Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 26

Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 26
skjóta stöðugt nýjum frjóöngum í allar áttir til þess að fullnægja nýjum þörfum og kröfum. Dreifibréf til auglýsinga Ein er sú grein, sem á undanförnum árum hefur vaxið mjög vestra, en er lítt kunn hérlendis. Það er dreifibréfaaðferðin (Direct Mail). Auglýsingar í öllu mögulegu formi eru sendar í pósti beint til kaupenda ásamt persónulegu sendibréfi, undir hnit- miðuðu eftirliti. Með þessum hætti er notaður um 1 milljarður og 800 milljónir dala árlega. Þessi auglýsingafyrirtæki segja sem svo, að ef auglýst sé í blöðum, tímaritum, útvarpi, sjónvarpi o. s. frv., þá sé maður ekki einungis að borga fyrir auglýs- ingu .til væntalegra kaupenda heldur líka hinna, sem auglýsingin eigi ekkert erindi til. Sem dæmi má nefna, að auglýsing fyrir vél til þess að bora í tennur manna á lítið erindi til annarra en tann- lækna, og ber því að einskorða liana við þá stétt. Þá er flett upp heimilisfangi allra tannlækna í land- inu og þeim sent bréf ásamt litfögrum bæklingum, vöruskrám, kortum, myndum og öðru því, sem lík- legt þykir til þess að vekja áhuga þeirra á vélinni. Þetta er í sumum tilfcllum forboði að heimsókn sölumanns, sem þá á hægara með að tala við kaup- andann, þegar búið er að undirbúa jarðveginn. Þetta þykir ódýr aðferð, og var í upphafi gerð fyrir þær vörur, sem ekki þoldu mikinn auglýsinga- kostnað. Nú á dögum starfa stór fyrirtæki á þess- um grundvelli. Ennfremur er aðferðin notuð af aug- lýsingaskrifstofum að meira eða minna leyti. Heim- ilisfangaskrárnar valda mestum áhyggjum, því um 40% þjóðarinnar flyzt árlega búferlum og þarf því oft að endurnýja þær. Dreifibréfaaðferðin (Direct Mail) hefur með sér félagsskap, sem gefur út bækur, blöð og tímarit og heldur uppi fræðslufundum. Einnig er rekið stórt bókasafn í aðalstöðvunum í New York, þar sem er að finna möppur með tcikningum, textum og öllu tilheyrandi 2000 verðlaunuðum auglýsingalot- um (campaigns) með yfirliti yfir tilgang, kostnað og árangur þeirra allra. Félagsmönnum er heimilt að ganga þar í skúffur og skápa og skoða að vild aðra einstaka hluti cr að gagni mættu koma, og fá þá senda heim til hálfsmánaðar ef beðið er um. í aðalstöðvunum eru starfandi nefndir allt árið og fræðslufundir, og er hægt að valsa þar um, hlusta á eða taka þátt í umræðum um vandamál auglýs- inga, undir leiðsögn kennara. Þetta er merkilegur félagsskapur, sem hefur vaxið langt út yfir þann ramma, sem hann var upprunalega gerður fyrir. V öruumbúðir Það sem hefur tekið einna mestum og stórstígust- um framförum á undanförnum árum í Bandaríkjun- um, og reyndar í flestum löndum heims, á sviði aug- lýsinga er vöruumbúðagerð. Er það að verulegu leyti sökum þess, hve kjörbúðir .hafa rutt sér til rúms, og kaupandanum er meira í sjálfsvald sett að velja og hafna án aðstoðar verzlunarmannsins. En þar sem þetta er ein allra umfangsmesta grein auglýsinga, sem krefst miklu lengri tíma en hér er til umráða, þá vcrður að stikla á stóru. í fyrsta lagi þetta: Hvað eru vöruumbúðir? Er það kassi, poki, eða umbúðapappír til þess að bera í heim það scm keypt er? Framleiðendur líta auð- vitað misjafnlega á þetta, cn í raun og veru er svarið ekki nema eitt: Vöruumbúðir í dag eru tengiliður milli framleiðandans og neytandans og bera þá þungu byrði að örva löngun til að kaupa vöruna. Lítum svolítið nánar á tilgang og gerð venjulegs pakka utan um einhverja vörutegund. Ilann þarf að varðveita vcl innihald sitt, greina frá framleiðandanum, sýna vörumerkið, gefa til kynna innihaldið og skýra kaupandanum frá því, hvernig eigi að nota það. Allt sem pakkinn kann að hafa til síns ágætis fram yfir þetta, er hrein sölu- mennska, en góð sölumennska er einmitt vcrðmæt- asti kostur hans. 26 FRJÁLS VERZLXTN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.