Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 20

Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 20
það er eins og allt gegnsýrist af þeirri naenningu, sem þarna hefur risið hvað hæst með evrópskum þjóðum. Eg kom einnig í Schubertpark, lítinn skemmti- garð eða öllu heldur leikvöll, en þar voru í fyrstu grafnar jarðneskar leifar þeirra Schuberts og Bcet- hovens. Síðar vildu einhvcr stórmenni láta svo lítið að flytja þá félaga í heldri manna grafreit, — og hefur maður einhvern veginn á tilfinningunni, að þcim hafi ekki verið meira en svo um þann flutn- ing. III. Ég var á förum frá Vín, taldi mig hafa skoðað það lielzta í borginni, farið í 4 tíma bílferð um Vínarskóga, þar sem Jóhann Strauss samdi sína frægu valsa. Einn þeirra samdi hann svo „þéttur“, að honum sýndist Dóná blá! Verð ég að segja, að til þess þurfa áfengisáhrif að vera komin á nokkuð hátt stig, eftir að hafa séð lit hennar með eigin augum. En eitt átti ég eftir að skoða, sem ég vildi fyrir engan mun missa af, það var að vera viðstaddur sýningu í Spánska reiðskólanum í Vín. Tókst mér með herkjum að ná í miða á sunnudagssýningu 18. september, og þar voru sýndir hinir glæstu gæð- ingar af Lipizzanerkyni, en þeir eru ættaðir frá Andalúsíu á Spáni, komnir þaðan til Austurríkis fyrir mörg hundruð árum. Þessir gæðingar voru nú látnir sýna listir sínar fyrir troðfullu húsi áhorf- enda. Voru leikin hin ágætustu tónverk með þessu, því bæði var dansaður ballett, og stokkin hin erf- iðustu stökk, sem of langt mál væri að rekja hér. Var þetta mjög skemmtileg sýning og henni vel tekið af áhorfendum, sem voru hvaðanæva að úr heiminum, því heimsókn í Spánska reiðskólann er meðal þess, er ferðamaður má ekki sleppa í Vín. T. d. var þarna Arabi einn í skikkju sinni, og sýnd- ist mér á karli þeim, að hann væri líklegur til að eiga engu færri hross en þeir vinir mínir í Húna- vatnssýslunni, sem flest hross eiga. ★ Fimm daga dvöl í Vín var lokið. — Þota frá SAS beið farþega sinna til Kaupmannahafnar, — ég greip til síðasta shillingsins, keypti kort og sendi heim: Er á förum frá Vín eftir fimm dásamlega daga Tómas Guðmundsson: Vísnabrol fil bókamanns Mörg bók, sem efldi traust og táp í raunum hlaut tortímingu og gleymsku að þjóðarlaunum, en til er einnig ævintýri það, að gamalt kver, sem eyðing elti á röndum, varð aftur veglegt djásn í góðum höndum og hlaut á réttri hillu samastað. Og stærra lán ei verður bókum búið. Þær bera með sér, hverju er að þeim snúið, og vitna í öllu um viðmót eigandans. Og enginn haldi, að bækur láti blekkjast Af bók og vinum maðurinn skal þekkjast, því hvort um sig ræðst eftir eðli hans. Og oss er tjáð, að einnig síðast liafni vor eigin saga í drottins bókasafni, og þar kvað vera sitt af hvoru að sjá. En hvort mun þar þann höfund skorta hylli, sem hefur sína lífsbók skráð af snilli, og hvorki tryggð við bók né vini brá? — Aida, Fidelio, Grímudansleikur, André Chénier og ballett í Staatsoper — mestur kúltúr, beztur mat- ur, kurteisast fólk og Spánski reiðskólinn — hver getur krafizt meira? FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.