Frjáls verslun - 01.12.1960, Page 40
af stofnendum ráðsins og í stjórn
þess frá stofnun 1917 til 1933. For-
maður skólanefndar Verzlunar-
skóla Islands liefur hann verið sl.
sex ár og í stjórn Iðnaðarmála-
stofnunar íslands, á vegum Verzl-
unarráðsins, frá 1954. Magnús var
einn af hvatamönnum að stofnun
Verzlunarsparisjóðsins og fyrsti
formaður Lífeyrissjóðs Verzlunar-
manna. Ilann hefur verið í safn-
aðarstjórn Frikirkjusafnaðarins í
Reykjavík sl. 14 ár og í yfirstjórn
Oddfellowreglunnar á Islandi und-
anfarin átta ár.
Magnús er kvæntur danskri
konu, Marie, fæddri Brask. Þau
eiga tvö börn, Elsu gifta Skafta
Benediktssyni, héraðsráðunaut,
Garði í Aðaldal, S.-Þingeyjarsýslu,
og Magnús, sem starfar við verzl-
un föður síns.
Skóverzlun
M. H. Lyngdal
íimmtíu ára
í maí 1910 stofnaði Magnús II. Lyngdal skó-
verzlun á Akureyri undir nafninu „Skóverzlun M.
II. Lyngdal“ og rak hana til æviloka, 1934. Árið
eftir keyptu Gunnar II. Kristjánsson og Karl L.
Benediktsson verzlunina af Elínu Lyngdal, ekkju
Magnúsar heitins. Var firmað rekið undir nafninu:
Skóverzlun M. H. Lyngdal & Co. Þeir félagarnir
ráku verzlunina til ársins 1944, er Guðjón Bern-
harðsson gullsmiður keypti hana, en hann seldi
síðan Gunnari Steingrímssyni ári síðar.
Gunnar rak verzlunina til 1950, en scldi hana
þá Gunnari Árnasyni, Akureyri og Brynjólfi Sveins-
syni, Ólafsfirði. Verzlunin hafði í 40 ár starfað í
Hafnarstræti 97, en var nú flutt að Skipagötu 1.
Árið 1955 var firmað gert að lilutafélagi og flutt í
Hafnarstræti 104. Við lát Péturs II. Lárussonar
skókaupmanns keypti Skóverzlun M. II. Lyngdal
hf. vörubirgðir verzlunar hans og flutti í húsnæði
hennar að Hafnarstræti 103. Sýnir meðfylgjandi
mynd núverandi húsnæði.
Eftir að verzlunin fluttist þannig í stærri og
betri húsakynni, hefur verið lögð mest áherzla á
kvenskófatnað í henni. Mun verzlunin að jafnaði
hafa citt bezta úrval af kvenskóm, sem völ er á
hér á landi utan höfuðstaðarins. — Framkvæmda-
stjóri verzlunarinnar er Gunnar Árnason, en for-
maður félagsstjórnar er Þórður Gunnarsson.
40
FRJALS VERZLUN