Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 25
ingnum um tollfrelsi ínnan svæðisins og þá eink-
um landbúnaðarvörum.
Enda þótt margur vandi sé enn óleystur, má
gera ráð fyrir því, aS þess þurfi eklci mjög lengi aS
bíða, að árangur náist af hinni nnklu vinnu, sem
unnin hefir venð til undirbúnings þessu máli.
Þrjár nefndir starfa nú að málinu í OEEC. Ein
þeirra fjallar um málið almennt, ogþarf hún m. a. að
leysa ýmis vandamál í sambandi við þátttöku tolla-
bandalagsríkjanna í samtökunum. Onnur nefnd
leitar að lausn á þeim deiluatriðum, sem upp hafa
komið um landbúnaðarvörur. Þriðja nefndm fjall-
ar um sórstök vandamál í sambandi við þátttöku
þeirra landa, sem skemmra eru á veg komin í
efnahagsþróun en almennt genst innan OEEC.
I þessum hópi eru Island, Gnkkland, Tyrkland,
Portúgal og að nokkru leyti Irland. Er unnið
markvisst að því að leita að leiðum til þess, að öll
þátttökuríki geti orðið aðilar að fríverzlunarsamn-
ingnum frá öndverðu, þótt>c. t. v. verði ekki um
fulla þátttöku allra að ræða í fyrstu. Nýverið hafa
fulltrúar OEEC verið á ferðinni í Reykjavík til
þess að kynna íslenzkum stjórnarvöldum viðhorf-
in í málinu og til þess að fá betri kynni af ástand-
inu hér.
Innan OEEC vonast menn til að geta haldið
upp á i o ára afmælið næsta vor með því að koma
á sammngum um frívetzlun þátttökuríkjanna sín
á milli.
Það á að geta valdið byltmgu um framleiðslu-
hætti Evrópu, ef hinn mikli sameiginlegi mark-
aður og fríverzlunarsvæðið komast á. Tollabanda-
lagið nær til i 60 nnlljón manna í Evrópu, en frí-
verzlunarsvæðið gæti náð til nálægt 285 milljóna.
Forvigismenn þessara hugmynda, sem ég hefi
verið að ræða um, halda því fram, að þarna skap-
ist algerlega ný aðstaða til skynsamlegrar verka-
skiptingar og að skynsamleg verkaskipting sé einn
af hornsteinunum undir velmegun einstaklinga og
þjóða. Þeir sjá örðugleikana við það að hverfa frá
einu kerfi til annars, og margvíslegar ráðstafanir
eru fyrirhugaðar til þess að gera umskiptin auð-
veldan. En þeir benda á það, hvernig dæmi Banda-
ríkjamanna hafi sýnt kosti stórframleiðslunnar —
,,mass production“ — í íðnaði og segja, að þar
megi sjá, hvernig íðnfyrirtæki, sem fái markaðs-
svæði sitt margfaldað við það, sem nú er, hindr-
unarlaust af öðru en heilbrigðri samkeppni, geti
veitt almenningi margfalt betri þjónustu en nú
gerist um verndaðan íðnað víðast í Evrópu — og
geti samt fengið meira fyrir snúð sinn en áður.
Ráðandi menn erlendis sýnast aftur vera að að-
hyllast kenningu, sem menn höfðu um hríð horf-
ið frá í Evrópu, kenninguna um lögmál hinnar
frjálsu verzlunar, — að sá sé látinn vinna verkið,
sem gerir það bezt og ódýrast.
Afstaða lslendinga.
En hvar stendur Island í þessan nýju þróun?
Viljum við vera með í aðgerðunum til frjálsari
verzlunarhátta? Og getum við venð þátttakendur
í þessari samvinnu? Ég get ekki gert þessu atriði
skil í fáum orðum, en vil þó benda á fáein atriði
til umhugsunar.
Ég hefi vikið að því áður, að Island hefir oft
orðið að sækja um leyfi til undanþágu frá hinum
almennu reglum um verzlunarfrelsi, sem OEEC-
löndin hafa venð að koma á sín á milli með góð-
um árangri. Til þessa hafa lcgið mörg rök, og oft
heilbrigð rök, eftir því sem aðstæður hafa venð á
hverjum tíma. En við verðum að horfast í augu
við það, að við erum nú að færast æ fjær því kerfi,
sem lun Evrópuríkin eru að reyna að koma á.
Okkur veitist nijög auðvelt að sjá, að það er
hverri erlendri þjóð fyrir beztu að leyfa innflutn-
íng á fiski án tolla eða annarra hafta. Þannig fá
neytendur erlendis fiskinn beztan og ódýrastan.
Þetta er augljóst mál hverjum Islendmgi.
En hvermg fer nú með tolla og ínnflutnings-
hömlur fyrir fisk í hinu nýja kerfi? Þess er að
vænta, að ríkisstjórnin fylgist vel með því. Þarna
er nefnilega nokkur hætta á ferðum. Talað er um
að landbúnaðarvörur verði e. t. v. undanþcgnar,
þegar fríverzlunarsvæðið kemst á laggirnar. Þetta
atnði er, svo sem ég gat um áður, til athugtinar í
FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT
25