Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 42

Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 42
ur verður niðurstaðan sú, að ef vér seljum ullina ótætta, af því oss annaðhvort þykir vinnulaun- in of lítil, eða beinlínis af því vér nennum eigi að tæta ullina, þá eyðum vér til einskis þeim tíma, sem til tóskapar hefði verið varið að öðrum kosti, og iðjuleysi og ómennska dafna, í staðinn fyrir að eyðast og deyja út. Prjónles það, sem nú er flutt frá íslandi, er svo lélegt, að jafnvel sjálfir þeir, sem koma því upp, álíta það næst- um ónýtt, og vilja eigi nýta annað eins handa sjálfum sér, en þá er ekki von að aðrir vilji það heldur, og það er undarlegt, að menn skuli geta fengið af sér að búa til slíkan varníng, og hafa hann á boðstól- um. Vér gætum efalaust selt til útlanda margfalt meira, en vér gjörum, af prjónuðum nærfötum, sokkum og vetlingum, ef vér að- eins hefðum framtaksemi til að fá vitneskju um, hvernig menn ann- arstaðar vilja helzt hafa þetta, og hvernig J)að J)arf að vera til þess að vera sem útgengilegast. Eins gætum vér sannarlega unnið úr ullinni, og selt erlendis stórgjörfa dúka, einkanlega góljábreiður; en þetta allt saman útheimtir, að kaupmenn vorir, eða milligaungu- menn þeir, sem vér höfum i kaup- um og sölum milli vor og annara þjóða, hafi vakanda auga á J)ví, hvernig varníngurinn á hverjum tíma einkum þarf að vera lagaður til þess að vera sem útgengileg- astur, og um þetta Jmrfa. þeir að gefa vísbendíngu Jieim, er vöruna vinna. Til að flýta fyrir, og auka vinnuna og margfalda, gætum vér á mörgum stöðum komið upp vinnuvélum til að kemba, spinna o. s. frv. Þó vér getuin ekki haft gufuafl til að hreyfa þesskonar vélar, þá getum vér haft vatnsajl, því nógir lækir og ár eru hjá oss, sem gæti unnið mikið fyrir oss, en sem vér nú alls ekki notum nema á einstaka stað til að mala korn, og er J>að að vísu betra en ekki. Tó- skaparvélar, scm eru við vort hæfi, þurfa hvorki að kosta ákaflega mikið, né heldur þarf mjög mikið afl til að hreyfa Jiær; en ef vér hefðum framtaksemi til að læra að nota þær og koma Jæim upp, J>á gæti það orðið landinu til mjög mikils hagræðis. ★ Bœjarbyggíngarnar hér á landi þurfa að taka umbótum; þó víða hafi verið lagað til á seinni árum, þá er enn mikið að gjöra í þessu tilliti. Húsin eru víða hvar lág, dimm og rakafull, auk þess sem umgengninni og þrifnaðinum er stórmjög ábótavant, og er þetta allt til heilsuspillis fyrir J)á, sem í húsunum búa, því hreint og þurt lopt og nægileg birta og hlýindi í húsunum eru skilyrði fyrir því, að menn geti haldið heilsunni. Menn geta séð á húsdýrunum, að góð húsavist og hirðíng er þeim næst- um á við hálfa gjöf, og þá ætti mennirnir eigi að síður að finna til þessa á sjálfum sér, því Jjeir eru háðir sömu reglu í þessu tilliti. Menn sjá, hvernig húsin fúna opt niður á fám árum, þar sem raki er í þeim, en rakinn hefir einnig svipuð áhrif á þá, sem í húsunum búa, þó þessi áhrif komi fram í annari mynd. Eigi svo óvíða má fá nýtilegt grjót til húsagerðar, ef dugnað brysti cigi til að draga það að sér, höggva það til og byggja úr því, og væri sannarlega þarft verk að sýsla við slíkt á vetrum, þegar bezt tóm er til þess; mætti þannig á nokkrum árum safna nógu efni í heilt íbúðarhús, sem gæti, ef það væri J)á stæðilega byggt, staðið öldum saman. Torf- húsin eru sjálfsagt hlýjust allra liúsa, og þau geta staðið lengi, ef þau eru vel bygð og efnið til þeirra vandað og vel þurkað, áður en byggt er úr því, og húsin svo þilj- uð innan. En sé veggirnir, eins og flestra er siður til, hlaðnir úr torf- inu nýju og blautu, eins og það er rist upp úr jörðinni, ná þeir aldrei að þorna, og húsið verður sífeldlega fullt með vætu og raka, svo bæði J)essir blautu veggir og viðirnir fúna niður, og eitra um leið loptið í húsinu. ★ Þannig höfum vér J>á farið fám orðum um framfarir ættjarðar vorrar, og finnur enginn betur en vér, í hve mörgu J)essum hugleið- ingum er ábóta vant. Vér höfum leitazt við að gjöra oss hvorki of miklar né of litlar vonir um fram- farir Iandsins; en meðalhófið er vandratað. Vér höfum heldur ekki getað komizt hjá að byggja á J)ví, að sérhver einn vili neyta sín sem bezt, til að framkvæma það, sem hann sér að J)jóðfélagi hans er til gagns, og hann getur áorkað; J)ví ef maður má ekki byggja á J)ví, J)á er ekki til neins að tala um nokkra framför, J)yí hún væri J)á ómöguleg. Þjóð vor er að vísu nú sem stendur ístöðulítil og hefir heldur til lítið traust á sjálfri sér, sem von er á og orsakir eru til, cn J)ó munu menn eigi örvænta ineð öllu, að landinu geti farið töluvert fram, ef vel er á haldið. Vér höfum enga von um, að van- traust J)jóðar vorrar á sjálfri sér breytist fljótlega, og því Iiyggjum vér, að eigi sé ráð að ætlast til stórkostlegra fyrirtækja af henni að svo komnu. Þeirra gjörist held- ur eigi svo mjög mikil þörf, ef vér aðeins allir vildum verða samtaka í því, hver í sinn stað, að leitast við að laga og umbæta með hægð og gætni allt hið marga, sem um- bótum getur tekið hjá oss. Menn mega engan veginn láta sér þykja of lítils vert um smávegis endur- 42 FRJÁLS VERZ.LXJN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.