Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 7
FlagÖ undir fögru skinni Eitt af því, sem mest áhrif hefir á alla afkomu almennings, eru verðbreytingarnar. Það má hugsa sér margvfslegar afstöðubreytingar verðlags á mis- munandi varningi, og jafn margbreytileg verða áhrifin. Meðal þeirra tilvika, sem fyrir geta kom- ið, er það sem nú skal lýst. Verðið á öllum innfluttum vörum hækkar dag frá degi, en þó er ennþá örari hækkunin á því verði, sem íslendingar fá fyrir varning sinn á erlendum markaði. Eftirspurnin eftir íslenzkum afurðum eykst, allt selst fljótt og vel, vinnuafl og tæki nýt- ast betur en nokkru sinni fyrr. Utflytjendur og at- vinnurekendur, sem starfa að útflutningsfram- leiðslu, græða stórfé. Léttbrýnn og broshýr sér fjármálaráðherrann peningana flæða í ríkissjóð í stríðum straumum, án þess að hann hafi þurft að leggja á nýja tolla eða skatta af nokkru tagi. En launþegarnir búa við kjarasamninga, sem miðaðir voru við allt annað verðlag, óbreytt frá því sem var, áður en þessi undur fóru að gerast. Það er ekki aðeins, að þetta geti gerzt, — það hefir gerzt hér á landi á þeim áratug, sem var næst- ur á undan þeim, sem nú er að líða. Þegar svona er í pottinn búið, er engin furða, þótt launþegarnir fari að íhuga, hvort þeir séu ekki uppi enn, þessir kunningjar Bólu-Hjálmars, sem safna auð með augun rauð, er aðra hrauðið vantar. Réttilega neita launamenn að una slíku ranglæti, og allir sanngjarnir menn vilja veita þeim stuðn- mg. Eins og á stendur eru og allar líkur á því, að atvinnurekendur séu viðmælanlegir. Þeir hafa af nógu að taka. Vandinn er því hlutfallslega auð- leystur í bdi með beinum samningum beggja að- ilja um kjarabætur. En til hvers er verið að semja um kjarabætur, þegar verðhækkamrnar halda stöðugt áfram? Það, sem náðist við samninaaborðið, kemur ekki að nema hálfu gagni, vegna nýrra verðhækkana, sem hafa orðið, áður en blckið þornaði á undirskriftun- um undir samningana. Væn ekki meira vit í því að leita að allsherjarlausn, sem gerði það unnt að leiðrétta misréttið jafnóðum og það verður til? Góðgjarnir menn tóku að svipast um eftir slíkri lausn, og brátt þóttust þeir hafa komið auga á hana. Það var vísitala framfœrslukostnaÖarins. Hvað gat verið sanngjarnara en það, að launastéttirnar fengi allar sjálfkrafa og jafnóðum bætta þá hækk- un, sem varð á framfærslukostnaðinum? Þarna mátti leysa viðkvæmt vandamál með vísindalegn nákvæmm, án þess að nokkur hlutdrægni gæti komið td greina. Þennan hð mátti framvegis taka af dagskrá í viðræðum um launakjör, þótt laun- þegum og atvinnurekendum væri enn frjálst að bít- ast um það, hve stóran slcerf td viðbótar hm al- menna velmegun skyldi veita hvorum um sig. .* # * Þanmg hófst ævintýri vísitölunnar. Hingað td höfðu hagfræðingarnir notað hana í snatt og snún- inga, en ýmsir þeirra höfðu þó ekki haft allt of miklar mætur á henni, þótt hún pasturslítil og ákaflega hneigð td ósannsögli. En nú hækkaði hag- ur Strympu. Hún var sótt í öskustóna, og hver einn af stjórnmálamönnunum, sem fylgdi henm þaðan í ráðskonustöðuna, sá sjálfan sig í hlutverki kóngssonanns í ævintýrinu af Oskubusku, sem nú var að endurtaka sig á sviði stjórnmálanna. Nú gekk allt vel um stund. Meðan nóg voru efnin, skammtaði nýja ráðskonan hverjum sitt. Hún varð vinsæl, því að hún hét launþegunum því, að hvernig sem allt velttst, skyldu kjör þeirra þó aldret versna. Fyrir hvert vísitölustig, sem viður- vænð hækkaði í verði, fengt þeir samsvarandi kaup- hækkanir. Aðrar sétttr komu brátt auga á þessa dá- samlegu úrlausn, og þannig varð t. d. landbúnaðar- vísitalan til, og enn fylgdu fleirt tekjutrygging- ar í kjölfarið. En einn góðan veðurdag hafði hjól lukkunnar FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.