Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 22
Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, er mikil hafnarborg
fæddu, en þeim Iauk þó með fullum sáttum. Hafa
Maoríarnir nú full borgararéttindi á öllum sviðum,
enda er þá að finna í öllum stéttum.
Norðurey, en svo er nyrðri aðaleyjan kölluð, er
nokkru stærri en ísland og þar búa meira en %
hlutar hlutar íbúanna. Þar á meðal nær allir Maorí-
arnir. Nær 400 km langur skagi gengur norður úr
landinu og sunnarlega á honnm er Auckland,
stærsta borg Nýja Sjálands með um 370 þús. íbúa.
Ilún er mikil samgöngumiðstöð, einkum fyrir sigl-
ingar, en svo liggur hún einnig bezt við flugsam-
göngum við umheiminn. Mikill iðnaður er í borg-
inni, og nokkur kolavinnsla er í nágrenninu.
Á miðri Norðurey er stórt stöðuvatn, Taupo-
vatn, og er það átta sinnum stærra en Þingvalla-
vatn. Vatnið stendur á hásléttu og sunnan hennar
eru mörg eldfjöll, sem enn eru virk. Á hásléttunni
er mikill jarðhiti, og eru þar stórir goshverir og
aðrir hverir og laugar. Nú þegar er unnið þar mikið
rafmagn með gufu. En í þessu landi er lítill áhugi
á upphitun húsnæðis og hitaveitur því óþekktar.
Waikato, lengst á landsins, rennur lir Taupovatni
og eru mörg raforkuver við ána. Mikil orka kemur
því frá þessu héraði.
Jarðhitasvæðið, sem er stórt um sig, hefur mjög
mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þykir landslag
þar mjög sérkennilegt og fallegt, þótt hrjóstrugt
sé, og svo koma þarna margir sér til heilsubótar.
Heilsuhæli eru mörg og gufu- og leirböð þykja
lækna ýmsa kvilla. Borgin Rotorua er miðstöð
þessarar starfsemi. Gista hana margir útlendingar,
þó að hún sé langt frá öðrum löndum.
Syðst á Norðurey stendur höfuðborgin Welling-
ton, er hún einnig mikil hafnarborg. Ibúarnir eru
nú um 140 þús., en borgin Hutt, með um 90 þús.
íbúa, cr nær samvaxin Wellington. Wellington hef-
ur verið höfuðborg síðan 186.5, en áður sat stjórnin
í Auckland. Fyrrnefnda borgin er nálægt miðju
landsins og þótti það hagkvæmt fyrir stjórnarsetur.
Aðeins 20 km eru á rnilli Norður- og Suðureyjar,
22
FRJÁLS VERZLUN