Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 18
Með konimúnista innanborðs á þjóðarskútunni. mennirnir að halda ferðinni áfram, fyrr en liðinn væri sá dagafjöldi, sem það hefði tekið þá að fara leiðina fótgangandi. Sálir þeirra höfðu orðið eftir, og þeirra urðu þeir að bíða. Eins hafa sálir margra góðra íslendmga orðið eftir og ekki getað fylgzt með hinnt öru þróun í samgöngum og vígtækni, sem orðið hefir á síðustu árum. En hvað er það, sem við þurfum að horfast í augu við í dag? Það, að við erum í miðri hringiðu heimsins, að Einbúinn í Atlanzhafi er í dag Virk- ið í norðri. Það, að hversu fegntr sem við vildum, getum við ekki dregið okkur ót úr skarkala hcims- ins. Við getum minnzt þess með trega, þegar feð- urnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu komu austan um hyldýpis haf hmgað í sælunnar reit og undu svo glaðir við sitt. I dag eru örlög okkar tvinnuð örlögum annarra þjóða, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Við verðum ennfremur að horfast í augu við það, að nú eru hin mestu átök í heiminum, hinir mestu örlagatímar. Vestræn menning er í hættu fyrir árás austrænnar heimsveldisstefnu. Það er vandalaust að benda á margar syndir vestrænna valdhafa, bæði fyrr og nú. En eru þær syndir svo stórar, að við viljum kasta á glæ þeim hugsjónum, sem við höfum átt æðstar í þúsund ár í þessu landi, og forfeður okkar jafnt kristnir sem heiðnir áttu, áður en Island var byggt? Sá á kvölma, sem á völ- ína. Viljum við selja hugsjónina um frelsi sálar- innar og rótt manna og þjóða til þess að ráða mál- um sínum og fá að launum einræði hmna sið- minnstu manna, sem sögur fara af um margra alda skeið? Hcr þýðir ekki að tala um hlutleysi. Þótt við værum allir af vdja gerðir, er hnattstaða landsms sú, að Island hlýtur að verða virki annarshvors að- íljans, ef til vopnaðra átaka kemur milli Rússa og Vesturveldanna. „Hvenær sem kallið kemur, kaup- ir sig enginn frí.“ Kommúnistar og dindlar þeirra reyna að rugla hugsun manna um þetta atnði, reyna að telja þeim trú um, að átök stórþjóðanna komi okkur ekkert við, við eigum að vera hlutlausir í þeirra deilu. Þetta er línan frá Moskvu, svefnþormð, sem venð er að stinga íslendinga td þess að þeir sofm á verðmum, td þess að landið verði varnarlaust, er Rússar þurfa á því að halda sem herstöð. Þrátt fyrir þetta hefir langsamlegur meirihluti íslenzku þjóðannnar lýst sig fylgjandi því, að ísland taki þátt í varnarbandalagi vestrænna þjóða. En gallinn er sá, að hjá mörgum þessara manna, og ein- mitt hjá þeim, sem í dag fara með völdin, er sál- in ekki nokkrar dagleiðir á eftir þróun tímanna, btín á sjö ára ferðalag eftir td þess að ná þeim tíma- mótum, þar sem við stöndum í dag. Sálir þessara manna eru grónar í þau fótspor, sem þeir mörkuðu sór ánð 1949- Þeir voru, sumir hverjir, stoltir af því, er þeir gerðu Island að heims- viðundri með þingsályktunmni frægu. ,,Hafa kommúmstar keypt ykkur, eða er þetta ,,black- mad“ td þess að hafa meira fe ut úr Bandaríkjun- um?“ var spurning, sem óg fókk oft að heyra síð- ustu vikurnar, sem óg var 1 þjonustu ríkisstjórnar íslands. Á alþjóðavettvangi er nú farið með ísland eins og kenjóttan krakka, reynt að láta vel að því, meðan beðið er eftir þvi að oþekktarpúkinn fari úr ríkisstjórn landsins. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. 18 FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.