Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 34
Guðmundur G. Hagalín:
I VESTURVIKING
Nýlega kom úl bókin í VESTURVÍKING eftir Guðmund G.
Hagalín. Er það ævisaga Jóns Oddssonar skráð eftir sögu hans
sjálfs og fleiri heimildum. Bókin er fróðleg og skemmtileg og
þar scgir frá hinum ólíkustu atburðum. Frjáls Verzlun hefur
fengið leyfi til að birta tvo kafla úr bókinni og fara þeir hér á
eftir. Fjallar annar um veiðiferð við Islandsstrendur, en hinn
um fangabúðadvöl á eyjunni Mön.
TEFLT Á TÆPASTA VAÐIÐ
Nú gekk allt að óskum, og var tíðindalaust frarn
til vorsins. Þá var Jón búinn að fá orð á sig sem
farsæll skipstjóri og vænlegur aflamaður. Og þegar
hann kom í höfn í lok maímánaðar — enn með
góðan afla — kvaddi William Letten hann til
fundar við sig í skrifstofu sinni.
„Þetta hefur gengið vel, Oddsson," sagði hann.
„Þér vitið kannski, að þeir við dokkuna eru farnir
að kalla yður Íslands-Jón. Þegar þeir fara að gefa
skipstjórum einhver svona viðurnefni, dokkukarl-
arnir, er það merki þess, að þeir hafi unnið sér
sérstakt álit, enda má það með yður. Einkanlega
þykir mér vænt um, að þér eruð ekki bara afla-
maður, heldur að sama skapi sparneytinn og vand-
látur á meðferð aflans.“
Jón vissi ckki, hvert gantli maðurinn stefndi, en
þakkaði honum Iofið. Svo hélt þá William Letten
áfram:
„Nú fer skipstjórinn á Premier á nýjasta skipið
okkar. Hvernig litist yður á að verða eftirmaður
hans?“
Jón varð orðlaus af undrun og gleði. Pétur Jen-
sen fékk ckki skipstjórn á Premicr fyrr en hann
var búinn að stjórna Volante í tvö ár, enda Premier
annað stærsta og nýjasta skip Atlas. En Jón rank-
aði þó fljótlega við sér og þakkaði gamla manninum
hjartanlega og virðulega.
Jón hafði smátt og smátt verið að velja sér há-
seta, og á Premier lét hann skrá mikið mannval.
Hann fiskaði líka enn betur á það skip en á Volante,
og þótt hann sækti veiðarnar stundum nokkuð
fast, gekk honum allt að óskum. Þó lá nærri, að
dirfska hans yrði einu sinni skipi og mönnum að
tjóni.
Það var á öndverðri jólaföstu árið 1913. Skipið
var að koma frá Englandi eftir losun og góða sölu
og stefndi í kafþykkum kafaldsbyl norður með
Vestfjörðum. Það var geysihvasst, en sjóar furðu
smáir, og hélt því Jón áfram förinni, vildi komast
norður með fjörðunum, þótt ekki væri veiðiveður,
til þess að verða fljótur á þau mið, sem hann hafði
hugsað sér til veiða, strax og veðrinu slotaði.
Hann var sjálfur á stjórnpalli. Þegar leið á daginn,
lét hann lesa á leiðarmælinn. Hann hafði haft
landkenningu af Látrabjargi, og að sögn mælisins
átti skipið að vera statt úti af Onundarfirði. Jón
vildi gjarnan komast norður undir Grænuhlíð og
liggja þar í vari, unz storminn lægði, en allt í einu
komu þeir félagar, sem stóðu á stjórnpalli, auga á
íshrafl á bæði borð.
Jóni brá, og nú hugðist hann snúa skipinu undan
og halda suður á bóginn, en veðurhæðin hafði enn
aukizt, og svo var kafaldsbylurinn svartur, að varla
sást nema faðmslengd út fyrir borðstokkinn. Jóni
leizt því vænlegast að hætta við að vinda skipinu
undan ógninni, en taka þann kost að láta reka mcð
ísnum.
Jón vék ekki úr stjórnklefa, og órótt var honum.
Nú datt náttmyrkrið á, og gegnum öldudyninn og
stormgnýinn kváðu við högg íshamranna á járn-
byrðing skipsins. Oðru hverju hrutu klakaklumpar
inn á þilfarið með ágjöfinni, og stundum sást glytta
í ísmola, þcgar bjarmi skipsljósanna féll á typptan
öldufald. Jón hugsaði með sér: Lífi sjómannsins
fylgir ávallt nokkur áhætta, hjá því verður ekki
komizt, og sá, sem hyggst sem allra minnstu voga,
gengur hvarvetna frá með skarðan hlut, en samt
sem áður hefqr þú nú teflt of djarft. Þig grunaði
.34
FRJÁI.S VERZLUfí