Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 27
Kœrleiksheimili styrkjastefnunnar Snemma í maí 1957 voru hér á ferð þrír full- trúar frá OEEC — Efnahagssamvinnustofnun Evrópu — í París. Tilefm heimsóknarinnar var undirbúningur sá, sem hafinn er innan stofnun- arinnar að því að koma á svokölluðu „fríverzlun- arsvæði Evrópu“. Attu þeir fólagar að kynna ís- lenzkum stjórnarvöldum viðhorf stofnunarinnar og horfur í málinu og jafnframt að fræðast um við- horf stjórnarvaldanna hór og um hin sórstöku vandamál, sem kunna að rísa í sambandi við þátt- töku Islands, ef úr henni verður. Hór má fara fljótt yfir sögu um eðli fríverzlunar- svæðisins og örðugleika við að koma því í kring, enda hygg óg, að ýmsir áheyrendur mínir í dag hafi hlýtt á hið ágæta erindi, sem Mr. Cahan, formaður sendinefndarinnar frá OEEC, flutti um það efni í háskólanum. Fríverzlun og sameiginlegur markaður Læt óg mér nægja að nefna, að með fríverzlunar- svœði Evrópu er stefnt að því, að þátttökuríki OEEC afnemi sín á milli tolla og önnur viðskipta- höft, hvert fyrir annars framleiðslu. Þessu má ekki rugla saman við hinn sameiginlega Evrópumarkað, sem einmg er nú mjög á dagskrá. Sex af þátttöku- ríkjum OEEC — Frakkland, Þýzkaland, ítalía og Beneluxlöndin þrjú, — undirrituðu í marz sátt- mála í Róm um sameiginlega markaðinn. Þar er um að *ræða algert tollabandalag — þessi sex ríki verða smám saman eitt tollsvæði — og ýmislega mjög nána fjárhagslega og pólitíska samvinnu aðra, enda fer það ekki dult, að þarna er beinlínis verið að stíga nýtt skref í áttina að því að koma á ríkja- sambandi rndli þessara sex landa. Fríverzlunarhugmyndin gengur miklu skemmra, en nær jafnframt til miklu fleiri ríkja. Þar er að- eins um að ræða nánari efnahagssamvinnu en áð- ur í beinu áframhaldi af fyrri viðleitni OEEC í þá átt. Hvert þátttökuríkjanna verður jafn óbund- ið og áður um afstöðu sína gagnvart þeim ríkjum, sem utan samtakanna standa, fer t. d. alveg að eigin geðþótta um það, hvort það hefir tolla sína háa eða lága. Ymisleg vandamál hafa komið fram við undir- búning málsins, og hafa sórstakar nefndir venð skipaðar til þess að reyna að fmna lausn á tveim- ur þeirra. Annað er það, hvort landbúnaðar- og fiskiafurðir eigi að fá sórstaka meðferð og e. t. v. að vera að einhverju eða öllu leyti undanþegnar ákvæðunum um fríverzlun. Hitt atnðið snertir þátttöku þeirra ríkja innan OEEC, sem skemmst eru á veg komin í efnahagsþróun og þá einkum iðnvæðingu. Stefnan er sú að leita að leiðum til þess að þau þurfi ekki að verða utangátta, enda þótt staða þeirra só þanmg, að þau geti eklu tekið á sig allar hinar almennu skuldbindmgar að sama skapi eða jafnfljótt og aðrir. Það er þá og til athug- unar, að hve miklu leyti og hve fljótt þau geti notið hlunnindanna. Sérstök vandamál Islands Það er ljóst, að þessi vandamál snerta ísland — og það jafnvel meira en nokkurt annað þátttöku- ríki. Annars vegar er um það að tefla, hvort svo að segja allur útflutnmgur fslands eigi að falla und- ir samningsákvæðin eða ekki, hins vegar um stöðu þeirra ríkja, sem erfiðast eiga með að verða öðrum samferða um gagnkvæmar skuldbindmgar. Því er ekki að leyna, að þar hefir Island ævinlega verið framarlega í flokki. f leitinni að heppilegri lausn fyrir fsland kem- ur ákaflega margt til greina og mörg flókin atriði þarf að kanna, áður en dómur er kveðinn upp um það, hvað okkur sé hentast. Hór er ekki tækifæri til að taka til meðferðar nema eitt þessara vanda- mála, en óg vd mjög hvetja menn til umhugs- unar og opinberra umræðna um sem flestar hliðar málsins. Afgreiðsla þess ætti ekki að bíða neinn FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.