Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 42
í iðnvæðingu en önnur, c. d. Tyrkland, Grikkland,
Island? Eða hafa mjög einhæfa útflutningsfram-
leiðslu, svo sem einnig má segja um þessi lönd?
Sérstakar nefndir hafa fjallað um þessi málefm, og
þótt viðfangsefnm séu flókin, eru þau ekki óleys-
anleg. En á seinasta fundi nefndarinnar, sem hald-
inn var nú í októberlok, fór því mjög fjarri, að
samkomulagi væri náð. Þar áttust einkum við full-
trúar Breta og Frakka.
Þess verður vart, að Frakkar eru grunaðir um
græsku í þessu máli. Ég hefi minnzt á það, að
Frakkland er — og hefir lengi verið — tollavernd-
arland. Þar, eins og annars staðar, eru vitanlega
margir, sem trúa á yfirburði fríverzlunarinnar, en
hitt hefir verið ráðandi stefna. Nú segja þeir, sem
gagnrýna stefnu Frakka og starfsaðferðir við undir-
búmng fríverzlunarsvæðisins, að þeir hafi gengið
í tollabandalagið eftir að hafa vegið í hendi sór þá
vernd, sem þeir slepptu innanlands, samanborið við
þá auknu vernd, sem þeir fengi á stœrra svœði með
því að ganga í tollabandalagið. Hvað só þá unn-
ið við hin stærri og losaralegu samtök fríverzlunar-
42
svæðisins? Frakkar eigi að opna allar gáttir fyrir
framleiðslu allra hinna OEEC-landanna. En hvaða
öryggi kemur á móti? Ég hygg, að þarna sé íll-
girnislaust túlkaður ráðandi hugsunarháttur Frakka
í þessu máli. Hór er vissulega mikinn vanda að
leysa ennþá og ekki útsóð um leikslokin.
Aður en óg hverf að loka-athugasemdum mín-
um um sórstöðu Islands í þessum málum, vil óg
minnast á eitt, sem óg hefi stundum verið spurð-
ur að. Só það rétt, að fríverzlunin hafi svo mikla
yfirburði, hví þá ekki að koma henni á strax, eftir
hverju er verið að bíða?
Þessi spurnmg er fylhlega réttmæt. Skýnngin
er sú, að í skjóli hafta og tolla hefir skapazt iðnað-
ur og aðrir atvinnuvegir, sem ekki geta lifað án
þessarar verndar. Mikið fjármagn er bundið í þess-
um atvinnuvegum. Bæði fjárhagslega og pólitískt
er talið óviturlegt að kippa undan þeim fótunum
allt í einu. Við það að fá aukið olnbogarúm skapast
möguleikar fynr nýjum atvinnuvegum og arðbær-
ari, og þeir eiga smám saman að ryðja hinum
gömlu úr vegi, eftir því sem þeir verða úreltir.
Menn eiga að fá að afskrifa það fó á heilbrigðan
hátt, sem þeir hafa fest í góðn trú, — en þeir eiga
jafnframt að sjá viðvörunarmerkið framundan um
að festa ekki nýtt fjármagn í úreltum atvinnugrein-
um.
Vissulega á að hrinda í rústir og byggja á ný, —
en lutt er játað, að það verður ekki allt gert á einni
nóttu.
* * *
Það er nú komið á annað ár síðan óg ræddi þetta
mál á fundi í Verzunarráði Islands, en þangað
til hafði því ekki venð gaumur gefinn opinberlega
hór á landi. Ég nefndi þá ýms vandamál, sem vissu
sórstaklega að okkur Islendingum, og skoraði á
stjórnarvöldin að taka þau td athugunar. Það skal
þakka sem vert er, og því skal þess minnzt Gylfa
Þ. Gíslasyni ráðherra til sóma, að skömmu síðar
skipaði hann nefnd nokkurra ágætra manna sór til
ráðuneytis um fríverzlunarmálið. Það voru þeir
ráðuneytisstjórarmr Þórhallur Ásgeirsson og Sig-
tryggur Klemensson, dr. Benjamín Eiríksson
FRJÁLS VERZLUN — FVLGIRIT