Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 21
Upphaf efnahagssamvinnustofnunarinnar.
Það er upphaf þessa máls, að snemma sumars
i 947 hélt Marshall hershöfðingi, sem þá var ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, íæðu í háskóla ein-
um í Ameríku, þar sem hann skýrði frá því, að
Bandaríkjastjórn myndi fús til að veita Evrópu ríf-
lega fjárhagsaðstoð og setti ekki annað skilyrði en
það, að Evrópuríkin sýndu jafnframt viðleitni til
þess að styðja hvert annað.
Ástandið var þannig þá, að hvert land hafði
reist um sig haftamúra, og ekki var unnt að selja
snuddu eða snefil frá einu landi til ánnars, nema
fyrst hefðu venð gerðir um það samnmgar mdli
ríkisstjórnanna. Svo að segja hvert land var í fjár-
hagsöngþveiti, og allt stefndi niður á við.
Tdboð Marshalls tók jafnt til vestrænna sem
austrænna Evrópulanda, að Sovétríkjunum með-
töldum. Eftir að Molotov hafði tekið þátt í undir-
búningsfundi í París, ákváðu þeir félagi Stalín þó
að handa hinni framréttu hönd Marshalls frá sér,
— öruggir í trúnni á það, að nú væri að koma
kreppa í Bandaríkjunum og allt auðvaldsskipulag-
íð að hrynja, svo sem því bar að gera samkvæmt
þeim kenningum, sem þá voru opinber túlkun á
boðskap og spádómum Karls Marx. Flest ef ekki
öll Evrópuríki á áhrifasvæði Rússa ætluðu að taka
þátt í samstarfinu og verða aðstoðar Bandaríkja-
manna aðnjótandi. Sérstaklega var mér þetta kunn-
ugt um Tékka, sem höfðu tekið boðinu í samráði
við Pólverja. Mér tókst eklu að fá flugfar frá Prag
td Parísar á stofnfundinn, vegna þess að tékkneska
sendinefndin hafði pantað hvert sæti. En þegar
ég kom á áfangastað með lestinni, frétti ég, að
flugvélm hefði komið tóm. Stalín hafði sjáfur grip-
íð í taumana og harðbannað öllum sínum ,,vin-
um“ að vera í svo vondum félagsskap.
Þetta var upphafið að því, að Efnahagssam-
vinnustofnun Evrópu komst á laggirnar vorið i 948
eftir margra mánaða undirbúningsstarf. Hún heit-
ír á ensku Orgamsation for European Econonuc
Co-operation, skammstafað OEEC.
Stalin sá fyrir því, að OEEC var frá upphafi
bundið við vestræn lönd, og mcð því að hcrð'a tök-
in á nágrannaríkjum sínum í vestri og gera þau
að algerðum leppríkjum, sá hann og fyrir því, að
samvinna Vestur-Evrópu annars vegar og Banda-
ríkjanna og Kanada hins vegar varð þessum aðilj-
um lífsskdyrði og kom fram á æ fleiri sviðum. 1
NATO og Evrópuráðinu eru flest sömu þátttöku-
ríki og OEEC, en þó ekki algerlega. Sérstaklega
er vert að nefna, að Svíþjóð, Sviss og Austurríki
eru ekki í NATO, þótt af mismunandi ástæðum
/
se.
Aðalstarf OEEC var í fyrstu að skipta styrkn-
um frá Bandaríkjunum, jafna honum niður milli
þátttökuríkjanna. Stofnunm var því upphaflega
eins konar niðurjöfnunarnefnd, þótt hlutverkið
væri næsta ólíkt því, sem tíðkast hjá þeim niður-
jöfnunarnefndum, sem okkur eru kunnastar. En
smám saman varð önnur hlið samvinnunnar meira
áberandi, sú að reyna að greiða fyrir viðskiptum
þátttökuríkja sín á milli. Hinn beini styrkur frá
Bandaríkjunum er löngu hættur, en OEEC hefir
orðið mikið ágengt í því að koma á frjálsari við-
skiptum en áður milli þátttökuríkjanna.
Helztu verkefni til þessa.
Hér er einkum tvennt, sem ber að nefna. Ann-
að er Code of Liheralization, lögbókm um verzl-
unarfrelsið, en þar eru skráðar skuldbindingar þátt-
tökuríkja um að afnema sín á milli verzlunarhöft,
svo sem kvóta eða innflutningsleyfi, svo og ýnus
önnur viðskiptahöft. Er nú svo komið, að sum
þátttökuríkin hafa afnunuð öll slík höft eða því
nær, svo sem Italía 02 Sviss. Almennt má svo að
orði kveða, að hvert ríki sé skylt að leysa 90%
af innflutningnum undan höftum, og eru flest
ríkin nærri því marki. Sé frá þessu brugðið, verð-
ur sökudólgurinn að réttlæta öll frávik fyrir stofn-
uninni og geta það venð allharðar yfirheyrzlur.
Því er ekki að leyna, að oft hafa fulltrúar Islands
þurft að biðja ættjörðinm miskunnar fyrir brot
okkar á lögmálinu. Sérstaða landsins og þeir erfið-
leikar, sem af henni stafa, hafa mætt fullum skiln-
ingi, en oft hefir okkur venð bent á ýmislegt, sem
FltJÁLS VERZLUN — FYLOIRIT
21