Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 38
upplýsingar, því að þá er vitað, hvað þau eru í
raun og veru að selja auglýsendum. A hinum Norð-
urlöndunum, og reyndar í flestum menningarríkj-
um, hefur upplagseftirlit verið starfrækt um mjög
langt skeið, enda talið sjálfsagt og nauðsynlegt.
Stjórn Sölutækni er kunnugt um, að margir stærstu
auglýsendur landsins og áhugamenn aðrir, muni
standa að baki henni í þessari viðleitni, og vonar
að stjórnendur blaða og tímarita muni gera sér
Ijósa nauðsyn þess, að vandamálin varðandi ein-
takaskráningu verði leyst á þessu ári.
í vor sein leið gekkst stjórnin fyrir námskeiði
fyrir sölumenn og sölustjóra heildverzlana og iðn-
fyrirtækja. Fyrir milligöngu Iðnaðarmálastofnunar
íslands var fenginn hingað sænskur sölufræðingur,
Rune Mattsson að nafni, á vegum framleiðsluráðs
Evrópu. Mattsson veitir forstöðu ráðgjafafyrirtæk-
inu Rationelt Næringsliv í Stokkhólmi. Námskeiðið
var haldið dagana 14.—19. marz og voru þátttak-
endur milli 30 og 40. Þar voru kynntar nýjungar
í sölu og vörudreifingu, og lögð sérstök áherzla á
þjálfun og kennslu í sölutækni.
Eins og kunnugt er, hefur félagið frá byrjun lagt
megináherzlu á fræðslustarfsemi í sambandi við
sölu- og auglýsingastörf. Fyrir tilverknað félags-
ins hafa verzlunarskólarnir nú tekið hin almennu
námskeið upp á sína arma, svo að félagið getur
eftirleiðis helgað sig betur sérhæfðum námskeiðum,
svo sem fyrir stjórnendur fyrirtækja.
Síðastliðið haust fóru á vegum félagsins, og fyrir
milligöngu Iðnaðarmálastofnunar íslands, þrír aug-
lýsingamenn til Bandaríkjanna til þess að kynna
sér auglýsingatækni þar í landi. Menn þessir dvöld-
ust í Bandaríkjunum um fimm vikna skeið. Þeir
hafa látið í Ijós við stjórnina, að þessi för hafi verið
mjög lærdómsrík og til hins mesta gagns.
Það er skoðun stjórnar Sölutækni, að það verði
eitt af aðalverkefnum félagsins í náinni framtíð
að vinna að auknum skilningi á nauðsyn og gildi
rannsókna á sviði vörudreifingar og stuðla að því,
að slíkar rannsóknir verði gerðar á vegum félags-
ins, ef til vill í sambandi við aðra aðila.
í sumar var haldinn í fyrsta sinn hér á landi,
stjórnarfundur Norræna sölutæknisambandsins —
(Præsidemöde i Nordisk Salgs og Reklemaforbund).
Fundurinn var haldinn 2. og 3. júlí sl., og var 41.
stjórnarfundur sambandsins. Fundinn sóttu fjórir
fulltrúar frá Svíþjóð, þrír frá Danmörku, þrír frá
Noregi og einn frá Finnlandi. Af hálfu Sölutækni
eiga sæti í stjórninni Gylfi Þ. Gíslason, Sigurður
Magnússon og Þorvarður Jón Júlíusson. Viðskipta-
málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason dvaldist erlendis
um þetta leyti og gat því ekki verið á fundinum.
Auk áðurnefndra fulltrúa sátu fundinn aðrir stjórn
armeðlimir Sölutækni og framkvæmdastjóri félags-
ins.
A stjórnarfundunum eru fluttar skýrslur frá sölu-
tæknissamböndunum í hverju landi, svo að stjórnin
fylgist með því, sem gerist. Þar eru rædd þau mál,
sem á döfinni eru í hverju landi, í því skyni að
starfsemi sambandanna sé samhæfð. Einnig er af-
staðan til starfs á alþjóðavettvangi rædd á þess-
um fundum, og þau mál, sem eru sameiginleg fyrir
öll sambandsfélögin. Félagar sambandsfélaganna
eru nú um 13.300.
Norræna sölutæknisambandið hefur beitt sér fyrir
mjög ýtarlegri rannsókn á auglýsingakostnaði á
Norðurlöndunum, rannsókn, sem gerð var á sam-
bærilcgum grundvelli og leiddi í ljós ýmsar merki-
legar niðurstöður. Félögin beita sér fyrir námskeið-
um og fræðslustarfsemi, hvert á sínu svæði, og má
geta þess hér, að 79 námskeið voru haldin á Norð-
urlöndunum á síðastliðnu ári, og almennir fræðslu-
fundir voru alls nálægt 400. Sambandið beitir sér
fyrir útgáfu á kennslubókum um sölu og auglýsinga-
tækni og er ein slík kennslubók, sem ætluð er til
nota í framhaldsskólum, á döfinni — undir stjórn
Holbæk Ilansens prófessors. Sambandið á fulltrúa
í tveimur nefndum í alþjóðaverzlunarráðinu í
París, það er Commission on Advertising og Com-
mission on Distribution.
Norræni stjórnarfundurinn þótti takast vel að
öllu Ieyti, og er það meðal annars að þakka góðum
stuðningi frá verzlunarsamtökunum og Morgun-
blaðinu.
Á aðalfundi Sölutækni flutti Ásgeir Júlíusson
mjög skemmtilegt og greinargott erindi um auglýs-
ingatækni í Bandaríkjunum. — í Sölutækni eru nú
59 einstaklingar og 71 fyrirtæki eða samtals 130.
Stjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa:
Þorvarður J. Júlíusson, formaður, Sigurður Magn-
ússon, Sigurgeir Sigurjónsson, Ásbjörn Magnússon,
Kristján Arngrímsson, Kristinn Ketilsson og Svein-
björn Árnason. Framkvæmdastjóri félagsins er Gísli
V. Einarsson, viðskiptafræðingur.
38
FRJÁLS VERZLUN