Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 8
snúizt. Tekjur útflutnings-framleiðslunnar entust
ekki lengur til þess að gjalda hið sama kaupgjald
sem fyrr. Islenzkar vörur urðu of dýrar til þess að
þær gætu selzt á erlendum markaði, ef þær áttu
að bera það kaupgjald, sem vísitalan sagði til um.
Eitthvað hlaut undan að láta. Eðhlegt hefði mátt
virðast að segja vísitölunni, þessan nýju viðbót við
hagkerfið, upp vistinni. Hún hafði verið ráðin til
starfa undir vissum forsendum, og nú voru þær
brostnar. Þótt hún væri meinlaus, meðan verð-
hækkanir — og kauphækkanir — ínnanlands höfðu
ekki við verðhækkunum íslenzkra afurða á erlend-
um markaði, var ekki þar með sagt, að hún væri
til nokkurs nýt, þegar þetta hafði snúizt við.
Þessa leið mátti ekki fara. Nú hafði skapazt
einskonar átrúnaður á vísitöluna sem verndara laun-
þeganna, árás á hana var orðin hið sama og árás á
velmegun alþýðu landsins. Mönnum gleymdist
það, sem þó hlýtur að vera grundvöllurinn fvrir
öllum kaupgreiðslum, að peningarnir eru aðeins
ávísanir á verðmæti. Emstakhngur, sem gefur út
ávísun, sem engin ínnstæða er fynr, fer strax að
hlusta eftir því, hvort ekki sé farið að marra í
tukthúsdyrunum. Verði hinu opinbera peninga-
valdi hin sama yfirsjón á, þarf það ekki að óttast
neina hegningu. Hún lendir á þeim, sem taka við
ávísununum. Verðmæti þeirra verður þeim mun
minna, sem ínnstæðan er minni. A þetta hefir
áður venð bent bæði af mér og mörgum öðrum á
undan mér, en það verður að halda áfram að hamra
á því, þangað til allir kunna það eins vel og faðir-
vonð, eða betur.
Verðþenslan, sem þjakað hefir fjármálum þjóð-
arinnar síðan á ófriðarárunum, á sér margar orsak-
ir, og til þess að lækna hana, þarf ekki að stinga
á einu kýli, heldur mörgum. Einn öflugasta banda-
mann sinn á hún í vísitöluátrúnaðinum. Vorið
1550 var reynt að taka djarflega á þessum vanda
með gengisfellingunni, en brátt sótti í sama horf-
ið. Vísitölubinding kaupgjaldsins átti ekki hvað
minnstan þátt í að koma í veg fyrir, að gengislækk-
unin næði tilgangi sínum.
Til þess að þurfa ekki að horfast í augu við
staðreyndirnar um raunverulegt gengi krónunnar
og til þess að komast hjá því að stugga við vísitöl-
unni, hefir styrkjaleiðin verið valin. En styrkirnir
þýða nýja skatta, skattarnir þýða aukna dýrtíð í
landinu, aukin dýrtíð þýðir hærri vísitölu fram-
færslukostnaðar, hærra kaupgjald, hærri stvrki,
hærri skatta, aukna dýrtíð o. s. frv. í luð óendan-
lega.
* * *
,,Skattarnir þýða aukna dýrtíð, . . . aukin dýr-
tíð þýðir hærri vísitölu framfærslukostnaðar". Þar
kom ég fallega upp um mig, að fylgjast ekki með
almæltum tíðindum. Hafði ég þá aldrei frétt af
því, að á þessu án hafa meiri nýir skattar verið
lagðir á þjóðina en nokkru sinni fyrr, og hafði
ég ekki nývenð heyrt einn af valdamestu mönnum
þjóðarinnar skýra frá því, að dýrtíðin í landinu hefði
aðeins aukizt um 4 vísitölustig eða sem næst 2 °/Q ?
Hafði ég ekki heyrt sama valdamann segja, að þessi
óverulega hækkun stafaði að langmestu leyti af
verðhækkunum erlendis? Jú, raunar hafði ég heyrt
allt þetta, en ég liafði einnig á sínum tíma heyrt
það, sem Púlli sagði: ,,Engin dýrtíð á Vopnafirði.
Allt skrifað“. Og hagspekina í hvorutveggja hafði
ég lagt nokkuð að jöfnu.
Mönnum eru sagðar margar fáránlegar sögur
úr fjarlægum löndum, og sjálfsagt mætti telja ein-
hverjum trú um það, að austur í Kína væri unnt
að leggja á neyzluvörur þjóðarinnar nýja skatta,
sem næmu uppundir 10% af þjóðartekjunum, án
þess að það yki dýrtíðina svo að neinu næmi. En
hitt er næsta furðulegt, að íslenzkum almenningi,
sem skattana verður að bera, sé ætlaður sá andlegi
sljóleiki að hafa ekki orðið þess var, að byrðarnar
hafa verið auknar.
Nær vissu þér svo heimskan hest,
hann mundi fyrir sverja,
þegar fram keyrður másar mest,
menn séu til, sem berja?
* * *
Sannleikurinn í málinu er sá, að hinir vísu feð-
ur hafa ekki fundið ncina nýja skatta, sem séu
8
KIUÁLS VERZLUN — FYLOIRIT