Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 36
Reynslan ólygnust um árangur En reynslan er ólygnust um það, hvort stoin- uninni hefir orðið nokkuð ágengt. Eins og ég hefi nefnt var fyrsta verkefnið það að skipta Marshall- fénu og uppfylla skilyrðin fyrir því, að það var veitt. En þegar það var orðið ljóst, að unnt var að ná árangri með góðum samstarfsvilja, var samþykkt að stofnunin skyldi halda starfi sínu áfram eftir að þessu fyrsta verkefni væri lokið. Sumum finnst, eins og oft vill verða, of hægt farið, einkum þeim, sem óska að sjá Evrópu sameinaða í ein bandaríki sem allra fyrst. Þeir, sem fáanlegir eru til að sýna þróun málanna nokkru meiri þolinmæði, munu þó ekki neita því, að töluverður árangur hafi náðst. Ég hefi minnzt á afnám innflutningshafta. Þótt nokkrar undanþágur hafi verið veittar frá settu marki, vegna fjárhagsörðugleika í einstökum ríkj- um, er árangurinn yfirleitt mjög góður. — Greiðslubandalag Evrópu var stofnað 1950. Það hefir orðið til mikils hagræðis, því að nú er hverju þátttökuríki nóg að halda greiðslum sínum í jafn- vægi gagnvart hinum þátttökuríkjunum í heild, og þarf ekki að hugsa um jafnkeypisaðstöðu gagn- vart hverju einstöku landi, eins og áður var. Á þessu sviði er markmiðið hins vegar það að reyna að koma á algerlega frjálsum gjaldeyrisviðskiptum nulli þátttökuríkjanna, þótt það hafi ekki tekizt enn. Enn eitt spor í rétta átt er European Producti- vity Agency — ,,Framleiðni“-stofnunina held ég að þeir kalli það á íslenzku. Þótt nýyrðið ,,fram- leiðni“ sé herfilega ljótt, er starfsemin gagnleg, — hún miðar að betri verknýtingu, en það er aftur eitt aðalskilyrðið fyrir því, að allur almenningur megi öðlast betri lífskjör. íslendingar hafa þegið margar leiðbeiningar frá þessari stofnun. Lausn oliumálsins Eitt dæmi enn vil ég nefna. Þegar olíuflutning- ar um Sóezskurðinn lögðust niður í sambandi við deiluna við Nasser, var fyrirsjáanlegur olíuskortur 1 Vestur-Evrópu. Efnahagssamvinnustofnunin brá skjótt við og skipaði sérstaka nefnd í málið í sam- ráði við helztu olíufélögin. Nefnd þessi hafði á hendi skiptingu milli þátttökuríkjanna á þeirn olíu, sem kostur var á, og er því viðbrugðið, hve vel hún hafi leyst verkefni sitt. Þessu máli var ekki veitt mikil athygli hér á landi, því að við ausum okkar olíu ór öðrum lindum, svo sem kunnugt er. Enn mætti minnast á margar hliðar á starfsemi stofnunarinnar, svo sem undirbúninginn að sam- vinnu um notkun kjarnorku til fnðsamlegra þarfa. Annað stórmál, sem ég hefi ekki vikið að hér, er undirbúningurinn að fríverzlunarsvæðinu. Það mál hefir verið nukið rætt að undanförnu bæði í blöð- um og útvarpi, og mun flestum hlustendum því að nokkru kunnugt. Sigur OEEC á lönclunarbanninu Einhvers staðar verður staðar að nema, en áður en ég lýk máli mínu vil ég minnast örfáum orð- um á stöðu Islands í efnahagssamvinnu Evrópu. Stofnunin hefir alltaf reynt að sýna þeim þátttöku- ríkjum skilning, sent af óviðráðanlegum ástæðum hafa átt örðugt með að uppfylla allar almennar skuldbindingar. Einkum hafa Tyrkland, Grikk- land og Island oft orðið að biðja um sérstakar und- anþágur. Einhliða framleiðsla íslands og ónógur markað- ur fyrir afurðir þcss hjá þátttökuríkjunum hefir gert okkur erfiðara fynr en flestuin öðrum að gera verzlunma frjálsa. Löndunarbanmð í Bretlandi gerði og sitt til. Það tókst að vekja áhuga manna í stofn- uninni fyrr lausn þess máls, og það var af öllum talinn mikill sigur fyrir efnahagssamvinnu Evrópu, það tókst að stærsta þátttökuríkisins innan vebanda stofnunar- innar, — og að leysa hana sent deilu tveggja jafn- rétthárra aðilja, án tillits til stærðarhlutfalla ntilli þeirra. Hættulegur reiðskjóti Ég nefndi, að Islendingum hafi verið sýndur skilningur og veittar undanþágur frá almennum reglum. Ég óttast það mest, að við höfum notað leysa þessa deilu minnsta og 3ö FRJÁLS VKRZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.