Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 3
mennra kauphækkana. Hitt er svo annað mál, hvort
þar hefir aðeins verið um að kenna glópsku eða
illvilja stjórnarvaldanna. Þeim, sem slíku halda
fram, væri hollt að kynna sér þróun þessara mála
á valdatímabili vinstri stjórnarinnar, er svo var
nefnd.
Vorið 1955 áttu sér stað, svo sem kunnugt er,
10% almennar kauphækkanir að loknu langvarandi
verkfalli. Þetta hafði þau áhrif á hina stjórnmála-
legu þróun að stofnað var til kosninga sumarið
1956 og var vinstri stjórnin mynduð eftir þær kosn-
ingar. En fengu launþegarnir þá að halda þeim
kjarabótum, sem áunnizt höfðu með verkfallinu
1955? Nei. — Vinstri stjórnin liafði aðeins verið
við völd fáar vikur þegar sett voru bráðabirgðalög
þess efnis, að hækkun vísitöluuppbóta um 6 stig,
sem taka átti gildi þá samkv. gildandi kjarasamn-
ingum skyldi ekki koma til framkvæmda. Um næstu
áramót, eða í desember 1956, voru svo stórhækkuð
aðflutningsgjöld og námu þær nýju álögur a. m. k.
150—200 millj. kr. Hálfu öðru ári síðar, eða vorið
1958, var svo sett ný efnahagsmálalöggjöf, eða
„bjargráðin“ svonefndu, en aðalefni þeirrar lög-
gjafar var raunveruleg gengislækkun, er nam urn
36%.
Auðsætt er, að þegar saman eru talin áhrif þess-
ara aðgerða, verður lítið eftir af þeim kjarabótum,
er áunnust með verkfallinu 1955. Engin ástæða er
til þess að ætla, að þeir, sem sæti áttu í vinstri
stjórninni, hafi gert leik að því að gera að engu
árangur þess verkfalls, er lyft hafði stjórninni til
valda. Hið sanna í málinu var, að grundvöll skorti
fyrir því, að þær kauphækkanir, er um var sarnið
vorið 1955 gætu orðið raunhæfar kjarabætur. Vinstri
stjórnin stóð því í sömu sporurn, sem svo margar
ríkisstjórnir aðrar hafa staðið á umræddu tímabili,
að urn það var að velja, að gera ráðstafanir er hefðu
í för með sér skertan kaupmátt launa, eða láta út-
flutningsframleiðsluna stöðvast að meira eða minna
leyti. En hverjar eru þá grundvallarorsakir þess,
að launþegarnir hafa orðið að láta sér nægja óbreytt
kjör á þessu tímabili, á sama tíma og lauuakjör
hafa batnað verulega í nágrannalöndum okkar?
Meginorsökin er sú, að efnahagskerfið hefir ekki
örvað þá sem framleiðslutækin reka og eiga, til
þess að auka framleiðsluna og bæta rekstur sinn,
heldur hefir þetta jafnvel verið þvert á móti.
Þær veilur í efnahagskerfinu, sem þessu hafa
valdið, eru einkum þrenns konar:
í fyrsta lagi hefir verðlagið verið svo úr skorðum
fært, að það hefir ekki verið réttur mælikvarði á
það, hvers konar framleiðslustarfsemi sé afkasta-
mest frá þjóðfélagslegu sjónarmiði. Má þar m. a.
nefna hina röngu gengisskráningu sem dæmi.
í öðru lagi hefir uppbótakerfið, eins og það hefir
verið framkvæmt, lamað framfaraviðleitni í at-
vinnurekstrinum. Atvinnurekendur hafa orðið að
gera ráð fyrir því, að lækkun framleiðslukostnaðar
eða aukin framleiðsluafköst myndu ekki bæta hag
þeirra, heldur aðeins leiða til þess að uppbætur vir
ríkissjóði, þeim til handa, yrðu lækkaðar.
í þriðja lagi hefir ofsköttun fyrirtækjanna átt
sinn þátt í því að draga úr áhuga þeirra á bætt-
um rekstri og hindrað eðlilega fjármagnsmyndun
innan fyrirtækjanna.
Meðan ekki fæst ráðin bót á þessum atriðum, er
þess ekki að vænta, að lífskjör almennings hér á
landi batni. Það er að vísu hægt að knýja frarn
kauphækkanir, en meðan þeim er ekki skapaður
raunhæfur grundvöllur, mun sú saga endurtaka sig,
að þær „renna út í sandinn“.
Með efnahagsráðstöfunum þeim, er gerðar voru
á sl. vetri, var gert stórt átak í þá átt að bæta úr
þeim veilum í efnahagskerfinu, sem nefndar hafa
verið og hindrað hafa kjarabætur til handa almenn-
ingi hér á landi. Enn er of snemmt að spá um það,
hvort þessar aðgerðir muni heppnast svo sem til
var ætlazt. En undir ])ví verður það komið, hvort
þjóðin getur á næstu misserum horft fram á veg-
inn til betri efnahagsafkomu.
„Góði, hættu að hafa óhyggiur útaf afborguninni af lóninu."
FHJÁLS VERZLUN
3