Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 41
ÚR GÖMLUM RITUM
Handiðnir og smíðar
í 3. og 4. hefti Frjálsrar Verzlunar þessa árgangs hafa verið birtir kaflar úr ritgerð
Einars Ásmundssonar í Nesi „Um framfarir Islands“. Verða hér enn birtir tveir
kaflar úr ritgerðinni svo og niðurlag hennar. Stórkostlegar breytingar hafa orðið á
högum landsmanna á þeim níu áratugum, sem liðnir eru frá því að ritgerð þessi var
skrifuð. Fróðlegt er að lesa um vantrú höfundar á framfaramátt þjóðarinnar, sem
kemur fram í niðurlaginu. En þetta er líka skrifað eftir aldalanga fátækt og hörmung-
ar. Og allir skyldu minnast þess, að framfarirnar eru ekki afleiðing af neinu náttúru-
lögmáli, heldur byggjast þær fyrst og fremst á skynsemi og atorku þjóðarinnar. Á þetta
ekki síður við nú, en á öldinni sem leið.
Það er margt, sem því er til fyr-
irstöðu, að iðnaður og verksmiðjur
geti komizt upp til muna á íslandi
að svo stöddu, svo sem strjálbygð
landsins og afstaða þess, en eink-
anlega framtaksleysi það, sem
þjóðinni er svo inngróið fyrir láng-
vinna verzlunareinokun. Þó vant-
ar það eigi, að landsmenn sé að
upplaginu til allt að einu hugvits-
samir og lagkænir, eins og menn
eru í hverju öðru landi, og þess
vegna eins vel hæfir til að verða
iðnaðarmenn, hver einstakur útaf
fyrir sig. Enginn teljandi iðnaður
getur átt sér stað, þar sem mikil
er strjálbygð, þar sem heilar og
hálfar mílur eru milli livers heim-
ilis, því við iðnaðinn er mest undir
því komið, að margir geti unnið
í samlögum, og vinnunni sé sem
mest og haganlegast skipt milli
þeirra, er vinna, svo hver gjöri sitt
handarvikið, því með þessu lagi
nær hver einstakur mestum fim-
leika og mestri fullkomnun til að
giöra verk sitt bæði fljótt og vel.
Menn þurfa eigi einusinni að hafa
komið inn í neina verksmiðju til
þess að geta skilið, hvað það geng-
ur liðugra, að hver gjöri sitt hand-
arvikið við hinn sama hlut, með.
sömu verkfærum, dag eptir dag og
ár eptir ár, heldur en að einn og
sami maður skipti alltaf um verk
og verkfæri á hverri stundu. En
með því lítil líkindi eru til, að Is-
land verði nokkurn tíma iðnaðar-
land, þá er eigi vert að tala hér
mikið um verksmiðju iðnað. Nú
sem stendur er Reykjavík hinn eini
staður á landinu, þar sem hugs-
anlegt væri að gjöra einhverja til-
raun með að koma upp dálitlum
vísi í þessari grein, því hún er sá
staður, sem bezt er farinn að því
er snertir samgaungur bæði við
innlend héruð og önnur lönd, og
hvergi er því eins hægt og þar að
draga að sér verkefni eða koma
frá sér hinum tilbúna varníngi. Er
])ótt ekki sé um eiginlegar verk-
smiðjur að ræða, þá samt fvrir
það, að veðráttan á vetrum er
optast svo hörð hjá oss, að mikill
hluti fólksins verður að sitja inni,
þá þurfa menn að sjá svo fyrir,
að allur þessi lángi innisetu-tími
verði notaður til þarflegrar vinnu
á heimilunum, en þetta gengur nú
sem stendur mjög misjafnlega til,
og víðast hvar mun vera starfað
lángtum minna en mætti; hefir það
ií mörgu tilliti illar afleiðíngar, því
það er eigi einúngis, að tíminn
verði ónýtur fyrir mörgum þús-
undum manna um nokkra mán-
uði á ári hverju, heldur venst fólk-
ið fyrir hið sama á iðjuleysi og
óreglu, og þetta dregur aptur
margan illan dilk á eptir sér.
Ullin er hið helzta verkefni, sem
vér höfum í landinu, og sem næst
liggur að vér vinnum úr, til þess
að auka verð hennar. Menn ætti
að taka sér fram í tóskapnum,
bæði að því, að vinna meira en
gjört hefir verið, og svo betur, en
þá þarf jafnframt að koma upp
sem beztum tóskaparverkfærum,
vefstólum, prjónastólum o. s. frv.
Eptir því, sem áður vár á minnzt,
eru tóskaparvörur þær, sem til
landsins flytjast, margfaldar við
það lítilræði, sem burt er flutt, og
þyrfti þetta að vera jafnara. ís-
lendinga vantar hvorki tíma, né
þyrfti að vanta kunnáttu, til að
tæta til fata handa sér lángtum
meira og betra, en þeir gjöra, og
með því móti geta þeir sparað sér
mikil útgjöld fyrir útlend klæði
og lérept, sem margir hafa nú van-
ið sig á að hafa, þó þeim hvorki
fari það í neinu belur en innlend
föt, eða sé í nokkurn máta hent-
ugra eptir því sem hér hagar. Það
gæti að vísu komið í sama stað
niður, þó keyptir væri útlendir
dúkar til fata, ef þeir fyrst og
fremst væri engu lakari eptir til-
tölu en þeir, sem menn tætti sjálf-
ir, o£ ef menn í annan stað notuðu
þá tímann, sem menn hafa nógan,
til að vinna sér inn á annan hátt
svo mikið, sem vinnulaununum á
hinum útlendu dúkum svarar.
Helzt ættum vér að tæta alla vora
ull í landinu, svo aðrir tæki eigi
frá oss vinnulaunin, því vér höfum
nógan tíma til þessa afgángs frá
öðrnm störfum, ef vel er á haldið,
en fáum trauðlega annað arðsam-
ara að starfa aptur í staðinn, held-
FRJÁLS VERZLUN
41