Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 40
árum mjög miklu venð áorkað. Kvótar og inn- flutmngshöft eru nú að mjög miklu leyti horfin af þessu svæði, — þótt nokkrum aðiljum hafi verið veittar undanþágur. Má t. d. nefna einn aðilja, sem hefir fengið stórar undanþágur, máske vegna þess, hve smár hann er frá heildarinnar sjónarmiði, — fsland. Annar syndaselur hefir ekla syndgað eins mikið á móti reglunum í hlutfallstölum, en veldur miklu meiri vandræðum fynr hin þátttöku- ríkin. Það er Frakkland. Þegar kvótarnir og innflutningshöftin voru far- in að hverfa að mestu og greiðslur milli þátttöku- ríkjanna fóru að komast í viðunandi horf, tóku menn innan OEEC að leita fyrir sér um frekari framsókn til viðskiptafrelsis, og þá urðu tollarmr næst fyrir. En hér var sótt fram á tvennum víg- stöðvum, ef svo mætti segja — og er þá raunar sleppt umtali utn hinar þriðju, GATT (General Agreement on Trade and Tariffs), sem starfar á vegum S.Þ. og eitthvað hefir orðtð ágengt, a. m. k. um stöðvun tollahækkana. Hinar tvær vígstöðvarnar eru annarsvegar ,,Sam- etginlegi Evrópumarkaðurinn“ og hinsvegar ,,Frí- verzlunarsvæði Evrópu“. Hór þarf að greina vand- lega á milli. „Sameiginlegi Evrópumarkaðurinn“ eða ,,Efna- hagsbandalag Evrópu' ‘ (European Ecphomic Com- munity) er tollabandalag 6 ríkja — Frakklands, Þýzkalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Luxem- burgar. Sáttmálinn um bandalagið gekk í gildx um síðustu áramót. Á næstu i 2—1 5 árum etga banda- lagsríkin smám saman að afnema alla tolla hvert gagnvart öðru og færa tolla sína út á við í það horf, að þeir verði þetm allir sameiginlegir, — frá þessu sjónarmiði verða þau eins og eitt land. Þau hafa og komið á sameiginlegum stofnununi, sem hafa úrslitavald tnnan síns valdsvtðs, og enginn hef- ir neitunarvald eins og t. d. í OEEC. Aðalnefnd- in er ráðherranefnd, en allmörgum öðrum sameig- tnlegum stofnunum er komið upp. Efnahagsbandalagið er þáttur í pólitískri hreyf- ingu, sem uppi hefir verið um miklu nánara sam- starf þessara 6 ríkja. Kola og stálstofnunin og Euratom (til friðsamlegrar nýtingar kjarnorku) eru tvær aðrar greinar þessarar samvinnu. Ein hin mik- ílsverðasta: Evrópuherinn, sem Frakkar áttu tillög- una að, strandaðt loks á því, að þeir staðfestu sjálf- tr ekla sáttmálann. Fríverzlunarsvœðið er hugsað sem miklu lausari samtök og meira í beinu framhaldi af starfsemi OEEC. Hugsunin er sú, að öll þátttökuríki í OEEC afnemi smámsaman (á 12—15 árum) alla tolla sín á milli af vörum, sem framleiddar eru á fríverzlunarsvœðinu, en gagnvart löndum utan fn- verzlunarsvæðtstns só þeim frjálst að ákveða þá tolla, sem þeim sýnist, — og geta þetr þá orðtð mjög mismunandi hjá þátttökuríkjunum. Hór er ekkt stefnt að svtpað því eins náinni samvinnu etns og í tollabandalagtnu, og enginn framtíðar- draumur um Bandaríki Evrópu, sem upp úr frí- verzlunarsvæðtnu etgt að rísa. Á hinn bógtnn nær það ttl rniklu fleiri aðilja en tollabandalagtð. Bæðt fríverzlunarsvæðið og tollabandalagið byggjast á þessari sameigtnlegu grundvallarhugs- un: Með því að skapa stórt, tolla- og haftalaust svæði, skapast möguleikar fyrir betri verkaskipt- ingu innan svæðisins. Sá, sem framleiðir einhverja vöru betur og ódýrara en aðnr innan svæðisins, get- ur gefið sig að því; einkum skapast skilyrðin til ódýrrar framleiðslu margra vörutegunda með stór- iðnaði, þegar markaðurinn stækkar. Það, sem menn ciga von á að gerist innan tollabandalagsins og á fríverzlunarsvæðinu er því hið sama, sem gerzt hefir í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Risafyrir- tæki safna auð og gróða, — en sá sem græðir mest er þó neytandinn, sem vegna ódýrari framleiðslu- hátta fær betri varning fyrir lægra verð. Þar með er stefnt að hinni einu sönnu kauphækkun. Vegna betn verkaskiptingar, betri starfshátta, fær hver vinnandi maður meira í sinn hlut, ekki aðeins í penmgum, heldur í hverjum þeim lífsþægindum, sem við verði má kaupa. Það má fá skjótan samanburð á þessari stefnu, sem óg var að lýsa, og forsjár- og afskiptastefn- unni með því að breyta einu orði í gömlum máls- hætti. 40 FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.