Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 11
bæði eðlileg og sanngjörn. Þar að auki fær hún stuðning þeirra, sem í sjálfu sér kæra sig koll- ótta um öll sanngirnissjónarmið, en sjá fram á, að lindin að öllu lánsfó handa sjálfum þeim er á þrotum, þegar enginn fæst til að spara. Löggjaf- inn grípur til hugvitssamra ráðstafana. Einstaka tegundir af spanfó eru gerðar skattfrjálsar og und- anþegnar framtalsskyldu (jafnframt því sem at- vikin neyða stjórnarvöldin til aukinnar hnýsni og skattpínmgar á öðrum sviðum). En þetta hrökk skammt, og þá kom bjargráðið, vísitölutryggð skuldabréf. Vísitölubrófin, sem út hafa venð gefin í sam- bandi við fjáröflun til húsnæðismálakerfisins, eru ekki svo mikill þáttur í fjármálakerfi þjóðannnar, að þau skipti að svo komnu verulegu máli. En post- ular vísitölunnar halda því fram, að öll fjárfest- ingarlán, og jafnvel öll lán, ætti að binda við vísi- tölu. Þá væri óhætt að veita jafnframt vísitölu- uppbót á öll skuldabróf og alla spansjóðsinnstæðu, a. m. k. ef hún væri bundin í svolítinn tíma. Loks var að því komið, að ein allsherjarlæknmg var fundin við öllum hlutum. Ulfur, lamb og heypokinn vernduðu öll hvert annað. Einn versti sökudólgunnn um óstöðvandi framhald verðbólg- unnar tók að sór að gæta bróður síns gegn áhrifum hennar. Ég þykist hafa það fyrir satt, að ýmsir hugs- andi menn sóu að velta þessari leið fyrir sér í fulln alvöru. Enga trú hefi óg á því, að þarna só nokkra lausn að finna. I fyrsta lagi hygg óg, að vísitala framfærslu- kostnaðarins só að fá á sig sívaxandi óorð, svo að sá dagur só ekki langt undan, þegar ekki verði unnt að blekkja nokkra sál í landinu með henni. Við sjáum það t. d. nú þegar, að þær stóttir, sem aðstöðu hafa til þess, sækja æ meir á um að fá vax- andi hluta af launum sínum greiddan í erlendum gjaldeyri, en láta vísitölutal sem vind um eyru þjóta. •* * * En setjum svo, að unnt væri að fá vísitöluna td þess að snúa aftur frá sínu syndum spillta líf- erni inn á dygðanna braut. Eða í stað vísitölunn- ar væri settur einhver annar fastur verðmælir, t. d. gull eða dollan eða sterlmgspund. Allt mætti þetta blessast, ef það væri gert í nógu smáum stíl, eins og vísitölubrófin núna. En þá hefir það ekki heldur neina verulega þjóðhagslega þýðingu. En só ætlunin að gera þetta almennt — og það er almenn verndun verðgildis sparifjárins, sem við erum að sækjast eftir, — þá þýðir það hið sama sem að nota tvennskonar mynt í landinu. Reynslan hefir sannað, að ekki er unnt að hafa tvennskonar peninga í gddi í sama landi sam- tímis. Englendingar hafa orðað kennisetninguna um þetta: Bad money drives out good money. Þetta er sorglegt fyrir þá sem trúa á sigur hms góða, en svona er það nú samt. Gulltryggingin hefir verið reynd í fjölda landa og verið svikin í allt að því ems mörgum, a. m. k. þegar eigin þegnar landsms áttu hlut að máli. Það þýðir ekk- ert að bera því við, að nú só aðeins verið að hugsa um að koma á því siðferðilega róttlæti, að þeir skuldunautar, sem græða á verðbólgunni eins og nú er, verði látmr skda sínum rangfengna auði aft- ur. Mór er sem óg sjái framan f siðferðið á sum- um þeirra, þegar þeir koma í lánastofnanirnar og finna allskonar átyllur til þess að koma öllum sín- um skuldum á stutta víxla, fædda undir merki hinnar eilífu framlengingar, td þess að komast hjá vísitölu- eða gulltryggmgarskuldum. I stað þess að skapa róttlæti, yrði þetta undirrót enn nýrrar teg- undar ranglætis. Áður en varir hefðu ,,ósúnnu“ peningarnir útrýmt hinum hedbrigðu. Aðalatriðið er þetta. Það læknast enginn af rauð- um hundum, þótt hann velti sór upp úr hveiti, og vetðbólgan læknast ekki, þótt reynt só að fela eitt og eitt af einkennum hennar. Verðbólgan hef- ír verið skýrgreind þannig, að ein stótt þjóðfélags- ins væri að stela eignum annarrar. (Á nútímamáli væri það þó líklega kallað „eignatilfærsla milli stétta“). Málfræðingar segja, að sögnin að stela geti venð jöfnum höndum áhrifssögn og áhrifs- laus. Vísitöludýrkendur virðast vera þessu sam- mála, því að þeir segja, að unnt só að lofa verð- FKJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.