Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 22
betur mætti fara í efnahagsmálum lslands. Ekki höfum við ávallt farið að þeim ráðum. Httt meginatriðið, sem ég vildi nefna, er Greiðslubandalag Evrópu, EMro-pean Payments Union eða EPU. I þeirri stofnun fer mánaðarlega fram jöfnuður á greiðslum þátttökuríkjanna sín á milli, þan'nig að nú er ekki lengur nauðsyn að hafa greiðslujöfnuð við hvert einstakt ríki, ef jöfn- uður næst við þátttökuríkm í heild. Nokkur gjald- frestur fæst í Greiðslubandalaginu, en fari hall- mn fram úr vissu marki, verður hann að greiðast í gulli eða dollurum. Þótt þessi stofnun sé aðeins sæluhús á leiðinni frá Svínahrauni jafnkeypisvið- skiptanna til hins fyrirheitna lands, þar sem gjald- eyrisviðskiptin eru algerlega frjáls, þá leikur það ekki á tveim tungum, að Greiðslubandalagið hef- ir verið mikil lyftistöng viðskiptanna innan Ev- rópu. Islandi hefir stofnun þessi venð sérlega gagu- leg, þar sem svo mjög hallast á í viðskiptum þess við einstök lönd. Þriðja þáttinn í starfsemi OEEC vil ég aðems nefna, þótt hann konu ekki beinlínis verzlunar- viðskiptunum við. Það er European Productivity Agency, sem hefir það hlutverk að leiðbeina mönnum í þátttökuríkjunum td betri verknýtmg- ar. Orðið ,,verknýting“ nær, að því er mér er sagt, ekki alveg merkmgu orðsins Productivity, og því hafa spekingarmr fundið upp orðið ,,framleiðni“. Fyrir mitt leyti er ég ekki sérlega hrifinn af því orði, en hvað sem því líður, þá hefir þessi ,,Fram- Ieiðni“-stofnun gert nukið gagn. Bandaríkm hafa lagt fram digra sjóði td styrktar, fjöldi námskeiða hefir verið haldinn víða um lönd, kennarar verið sendir og kvikmyndir, m. a. hingað td Islands, til þess að leiðbeina um réttar vinnuaðferðir og mönnum boðið utan í kynnisferðir í sama skyni. Um tvær höfuðstefnur að velja. Þótt OEEC hafi unmð þarft verk og nuklu góðu fengið framgengt, hafa ýmsir forgöngu- manna stofnunannnar og aðrir hugsjónamenn um nánara samstarf Vesturlanda ekki legið á lárberj- unum né látið sér nægja að dást að þeim árangn, sem • þeir höfðu náð. Fjöldi tdlagna hefjr konuð fram um nánara samstarf. Má einkum grema tvær megmstefnur í því efm. Annars vegar eru þeir, sem vilja halda áf'ram á nokkuð svipuðum grund- velli og venð hefir í OEEC td þessa, þar sem hvert land — Island eins og önnur — hefir fullt neitunarvald um svo að segja hvert einasta atriði; hins vegar þeir, sem stefna að Bandaríkjum Evrópu, ríkjasambandi, sem sé svo nátengt, að það komi á fót sameiginlegum stofnunum, sem í vissum efnum bafi úrskurðarvald, — taki þetta úrskurðar- vald úr höndum hinna einstöku ríkisstjórna og geti ínnan síns verkahrings bundið þær allar, ef nægur meirihluti hinnar sameiginlegu stjórnar- nefndar vill svo vera láta. Dnffjöðnn í þessari síðari stefnu hefir verið Frakki einn, Monnet að nafni, en hún hefir átt sér fjölda annarra frægra talsmanna. Einkum eru það sex ríki, sem gerzt hafa frumkvöðlar þessa nána sambands: Beneluxlöndin þrjú, — Belgía, Holland og Luxemburg, — Italía, Frakkland og Þýzkaland. Hefir þó oltið á ýmsu um stuðning Frakklands. Hugmyndin um sameiginlegan Ev- rópuher, þ. e. að herir þessara sex landa væru sam- einaðir í einn her, European Defense Community, undir sameiginlegri stjórn, var borin fram af frönsku stjórninni, en illu heilli kæfð síðar í franska þinginu, þegar hm löndin fimm höfðu samþykkt sáttmálann. A hinu leitinu hafa Bretar og Skandínavar stað- íð fremstir í flokki, en nú hefir tekizt að ná því marki, að allir eru ásáttir um, að hin nánari sam- vinna ríkjanna sex, sem ég nefndi, — „litlu Ev- rópu“, ems og það er stundum kallað, — megi gjarnan koma til framkvæmda jafnhliða þeirri starfsemi, sem heldur áfram á öðrum vettvangi, einkum í NATO og OEEC. Fyrsta skrefið var ,,Schumans-planið“ svo- nefnda. Samningurinn um það var undirritaður í París 1951- Kola- og stálframleiðsla þátttökuríkj- anna sex var sett undir stjórn sameiginlegrar stjórn- arnefndar, sem situr í Luxemburg. Áformað var 22 FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.