Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 2
hins innra verðmætis seðlanna eða skiptimyntar-
innar, sem allir sækjast eftir peningum. Hver er
þá ástæðan? Já, víst er það skrýtið, en samt er það
satt, að þrátt fyrir alla fyrirlitningu á milliliðun-
um, er það einmitt vegna milliliðs-hugtaksins sem
í peningunum býr, vegna hins þrí-eina hlutverks
þeirra sem milliliðs allra nnlliliða, sem þeir þykja
eftirsóknarverðir.
Mig langar til að fara nokkrum orðum um það,
hvernig peningunum tekst að leysa þetta þrí-eina
hlutverk á íslandi í dag.
Um peninga sem gjaldmiðil er óþarft að fjöl-
yrða. Hagræðið liggur í augum uppi, engum dett-
ur í hug að koma inn á ísbar í Austurstræti og
hiðja um ís fyrir eina vel róna sjóvettlinga. Það væri
jafn árangurslaust fyrir ungan mann úr sveit að
koma með margra ára safn af hagalögðum til gu 11-
smiðs í sömu götu og bjóða það sem greiðslu fyrir
trúlofunarhringa. Jafnvel Áfengisverzlunin myndi
ekki taka við hákarli eða vel kæstn skötu sem
greiðslu fynr svarta dauða. Allir þessir aðiljar vilja
■peninga. Einhver kynni að svara mér því, að ég sé
að tala um ástandið í Reykjavík, sem bæjarbarn
þekki ég ekki til úti á landi. Þar sé í hverju kaup-
túni verzlanir sem myndu veita alla þessa fyrir-
greiðslu (nema náttúrlega þá með svarta dauð-
ann). Satt er það. En þótt mikill hluti af við-
skiptum þeirra fari ennþá fram án þess að nokkur
peningur fari á milli kaupanda og seljanda, er pen-
íngahugtakið Jió allsstaðar nálægt, bæði við ínn-
sknft og úttekt.
Ég minntist lauslega á það, hvernig pemngarnir
hafa verið að missa persónuleika sinn, hvernig gull-
peningurinn hefir flúið af hólmi fyrir peninga-
seðlinum, sem upphaflega var ávísun á gull, og
hvernig sá seðill hefir orðið að víkja fyrir réttum
og sléttum peningaseðli, sem ekki er neitt annað,
og fynr skiptimynt, sem lítið mnra verðmæti hef-
ír. Samt erum við í okkar stétt að stritast við að
gera peningana ennþá ópersónulegn, með því að
láta sem mest af þeim hætta að hreyfa sig sem
sjálfstæðar verur, mynt eða seðla. Til þess að
koma þessu fram fundum við upp tékka og víxla.
Og jafnvel úr tékkanum og víxlinum sjúgum við
blóðið með því að gcra þá að millifærslum, hvenær
sem við sjáum okkur færi á. Allir, frá rónum að
ríkisstjórn, reyna að toga peningana út frá okkur,
en við togum á móti og erum ekki ánægðir, fyrr en
þeir hafa breytzt í tölu á bók, helzt inneign á
hlaupareikmngi eða spansjóði. En reiptog er erfið
íþrótt, ekki sízt fyrir þcnnan fámenna hóp, sem
hefir það að atvinnu að verzla með hugtök. Það
hefir því viljað halla á okkur í þessari viðureign við
alla þjóðina, eins og seðlaveltan og aukning út-
lánanna sýna.
Að öllu gamni slepptu hygg ég þó, að bank-
arnir geti enn margt gert til þess að auðvelda hlut-
verk peninganna sem gjaldmiðils meira en enn er
orðið. Tékka-viðskipti standa enn á of lágu stigi
í íslenzku þjóðfélagi og þar bíða okkar viðfangs-
efni. Bæði opmberar stofnanir og aðrir aðiljar eyða
óhemju fé 1 ínnheimtu á mánaðarlegum gjöldum
og öðrum greiðslum, þar sem gjalddagi og upphæð
er vitað með nokkuð löngum fyrirvara. Það ætti
ekki að vcra óvinnandi vegur fyrir bankana að ann-
ast ýmsar af þessum innheimtum og greiðslum,
öllum aðiljum til hagræðis og sparnaðar. Ég vil þó
taka það fram, að hugmyndir mínar í Jiessu efni
eru ckki svo stórfelldar, að mér detti í hug að unnt
sé að afmá úr þjóðfélaginu hina Jiolinmóðustu og
marghrelldustu allra stétta, rukkarana, enda er vítt
athafnasvið framundan, áður en að þvf kemur.
Nú er vert að snúa sér að hinu næsta hlutverki
pemnganna, því að hjálpa mönnum til þess að
geyma leifar dagsins í dag til morguns, það sem
þeir spara í ár til síðari ára. Þegar við ræðum um
þetta hlutverk, höfum við tilhneigingu til þess að
tala aðeins um sparnaðinn, geymslu verðmætanna,
en raunar eru á þessu máli tvær hliðar, eins og
svo mörgum öðrum. Þeir, sem hlut eiga að máli,
væru því raunar fegnastir, að við gleymdum hinm
hliðinni, því að hún er sú, að varðveita skuld-
bindingar þeirra, sem einhverntima færðust meira
í fang en Jieir voru borgunarmenn fynr og J)ví urðu
að taka fé að láni.
Þótt þessi síðari tilhugsun hljóti að vera öllum
FRJÁLS VliRZLUN — FYLGIRIT
o