Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 46
Vestræn samvinna í framkvæmd.
fundur helgaður þessu máli einu, og leiddu full-
trúar Islendinga og Breta þar saman hesta sína.
Held ég, að fulltrúi íslands þurfi engu að kvíða,
þútt sagt verði frá frammistöðu hans þar í ,,hvít-
bók“ þeirri, sem eitt dagblaðanna hefir verið að
,,húta“ að birt yrði um málið. Fulltrúi Breta skýrði
málið seiii vænta mátti frá nokkuð öðru sjúnar-
miði, en fúllst á það, að sáttanefnd yrði skipuð.
Aðems setti hann það skilyrði, að umræðuefm
nefndarinnar skyldi ekki einskorðað við löndunar-
bannið, heldur mætti jafnframt ræða undanfara
þess, einhliða ráðstafanir ríkisstjúrnar íslands um
hin nýju fiskveiðitakmörk.
Ég ætla ekki að þessu sinni að rekja allan gang
þeirra erfiðu viðræðna, sem nú húfust í sáttanefnd-
inni. I heilt ár voru sjúnarmiðin víðs fjarri hvort
öðru, en þolinmæði nefndarmanna var aðdáunar-
verð í leit þeirra að sanngjarnn lausn. Nöfn þessara
manna eiga að varðveitast á prenti á Islandi, þeim
til ævarandi súma, — Bauers sendiherra, sem var
formaður og mest mæddi á, Ockrents sendiherra,
aðalfulltrúa Bclgíu, og Arne Skaugs, sem nú er
orðmn viðskiptamálaráðherra Noregs. Oftar en
einu sinni gerði hann súr ferðir til Parísar, eftir að
hann hafði tekið við því umsvifamikla starfi, ein-
göngu til þess að geta vcitt okkur stuðning í mál-
inu. Tvo af aðalfulltrúum Breta ber og að nefna,
Harpham, sem varð sendiherra í Japan áður en
málinu var að fullu lokið, og Wall fiskimálastjúra.
Sýndu þeir bæði sanngirni og drengskap í viðræð-
unum, enda er það frumskilyrði þess að samninga-
gerð leiði til gúðs árangurs, að samningamennirn-
ir viti, að þeir megi bera luð fyllsta traust hver til
annars.
Það var um mánaðamútin núvember og desem-
ber 1955, sem straumhvörf urðu í málinu. Þa
túllu Bretar frá hinni fyrri kröfu sinni um það, að
við keyptum af okkur löndunarbannið með tú
slökunum í landhelgismálinu. Umræðunum var
nú beint inn á nýja braut og miklu ánægjulegri.
Þútt marga erfiðleika þyrfti enn að sigra, var við-
fangsefnið úlíkt skemmtilegra en áður, þegar fund-
argerðirnar gátu í raun rúttri að jafnaði rúmazt í
þessum sex orðum: ,,Klippt var það. Skorið var
það“.
Viðfangsefnið var nú greint í tvennt, annars
vegar það, sem ríkisstjúrnunum kom beinlínis við,
hins vegar þau atriði, sem eðlilcgast var, að togara-
eigendur beggja landa semdu um sín á milli. Samn-
ingagerð togaraeigenda fúr fram í húsakynnum
Efnahagssamvinnustofnunarinnar í París. Þeim var
tjáð, að viðræður um fiskveiðitakmörkin væru ekki
þeirra mál, heldur ríkisstjúrnanna. Var það vel
haldið af báðum aðiljum og aldrei á það mál minnzt
í viðræðunum. í samningi togaraeigenda er ekki
eitt aukatekið orð um fiskveiðitakmörk eða land-
helgi. Það, sem gerast kann í þeim málum á næstu
árum, er því samningnum úviðkomandi með öllu.
— Flest atriði samningsins eru þess eðlis, að rútt-
ara er að ræða þau í Ægi en Ulfljúti, en eitt merki-
legt nýmæli má þú nefna húr. Ákveðið er að stofna
súrstaka nefnd í Efnahagssamvinnustofnuninni og
getur hvor aðili skotið vandamálum um fram-
46
FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT