlunarhættir, aukið athafnasvið, hagnýt verkaskipting emstakhnga og þjóða, sem á að leiða til meiri og ódýrari framleiðslu og þar með aukinnar velmegunar alls almennings í þátttökuríkjunum. Á þessu stigi er of snemmt að spá nokkru um það, hvaða undanþágur og sérróttindi lönd eins og ísland kunna að fá. Hitt virðist þó hggja í augum uppi, að undanþágurnar verði ekki svo viðtækar, að einstökum löndum verði leyft að njóta hlunn- indanna en reka þó þveröfuga stefnu við hin þátt- tökuríkin. Það hlýtur að verða lágmarkskrafa, að þau stefm í sömu átt, þótt þau fái leyfi til að fara sór hægar. Styrkir og kjarabœtur Það er vitanlega algengt víða um lönd, að reynt só að vernda mnlenda framleiðslu fynr erlendn samkeppm. Aðalvopmð í þessu efm eru verndar- tollar, sums staðar einnig innflutningshöft. Bein- ir framleiðslustyrkir, neytendastyrkir eða útflutn- ingsstyrkir eru ekki heldur óþekktir, en oftast nær eru þeir þó bundnir við tiltölulega fáar vörur, — og þá einkum framleiðslu, sem af einhverjum ástæðum á erfitt uppdráttar. Hór á landi er nú svo komið, að langmestur hluti allrar útflutningsframleiðslunnar er rekinn með styrkjum eða verðbótum af einhverju tagi. Erlendum áhorfendum kemur þetta kærleiksheim- ili spánkst fyrir, þar sem allir styrkja alla. Þeir spyrja, hvernig þetta megi verða, og þar <er ekki öðru að svara en: Sjá, það sem á sór stað, hlýtur að geta átt sór stað. Þott öllum hugsandi mönnum só kunnugt, hvernig þetta hefir atvikazt, stig af stigi, sakar ekki að drepa aðeins á það. Svonefndar kjarabæt- ur alls almennings í þessu landi hafa verið hrað- stigan en svo, að útflutningsframleiðslan fengi ris- ið undir þeim verðhækkunum, sem af þeim hefir leitt. Þá hefir verið gripið til þess urræðis að greiða sumar þessar kjarabætur af almannafó, í fyrstu 28 FRJALS VERZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.