Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 15
Ég nefni þetta eina dæmi, því að mér virðist það mjög ljóst, en af nógu öðru er að taka. Allt ber að einum brunni um meinið, sem uppræta þarf: stjórnarvöldin eru að færa atvinnuvegina í einhvern vanskapnaðar-stakk, svo að þeir fá ekki notið þess þroska, sem þeir hlytu að öðlast í bar- áttunni við eðlilcga verðmyndun. Hvort er þyngra eitt pund af blýi eða eitt pund af dún? spurði kerlingin, og var á sínum tíma hlegið að því, að svarið stóð í henni. En fyrir þá sem lengi dveljast í völundarhúsi framleiðslustyrkj- anna fara slíkar spurnmgar að verða eðldegt við- fangsefni, og svari nú hver fyrir sig. * # * Ég befi talað um útflutningsstyrlana sem dul- búna gengislækkun. Dulbúin viðurkenning á oengislœkkun hefði þó verið öllu nákvæmara orða- lag, því að mikil lækkun frá skráðu gengi íslenzkra peninga hafði þegar átt sór stað, áður en ,,bjarg- ráðin“ voru lögleidd í fyrra. En hvaða gengislækk- un var þá viðurkennd og lögfest með þeim? Með einkennilegu samblandi af óljósri hugsun og klók- indum í því að fela hefir löggjafanum tekizt að gera svanð við þessu mjög umdeilanlegt. ,,Yfirfærslugjaldið“, sem bönkunum er gert að innheimta við sölu á erlendum gjaldeyri, er oft- ast 55%, en stundum ekki nema 30%. Er svar- íð þá það, að konuð hafi venð á tvöföldu gengi, í samræmi við þetta, — eða raunar ferföldu, því að í viðskiptum við varnarliðið (og líklega örfáum tilfellum öðrum) fara greiðslur fram eftir skráðu gengi, og fyrir ,,fcrðagjaldeyn“ nema yfirfærslu- gjöld og aðrir skattar 1 °1 % ? Það mætti færa viss rök fynr þessu. Utkoman verður þó önnur, ef htið er á útflutninginn og aðra þjónustu, sem leiðir til greiðslna frá útlöndum. Þar er aftur margfaldur stigmunur. Ég nefni nokkra höfuðflokka, en tek enga ábyrgð á því, að upp- talningin sé tæmandi: 1. Varnarliðið á Keflavikurflugvelli: skráð gengi án uppbótar. 2. Sílcl veidd að sumarlagi fyrir Norður- og Austurlandi, erlendir ferðamenn og hvalir; einmg erlendir barnsfeður, aðrir en þeir sem um getur undir 1. lið; og erlendir lánardrottnar: 55% upp- bót. 3. Onnur stld, sem ekki hefir verið litið til í náð af ríkisstjórninni (sbr. um Faxasíld framar í þessan grein): 70% uppbót. 4. Sjávarkvikindi öll, sem ekki eru annarsstað- ar nefnd: 80% uppbót. Þetta er langstærsti flokk- urinn. 5. Framsóknarýsa og aðrar fisktegundir, sem vegna smæðar þeirra eða árstíðar borgar sig ekki að veiða og verka, án sérstakra aukastyrkja: Ríkis- stjórnin ákveður þessar viðbótaruppbætur. 6. Spendýr, 'ónnur en menn og hvalir: Meðal- tal 4. og 5. flokks, eftir flóknum útreikningum Hagstofunnar. Er víst í framkvæmd yfir 90%. Mér virðist eðlilegast að telja, að með bjargráða- lögunum hafi verið viðurkennd sú gengislækkun, sem nemur meðalgjaldeyrisug-pbótunum á allar FKJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.