Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 13
fiskurinn léttist við að þorna. En nú komum við að því, að ýmsir stjórnmálamenn þessa lands, þar á meðal a. m. k. sumir þeirra, sem með völdin hafa farið að undanförnu, hafa það á stefnuskrá sinm að vera ,,á móti gengislækkun“. Þeir taka þátt í framkvæmd þeirrar stefnu, sem hlýtur að leiða til gengislækkunar jafn-örugglega og nótt fylgir dcgi, en þeir barinfæra lnð ljóta orð. Vegna þessara pólitísku vígorða varð að gefa gengislækk- uninni, sem lögfest var með ,,bjargráðunum“ vor- ið 1958, annað nafn. * * * Hvað er gengi? Það er það verð, sem er á pen- ingum landsins erlendis. Það er mjög æskilegt að forðast sveiflur á genginu. Við getum því öll ver- íð sammála um að vera ,,á móti gengislækkun“. En við höldum ckki genginu föstu með því að sam- þykkja lög um það, að ekki megi breyta því. Eina ráðið til þess að vernda gengið er að reka þá efna- hagspólitík, sem styrkir gjaldeyrmn, — leiðir til þess að við eignumst hæfilegar innstæður erlendis og skapar jafnvœgi milli framboðs og eftirs-purnar á erlendum gjaldeyri. Þegar bönkunum er falið að auglýsa, að gengið á dollara sé kr. 16,32 eða á sterlingspundi kr. 45,70, er þetta alveg hliðstætt falsvottorðunum um saltfiskinn, sem við vorum að skopast að. Seðlabankinn gegnir í þessu tilfelli starfi vigtar- mannsms. Heilbrigð skynsemi segir, að hann eigi að vara ríkisstjórn landsins og aðrar peningastofn- anir við, þegar halli kemur á vogarstöngina, og að hann eigi að ráða yfir varasjóði, sem geri hon- um kleift að koma jafnvægi á til bráðabirgða, með- an ríkisstjorn og aðrir, sem hlut eiga að máli, eru að gera þær ráðstafanir, sem þarf, til þess að kom- ast á réttan kjöl aftur. Heilbngð skynsemi segir einnig, að sé hallinn orðinn svo mikill, að ekki sé unnt að ná hinu sama jafnvægi aftur án óeðlilegra fórna, verði að leita nýs jafnvægis. Þetta má einnig segja með öðrum orðum: Sé gengisskráningin ekki lengur raunhæf, þá er að horfast í augu við það, og skrá gengið, þar sem það á heima. Með þeirn löggjöf, sem nú gildir á íslandi og segir, að ekki megi breyta genginu án samþykk- is Alþingis, er verið að reyna að læðast fram hjá veruleikanum. Alþingi gæti með sama rétti tekið að sér að segja fyrir um veðnð á morgun. * # * ,,En reizlan var bogin og lóðið var lakt“, sagði Grímur Thomsen um Bátsendapundarann, og þótti á sínum tíma ófögur lýsing. Sannleikurmn er sá, að hjá vigtarmanninum í peningamálum þjóðarinnar, Seðlabankanum, er ástandið ennþá aumara, því að hjá honum er vogartungan bundin og sýnir alltaf sama f>unga, hvað sem á skálarnar er lagt eða af f>eim tekið. Þessari óraunhæfu skráningu á verðgildi pening- anna fylgja margar plágur, og er hin fyrsta sú, að eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri fer langt fram úr því, sem unnt er að sinna. Eins og skuggi hinnar fyrri kemur næsta plágan: innflutnings- og gjaldeyrisskömmtunin, leyfafarganið. Við erum orðnir þessu svo vanir, að okkur hætt- ir við að líta á það sem eðlilegt ástand. Ég vil því biðja menn að staldra við og hugleiða þetta ofur- litla stund. Er það ekki sorgleg tilhugsun, að þjóð- 111 hefir heilan herskara af velgefnum mönnum á mála til þess eins að draga umsóknir um innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi í dilka og skilja sauði frá höfrum? Og það er ekki svo vel, að það sé aðeins vinnuafl þeirra, sem þessa atvinnu stunda á Inn- flutningsskrifstofunni og í bönkunum, sem fer til ónýtis. Miklu sorglegra er að hugsa um tafirnar, sem ínnflytjendur og aðrir, sem um gjaldeyn þurfa að sækja, verða fyrir frá gagnlegri störfum, þegar þeir þurfa að sitja myrkranna milli (og lengur í skammdeginu) í biðsölum nefnda og banka, í von- inni um að náðarsól gjaldeynsins megi skína á þá eftir vikur eða mánuði. Allt væn þetta nægilega óskemmtilegt, þótt almenningur treysti því, að allir þeir, sem leyfin veita, væru fæddir undir stjörnu réttlætis og óhlut- drægni. Vonandi eru þeir það, en því miður hefir almenningsálitið orðið á aðra lund, og það hefir orðið til þess, að í viðbót við þá ásókn, sem þeir PRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.