Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 29
Shellfélögin og olíuiðnaðurinn í aurnuxn við ósa Nigerí'ljóts í Afríku erfiða menn, naktir niður að mitti, innan um krókódíla og garg- andi páfagauka, við að koma stálrörum djúpt í jörðu niður. Úti í Persaflóa cru aðrir, á litlum palli, að bora niður í sjávarbotninn. IJm víða veröld, í 35 öðrum löndum, eru menn að leita að þeim orku- gjafa, sem snýr hjólum hins vélrœna heims — leita að olíu. Allir starfa þessir menn hjá einu og sama félag- inu — Royal Dutch Shell, en það er næststærsta olíufélag í heimi, og það félag, sem víðtækast starfar á alþjóðavettvangi. Shell, en þannig er það þekktast meðal almennings, er sameign tveggja félaga, hollenzks og brezks. Það á að einhverju eða öllu leyti 500 systurfélög um víða veröld, sem framleiða 14% af olíu hins frjálsa hcims. Heimurinn á vorum tímum er ekki aðeins starf- ræktur með olíu, heldur rná segja að hann fljóti á henni, og miðað við núverandi notkun ættu að vera til 40 ára birgðir, jafnvel þótt ekki fyndust fleiri olíulindir. Þrátt fyrir það hafa olíufélögin aldrei leitað olíu eins víða og nú. En hvers vegna? Til þess liggja m. a. stjórnmálalegar ástæður, en auk þess er heimur olíunnar miklum breytingum háður. Olían cr ekki aðeins aflgjafi hinnar öru iðn- þróunar vesturlanda, heldur er hún einnig notuð til að koma fótum undir iðnað og framleiðslu fjölda landa, sem skammt eru á veg komin. Nú vilja allar þjóðir koma upp hjá sér olíuiðnaði. í öllum löndum hafa menn í huga olíuauð arabísku höfðingjanna, og þá dreymir um að olían veiti þeim aðgang að auðæfum Þúsund og einnar nætur. Orkuþörfin 1980, þegar íbúum veraldar hefir fjölg- að um milljarð, mun liafa fjórfaldazt frá því, sem nú er, og búizt er við að olía verði þá enn helzti orkugjafinn. John H. Loudon og Shellsamsteypan Olíumenn eru eins og þaulreyndir „diplomatar“. Sá, sem er talinn meðal þeirra slyngustu, er John John H. Loudon H. Loudon, æðsti maður Shcllsamsteypunnar. Hann segir með varfærni: „t löndum, sem flytja mikið út af olíu, verður mönnum ljóst í æ ríkara mæli, að jafnan er aukið magn annars staðar að fá. Þeir verða því að gæta þess að olíuverðið hjá þeim sé samkeppnisfært.“ Loudon er 54 ára að aldri, úti- tekinn, herðabreiður; fyrirmynd heimsborgara á við- skiptasviðinu. Og það verður liann að vera, með því að samsteypa hans starfrækir fyrirtæki og rekur umfangsmikil viðskipti í allflestum löndum heirns. Shellfélagasamsteypan hefir styrkt aðstöðu sína í Mið-Austurlöndum með samningi við „Gulf OiI“ og mun urn árabil liafa aðgang að 13 billjón olíu- fötum frá Kuwait. Fjárfestingarfyrirtæki í Banda- ríkjunum hafa tekið eftir framtíðarmöguleikum samsteypunnar. Hafa mörg þeirra dregið mjög úr hlutafjáreign sinni í bandarískum olíufélögum (en sl. 5 ár hafa hlutabréf þeirra aldrei selzt eins lágu verði og nú), og binda fyrirtæki þessi nú hclzt vonir sínar við Shell. Samsteypan stendur bezt að vígi, þar sem mark- aðurinn vex örast. Af einstökum félagasamsteypum FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.