Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 17
Það er svo hágt að standa í stað „ísland er eyja, úti í reginhafi, langt frá öSrum Iöndum.“ Þegar land byggðist, voru nukil átök í vestrænum heinu og banzt um örlög guðanna. Voru það Þór, Óðinn og Freyr, sem áttu að ráða ríkjum, eða voru það Kristur og María guðsmóðir? Það er kunnugt, að knstmn siður bar sigur a£ hólmi. Þar með var hlutverk Islendinga meðal þjóðanna ráðið í næstu þúsund ár. Landið hafði venð í fremstu víg- línu heiðindómsins, þaðan færðist veldi hans enn vestur á bógmn. En nú lauk forystu norrænna manna. Island varð að útskeri vestrænnar kristni, þar sem fámennur hópur afkomcnda Norðmanna og Ira bauð harðneskju náttúruaflanna og heimsku stjórnarvaldanna byrginn og hclt sér lifandi við að íðka orðsins list. Erlendir konungar réðu hér ríkjum, og lengi trúðu Islendingar því, að þeim væri mikill styrk- ur að sambandinu við Danakonunga. Þrjár heims- styrjaldir gerðu það ljóst, hver sá styrkur var. Dan- ír eru ekki vern en aðrir menn, nema síður sé, en hnattstaða landanna gerði það að verkum, að þeir áttu ætíð nóg með sjálfa sig, þegar á reyndi. I Napóleons-styrjöldunum hefðu Islendingar mátt svelta heilu hungri, ef Bretar — sem þá áttu í ófriði við Dam — hefðu ekki bjargað okkur. I ófriðnum mikla 1914—18 sömdum við sjálfir við Breta og Bandaríkjamenn, þótt Danir hefðu þá enn eigi viðurkennt fullveldi íslands, og björguð- umst þannig. I síðustu heimsstyrjöld skildi hver þjoðhollur Islendingur, að leið okkar lá með þess- um tveimur engd-saxnesku forystuþjóðum í bar- áttu þeirra fynr frelsinu. Við lítum á landabréfin og látum blekkingar þeirra sannfæra okkur um, að við séum ennþá Ein- búinn í Atlanzhafi. En ekkert er fjær sanm. Island er enn eyja, og enn er það úti í reginhafi, en þetta skiptir ekki lengur máli, því að það er ekla lengur langt frá öðrum löndum. Áður en þetta breyttist, var hlutverk Islendinga meðal þjóðanna ofur-ein- falt. Frá sjónarmiði umheimsins áttum við ekkert hlutverk. Pólitískt skipti það umheiminn alls engu máli, hvort Island var ofan sjávar eða neðan. En úr því að það var ofan sjávar, reyndu Danakon- ungar þó að gefa því ofurlítinn tilverurétt með því að hagnast á því. Og jafnvel það vildi mistakast. Fámennur hópur útlendinga, sem lagði stund á norræn fræði, vissi, að hér höfðu áður búið ein- kennilegir andans menn, sem færðu í letur snjall- ar sögur og merkileg kvæði um goð og kappa. En þessu hlutverki var löngu lokið. Erlendu ferðabæk- urnar sanna, að menn áttu bágt með að átta sig á þessum emkenmlegu kotkörlum, sem sátu við grútartýrur og kyrjuðu Grallarann eða kváðu rím- ur. Meðan íslandi var enn svo í sveit konnð, var það eðlilegt, að Islendingar leituðu hlutverks síns með sjálfum sér, hugsuðu um það eitt að rétta sig úr kútnum, efnalega og andlega, öðlast betn að- búð og komast lengra á brautum listanna. Það var í fullu samræmi við þúsund ára sögu þjóðarinnar, er Islendmgar létu það verða sitt fyrsta verk, er þeir fengu fullveldi sitt viðurkennt, að lýsa yfir ævarandi hlutleysi landsins. Það var eðhlegt þá. En skyggir Skuld fyrir sjón. Ánð 1918 gátu menn ekki séð það fyrir, að tveim- ur áratugum síðar væru fjarlægðirnar horfnar. Ut- skerið í norðri lægi um þjóðbraut þvera milli Evrópu og Vesturheims. En þetta er lnn örlaga- ríkasta breytmg, sem orðið hefur á Islandi síðan árið 1000. Það er gagnslaust að ræða, hvort hún sé til ílls eða góðs. Hún er staðreynd, og við verð- um að horfast í augu við hana. En það er einmitt þar, sem skórinn kreppir. Enn skortir á, að menn hafi áttað sig á því nægi- lega almennt, að viðhorfin hljóta að breytast með breyttum aðstæðum. Fræg saga er af landkönnuði, sem tók svarta burðarmenn með sér í flugvél langt ínn í Afríku. Þegar þar var konuð, neituðu blökku- FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.