Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 43
bætur, því safnast þegar saman
kemur, segir orðtakið, og margt
smátt gjöri eitt stórt. Vor hjartans
sannfæríng er, að á engu sé brýnni
nauðsyn nú þegar, en að gjöra
samgaungur og viðskipti í land-
inu svo greið, sem framast má
verða, og því höfum vér einkum
ætlazt til eigi alllítils í þeirri grein.
Geti þetta bráðlega lagazt eptir
þörfum, þá mun, að von vorri, fé-
lagsandi og framtaksemi vakna
hjá þjóðinni, og hverskonar frarn-
farir í öllum greinum koma með
tímanum eins og af sjálfum sér.
FKJÁLS VEHZLUN
ÁFANGAR
Páll Einarsson kaupmaður er
fæddur 26. janúar 1901 að Geira-
koti í Flóa. Hann stundaði í
nokkur ár sjómennsku í Vest-
mannaeyjum og lærði þar síðan
rakaraiðn á árunum 1926—’29.
Að námi loknu fiuttist Páll til
Siglufjarðar og rak þar rakara-
stofu — reyndar stundum tvær
og þrjár yfir síldveiðitímann — til ársins 1940. Eftir
að Páll settist að í Reykjavík stundaði hann fyrst
rakaraiðn að Austurstræti 14, en síðan í eigin hús-
næði að Snorrabraut 44. Árið 1958 stofnaði hann
raftækjaverzlunina Luktina hf. í sörnu húsakynn-
um, og hefur hún nú nýlega verið stækkuð.
Kristján Oddsson tók um
miðjan ágúst sl. við fulltrúastarfi
í víxladeild Verzlunarsparisjóðs-
ins. Kristján er fæddur í Reykja-
vík 1. sept. 1927. Hann lauk
stúdentsprófi frá M. R. 1947. Á
árunurn 1950 til 1958 starfaði
hann á vegum ísafoldarprent-
smiðju, fyrst í skrifstofu fyrir-
tækisins, en síðan sem verzlunarstjóri í Bókaverzl-
un ísafoldar. í janúar 1959 réðst hann til starfa
hjá Innkaupasambandi bóksala, en er nú ráðinn
til Verzlunarsparisjóðsins, sem fyrr segir.
Axel Sigurðsson hefur verið
ráðinn verzlunarstjóri Ilíbýla-
deildar Markaðsins. — Iíann er
fæddur vestarlega í Vesturbæn-
um 29. ágúst 1933. Lauk prófi
frá Verzlunarskóla íslands 1952,
vann síðan í nokkur ár í Póst-
húsinu í Reykjavík, en gerðist
verzlunarstjóri í Vesturveri, er
það var stofnað fyrir fimm árum. Þegar hin nýja
Híbýladeild Markaðsins tók til starfa í Hafnar-
stræti 5, var Axel ráðinn þar sem verzlunarstjóri.
í frístundum stundar hann framleiðslu á margs
konar neyzluvörum úr hnetum, en hann stofnaði
í vor Bamba sf. ásamt öðrum.
43