Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 38
Þúfur í verzlunartúninu
Þegar túnasléttur hófust á Islandi, voru ýmsir
þeim mótfallnir og færðu fram' þau rök, sem erfitt
sýnist að hrekja, hve mjög yfirborð túnanna hlyti
að minnka við það að gera úr þeim slóttan flöt. A
öðrum tugi þessarar aldar var óg sem stráklingur
í mörg sumur á miklu myndarheimdi í Borgar-
firði. Ég minnist þess, að þegar óg kom þar fyrst,
voru í túninu nokkrar leifar af svokölluðum beða-
slóttum, miskúptum skákum, — og var mór sagt,
að þarna hefði venð reynt að finna hinn gullna
meðalveg mdli hinna æstustu túnslóttunarmanna
og hinna, sem halda vddu í hið stærra yfirborð
þúfnanna. Það fór þó svo, að hinn rökvisi hugsana-
gangur þúfnavinanna hlaut algerlega að lúta í lægra
haldi fyrir slóttunarmönnunum. Reynslan skar úr
um það, að bóndinn fekk meiri arð af slóttu túni
en þýfðu, — jafnvel þótt búið væri að siðmennta
þúfurnar með beða-slóttunmni.
* * *
Ég hverf nú í bili frá þessum búskaparhugleið-
ingum og fer að tala um verzlun. Um aldaraðir
hafa tvær meginstefnur verið uppi um verzlunar-
pólitík þjóðanna. Annarsvegar er hór um að ræða
frjálsa verzlun, hinsvegar ríkis-ráðsmennsku. Hef-
ir oltið á ýmsu, hvor stefnan væri ofan á, og marg-
ar aðferðir hafa verið reyndar td þess að fara bd
beggja.
Meðan verzlunin var tdtölulega lítill þáttur í
leit manna að lífsbjörginni var hún frjáls eða því
sem næst, kaupmenn voru vinsælir a£ alþýðu
manna og yfirvöldum, því að menn fundu, að
starfsemi þeirra kryddaði tilveruna, — oft í bók-
staflegustu merkingu.
Nú ætla óg ekki að fara að rekja verzlunarsög-
una, hvorki almennt nó Islands sórstaklega, en
hlýt þó að minnast þess, hvernig kólfurinn sveiflað-
ist í hina áttina. Landsföðurleg einokun var nærri
búin að murka lífið úr þessan þjóð á 17. og 18.
öld. Einokumnni var ekki komið á af illgirni, hún
var í samræmi við aldarandann, stjórnendurnir þótt-
ust bezt vita, hvað þegnunum hentaði, og áttu auð-
velt með að sýna fram á það — á pappírnum —,
hvdík sóun það væn á kröftum og verðmætum, að
hver sem væn mætti verzla hvar sem væri. Einn
kaupmaður í hverju plássi, undir velviljaðn umsjá
konungsms, það mátti hverjum manni vera ljóst
að nægði.
Samt tóku að heyrast úti um löndin raddir,
sem efuðust um ágæti þessarar verzlunarstefnu,
ems og búfræðingarmr misstu síðar trúna á þúf-
urnar. I fyrstu var hór á landi farinn sá gullni með-
alvegur, — ems og gert hafði verið við beðaslótt-
unina, — að gefa verzlumna aðeins að nokkru
frjálsa, öllum þegnum Danakonungs, og það var
ekla fyrr en fyrir röskum 100 árum, að öllum
þjóðum var gert frjálst að verzla hór á landi.
Við þóttumst hafa höndlað nukið hnoss með
verzlunarfrelsinu og vorum hugsjón þess trúir í
bili. Ekki var það þó löngu eftir að stjórn Islands-
mála hafði flutzt inn í landið, að ,,lands£öður“-
sjónarmiðin tóku að stinga upp kollinum í líki
einkasölufrumvarpa, — og í heimsstyrjöldinni
fyrri var landsverzlun komið á sem bráðabirgðaráð-
stöfun — af dlri nauðsyn.
Frjáls verzlun vann nokkuð á aftur fljotlega eft-
ír ófriðinn, en átrúnaðurinn á einkasölurnar, —
sem óg tel hina mestu villutrú, — vann þó á, og
verndartollar fóru að komast á dagskrá.
Þó var það ekki fyrn en á 3. tugi þessarar aldar,
sem verzlunarófrelsið fór að minna á forna einok-
unartíma, þótt nýrri öld fylgdx ny tækm. Tollar
dugðu ekki lengur, og nú voru það viðskiptahöft,
— mnflutningsbönn og leyfakerfi, — sem hóldu
innreið sína. Landsföðurleg stjórn á öllum viðskipt-
um, og í biðsölum Stjórnarráðsins reist líkneski
til dýrðar nýrri gyðju, — afskiptaseminni. Hún
trónar þar enn, og auk margra smærri bænahúsa
hefir henni síðan verið reist eitt meiriháttar must-
eri við Skólavörðustíginn, beint á móti tugthús-
.‘38
PRJÁLS VKRZUJN — FYLGIRIT