Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 16
mannanna eru málmhvell, og tíðni þeirra minnir á
annríki dagsins. Fjallahringurinn er sveipaður furðu-
legum bláma, litblæ hins ævintýralega. Þessi tæra
birta, þessir mjúku, gagnsæju litir, þetta getur varla
verið veruleiki! Hér eru litir og birta, sem teiknar-
inn hefir ekki áður séð og heilla hugann. Hann
fellur í stafi. Veruleiki eða draumur? Hinir skáld-
legu þankar eru truflaðir, þar sem hann stendur
hugsi og virðir fyrir sér bæinn og umhverfið. Það
er klappað á öxl húmoristans frá Smálöndum, því
frægð hans í síldarbænum er þegar orðin mikil.
„Svensker?“
„Javisst!“
Það er spurt, hvort liann vilji vera svo góður að
koma og fá einn dramm. Nokkrir Islendingar og
Norðmenn ætla að gera sér dagamun.
Það má gcra ráð fyrir, að Engström hafi langað
mest til að taka upp liti sína og teikna fjörðinn,
þannig laugaðan í liinni tæru sumarbirtu, og það
má gera sér í hugarlund, að freistingin og staðfest-
an hafi háð snarpa sennu í hugskoti hins slynga
húmorista nokkur andartök, en auðvitað fór hin
fyrrnefnda með sigur af hólmi!
Það er sezt inn í stofu, sennilega stássstofu, og
glös tekin fram. Hin íslenzka gestrisni er söm við
sig. Það á ekki að gera það endasleppt við mig hér
í firðinum; þannig er líklegast að liinn drátthagi
Svíi liafi liugsað! Maður hefir sannarlega átt góða
daga hér í Siglufirði! Gestgjafinn Wedin er ætíð
sami höfðinginn og Goos sömuleiðis. Engström hefir
átt ánægjulegar stundir með þeim Guðmundi Hall-
grímssyni héraðslækni, séra Bjarna Þorsteinssyni
sóknarpresti og tónskáldi, ennfremur Hafliða Guð-
mundssyni hreppstjóra. Hann hefir rætt við helztu
síldarmenn staðarins, þá Söbstad, Bakkevig, Jacob-
sen og Tynes og marga fleiri. Þetta eru „gúbbar“,
sem gott er að tala við.
Iíann hefir farið í fjallgöngu og indæla útreiðar-
túra suður í fjörðinn, „lautartúra“, eins og þeir
voru nefndir í þá daga, ásamt fyrirfólki staðarins.
Þar í faðmi fjallanna var áð og drukkið portvín,
og svo var farið í leiki. Ennfremur hefir hann farið
á síldveiðar og handfæraveiðar, farið í hnefaleik,
sagt sögur úr Smálöndum, teiknað lítils háttar, og
„brandararnir“ hafa fokið af honum. Og á milli
alls þessa hefir púnsið og koníakið streymt niður
kverkarnar og sent yl út í fingurgómana og niður
í tær.
Það er svo sem nóg að skrifa um þegar heim
kemur og nógir „brandarar“ í gamanblaðið „Strix“,
þegar gruggið er sezt af þessu öllu, sem maður
hefir heyrt og séð! Og þá er bara að strá kryddi
fyndninnar á allt saman, svo bragðið finnist af
réttunum!
„Jo jag tackar“, það er ekki hægt að slá hendi
á móti glasi af góðu koníaki, og góðra vina fundur
fæðir jafnan af sér nokkra brandara í safn hins
snjalla húmorista.
„Skál i stuen!“ glösin klingja, og það er setið og
spjallað um síldina og heirna og geima góða stund.
Allir eru góðglaðir, þegar risið er úr sætum. Að lok-
um segir svo hinn gestrisni húsbóndi við Svíann:
„Má ekki bjóða hr. Engström hálft staup af
koníaki til?“
Engström leikur nú á als oddi, og hann kann vel
að rneta það, sem vel er boðið. Hann svarar hárri
röddu, sem er þrungin hinum sérstæða sænsk-eng-
strömska húmor, eins og hann gerist beztur suður
í Smálöndum:
„Mér er sama livað þér kallið það, bara ef ég
fæ staupið fullt!“
Landnám Svía í Siglufirði hafði heppnazt. Salt-
síldarverzlunin komst á þeirra hendur. Og frægð
Siglufjarðar hafði aukizt til stórra muna. ITéðan
í frá myndu margir vel upplýstir Svíar þekkja
Siglufjörð og sögueyjuna að einhverju leyti. Svo
er fyrir að þakka norðlenzku síldinni. En fleiri eiga
hér þakkir skilið. Höfðingsskapur John Wedins
stuðlaði einnig að frægð staðarins. Og hið sama
gerði þessi gestur hans og landi, ekki hvað sízt. Og
kannske hefir enginn aukið hróður Siglufjarðar,
utan landssteina, í ríkari mæli en hinn lipri og
gáskafulli pcnni húmoristans Alberts Engströms.
(Eftirprentun bönnuð.)
16
FRJÁLS VERZLUN