Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 20
Islendíngum ber að líta á skyldur sínar við aðr-
ar þjóðir, skyldur sínar við vestræna menningu,
þótt ekkert annað kæmi til. En þegar svo stendur
á, að skyldurnar gagnvart sjálfum okkur og öðrum
eru nákvæmlega hinar sömu, á ekki að vera erfitt
að velja.
Enginn vafi getur leikið á því, að mikill meiri
hluti þjóðannnar sér þetta í dag, og óg efast ekki
um, að fjöldi þingmanna í stjórnarflokkunum er
nú sama sinnis, og tek ég þar ekki suma ráðherrana
undan. En menn verða að draga rökréttar afleið-
mgar af forsendunum. Þessir menn verða að gera
sér ljóst, að meðan þeir hafa kommúnista innan-
borðs í stjórnarskútunni, meðan þeir gefa þeim að-
stöðu til að hafa úrslitaáhrif á gang allra mála,
verður ríkisstjórn Islands ekki trúað, hvorki ínnan-
lands né utan. Það má ekki eiga sér stað, að heið-
virðir menn kaupi sér fnð við kommúnista með
því að leggja að jöfnu blóðbaðið í Ungverjalandi og
árás Breta og Frakka á stríðsæsingasegginn, sem
hefir hnfsað til sín völd í Egyptalandi. Þar er
ólíku saman að jafna, enda er ríkisstjórn Islands
ein um það af öllum ríkisstjórnum vestrænna landa
að láta sem hún sjái þar engan mun á.
íslendingar eru ekki einir þjóða um að eiga þá
ósk heitasta, að friður haldist í heiminum. En ein-
mitt vegna þess, hve illa okkur gengur að átta
okkur á því, að við erum komnir inn í nuðja um-
ferðina, verðum við að varast falsspámennina, um-
boðsmenn kommúnista, sem prédika afvopnun á
Vesturlöndum, meðan húsbændur þeirra hervæð-
ast æ meira heima fyrir. Kommúnisnunn notar
hvarvetna það vopn, sem hann hyggur að bezt
hæfi stað og stund. Stalín tók rétttrúuðu kirkjuna í
sátt eftir áratuga ofsóknir til þess eins að öðlast með
því meiri ítök í Grikklandi og Litlu-Asíu. Hjá
Múhameðs-trúarmönnum æsa kommúnistar þjóð-
irnar til „heilags stríðs“ í nafni spámannsms gegn
hinum „kristnu hundum". Það átti að nota Nasser
til þess að loka Súez-skurðinum, lífæð siglinganna,
þegar vcrst gegndi. Á Vesturlöndum er það hin
falska friðarhreyfing, sem er aðalvopnið í svipinn.
Það á að blinda menn með því að slá frið-ryki í
augu þeirra, og bak við mökkinn er auðveldara að
undirbúa árásina.
Megi friðurinn haldast, — vopnaður friður er
þó að nunnsta kosti betn en blóðug styrjöld, — en
hann fær ekki haldizt, nema vestrænir menn auki
samheldni sina og varnir í stað þess að draga úr
þeim, og allir gen skyldu sína, jafnt himr smæstu
sem hinir stærstu.
Efnahagssamvinna og fríverzlun Evrópu
Undarfarna mánuði hefir í blöðum og útvarpi
alloft venð minnzt á fundahöld og samþykktir um
„sameiginlegan Evrópumarkað“ og „fríverzlunar-
svæði“. — Því má segja, að nú sé sérstakt tilefni
til að rifja upp fyrir sér það, sem gerzt hefir síðasta
áratuginn um aukna samvinnu Evrópuríkja í efna-
hagsmálum. Viðfangsefnið er ærið tyrfið, ef farið
er út í einstök atriði, og mega lesendur því hrósa
happi, að ekki vinnst tími til annars en að stikla
á stóru.
Hugmyndin um að gera Evrópu að einu alls-
herjarríki eða að koma á einhverju öðru fornu fyrir
nánu samstarfi Evrópuríkja er engan veginn ný
og hefir tekið á sig ýmsar myndir. Hún hefir jöfn-
um höndum verið draumur friðarpostula og skálka-
skjól herkonunga fyrir landvinnmgum þeirra. En
hér er hvorki ástæða til að tala um ,,hið heilaga
rómverska ríki“, Napóleon né Hitler. Ég mun
láta mér nægja að ræða um viðburði síðustu tíu
ára. Það er náttúrlega rétt, að skylt er skeggið hök-
unni um stjórnmál og efnahagsmál, en ég mun
samt gera mér far um að sneiða hjá stjórnmálum
og reyna að halda mer að efnahagsmálunum.
20
FIUALS VERZLUN — FYLGIRIT