Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 11

Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 11
venjulegar götur. Það er einstaklingum og þjóð- félaginu mjög mikilvægt, að þeir sem um lengri eða skemmri tíma hafa orðið undir í lífsbaráttunni, af einni eða annarri ástæðu, safnist ekki saman í heil hverfi, iieldur blandi sem mest geði við aðra. í þessu sambandi má minnast á atriði, sem er ekki alls óskylt, en það er sú staðreynd, að kjall- araíbúðir gegna allmikilvægu, þjóðfélagslegu hlut- verki. Þær eru ódýrari en aðrar íbúðir, og því býr þar að jafnaði fólk, sem hefur tiltölulega lágar tekjur, en þar með dreifist þetta fólk innan um hina, sem meira fé hafa á milli handanna, og er það vel. En þá er að sjálfsögðu átt við húsnæði í kjallara, sem stenzt nútímakröfur, það er að vera lítið niður- grafið, að íbúðarherbergin snúi í sólarátt og séu all- langt frá götu, og að sómasamlega sé frá öllu gengið að öðru leyti. Enginn þarf að skammast sín fyrir að búa í slíku húsnæði, en þó þykir betra að búa á liæðum, enda er kjallari oft bráðabirgðaviðkomu- staður þeirra, sem hugsa hærra. Þrátt fvrir það, sem hér hefur verið bent. á, verður að telja æski- legt, að kjallaraíbúðum fari smám saman fækkandi að tiltölu, enda hafa víða verið innréttaðar íbúðir í kjöllurum, þar sem hagkvæmni mælti á móti slíku. Um leið og reist hefði verið hæfilega mikið af áðurnefndu „bráðabirgðahúsnæði“, ætti að rífa alla bragga og skúra, sem búið er í, og ganga ríkt eftir því, að allt lélegt og heilsuspillandi húsnæði yrði í eitt skipti fyrir öll tekið úr notkun. Mætti hugsa sér að Reykjavíkurbær og aðrir kaupstaðir hefðu ekki annað íbúðarhúsnæði til leigu en hér hefur verið lýst og seldu því það, sem þeir nú eiga í fjöl- býlishúsum og víðar. Með skynsamlegri byggingarháttum, og þar með mun lægri byggingarkostnaði en verið hefur, standa vonir til, að langflestar fjölskyldur geti komið sér upp eigin húsnæði. Því enda þótt tiltölulega fleiri fjölskyldur eigi húsnæði hér á landi, en í flestum, ef ekki öllum öðrum löndum, þá þurfum við að setja markið enn hærra. Ýmsar eðlilegar ástæður geta leg- ið því til grundvallar, að fólk þurfi að leigja um lengri eða skemmri tíma, svo sem ungt fólk á fyrstu árum búskaparins. Á hinn bóginn standa vonir til, að þeim muni fara fækkandi, sem raunverulega þurfa á beinni hjálp hins opinbera að halda í þessu sam- bandi. Hætt er þó við, að þeir verði alltaf ein- hverjir, og þá væri mjög æskilegt að koma heildar- skipulagi á þessi mál í líkingu við það, sem lýst var hér að framan. Annars losnum við seint eða aldrei við braggana, skúrana og gömlu, niðurgröfnu kjallarana, sem mannabústaði. ★ Það skiptir miklu máli, í hvers konar umhverfi fólk býr, og hefur að nokkru verið bent á það hér að framan. Þannig má segja, til dæmis, að gatna- gerðin sé beint tengd húsnæðismálunum, enda þykja hús í mörgum löndum vart íbúðarhæf nema þau standi við fullgerðar götur. Er þá gengið frá öllu svo til samtímis — húsum, lóðum og göt- um, enda eru kaupendur húsanna látnir greiða beint fyrir það allt. Hér á landi hefur lengi ríkt sú venja, að menn Einbýlishús eiga iullan rétt á sér, þegar húseigendur eru látnir greiSa allan kostnað við lóða- úthlutun og gatnagerð FRJÁLS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.