Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 2

Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 2
Ólcrfur Björnsson, próf.: Aukin framleiðni er undirslaða aukins kaupmátfar launa Við íslendingar höfum jafnan hælt okkur af þeim miklu framförum, sem átt hafi sér stað hér á landi síðustu áratugi, en einkum þó síðan seinni heims- styrjöldinni lauk. í almennum umræðum um þessi efni virðist og gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut, að allt tímabilið frá aldamótum liafi verið tímabil örra framfara á sviði tækni og efnahagsmála, jafnvel meiri framfara en dæmi séu um í öðrum löndum. Nú getur það út af fyrir sig verið nokkurt álita- mál, hvaða mælikvarða beri að leggja til grund- vallar, þegar talað er um framfarir. í hverju eru raunverulegar framfarir fólgnar? Hvað þetta atriði snertir virðist sú skoðun al- menn, að framfarir séu fyrst og fremst fólgnar í miklum verklegum framkvæmdum, þannig að mæli- kvarðinn á framfarirnar sé sá hluti þjóðarteknanna, sem hverju sinni er varið til fjárfestingar af ýmsu tagi, svo sem bygginga, skipasmíða, vega og brúar- gerða o. s. frv. Ef þessi mælikvarði er notaður er ekki vafi á því, að á þeim tíma sem liðinn er frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk, ættu að hafa átt sér stað meiri framfarir á íslandi en sennilega í nokkru öðru Evrópulandi, þar sem stærri hluta af þjóðar- tekjunum hefir hér verið ráðstafað til fjárfestingar að jafnaði en dæmi munu til í nokkru öðru þeirra landa. En aðrir mælikvarðar en þessi koma hér einnig til greina. Fjárfesting eða verklegar fram- kvæmdir eru ekki markmið í sjálfu sér, hcldur er tilgangur þeirra auðvitað sá að skapa grundvöll fyrir bættum lífskjörum almenningi til handa. Að því leyti, sem framkvæmdirnar ná þessum tilgangi, þannig að árangur þeirra kemur fram í bættum kjörum, ætti það ekki að skipta meginmáli, hvor mælikvarðinn er notaður á framfarirnar. En hér á landi hefir þetta verið á annan veg á umræddu tímabili. Ef kaupmáttur launa ermotaður sem mæli- kvarði á þróun lífskjara almennings, verður niður- staðan allt önnur og óhagstæðari en ætla mætti með tilliti til þeirrar miklu fjárfestingar sem lagt hefir verið í á þessu tímabili. Alþýðusamband íslands licfir látið framkvæma rannsókn á þróun kaupmáttar launa á tímabilinu 1945—’59. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er sú, að sé litið á þetta tímabil sem heild, hefir kaup- máttur tímakaups verkamanna haldizt nær óbreytt- ur. Ef kaupmátturinn árið 1945 er talinn hundrað stig er hann samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinn- ar 99,8 stig 1959. Vegna ófullkominna upplýsinga um ýmis þau atriði, sem máli skipta fyrir kaup- mátt launanna, ber þó að taka niðurstöðum þessum með nokkurri varúð, en ekki er sérstök ástæða til þess að ætla, að kaupmáttaraukningin sé meiri en samkvæmt þessum niðurstöðum. Ekki verður því kennt um, að því er snertir þann lélega árangur, sem orðið hefir af kjarabar- áttu launþeganna, að samtök þeirra hafi látið sitt eftir liggja um það að knýja fram kaupgjalds- hækkanir, ef slíks var kostur. Ilækkun kaupgjalds hefir orðið meiri hér en sennilega í riokkru öðru Evrópulandi. En allar hafa þessar kauphækkanir „runnið út í sandinn“, þar sem verðlagið hefir liækkað til jafns við hið hækkaða kaup, þannig að árangur kauphækkananna hefir orðið sá einn að rýra verðgildi peninganna en kaupmáttur launa hefir haldizt óbreyttur. Hvað, veldur þessu? Á pólitískum vett.vangi er sú skýring oft gefin, að árangursleysi kaupgjalds- baráttu launþeganna sé því að kenna, að miður vinveitt stjórnvöld geri að þarflausu ráðstafanir til þess að ræna launþegana aftur því, sem þeir hafa áunnið í hækkuðu kaupi, með hækkun tolla, skatta, gengislækkunum eða áþekkum ráðstöfunum. Það er út af fyrir sig rétt, að slíkar ráðstafanir hafa að jafnaði siglt í kjölfar allra meiri háttar al- 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.