Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Qupperneq 2

Frjáls verslun - 01.12.1961, Qupperneq 2
Valdimar Kristinsson: Frelsi og framfarir öllum til handa Sérhver einstaklingur keppir að því að öðlast sem mesta lífshamingju — að fá sem ílestum þörfum sínum og óskum fullnægt. Að svo miklu leyti, sem þetta snýr að þjóðfélaginu, og það gerir það í ríkum mæli, þá keppa flestir að all- miklum og stöðugt auknum efnahagslegum gæð- um. Og menn þurfa að hafa verulegt frelsi til að njóta þeirra og enn meira frelsi til þess að fá notið andlegra hugðarefna og jafnframt leitt þau fram til stöðugt meiri þroska. Efnalegar framfarir — andlegt frelsi Það er því tvennt, sem hlýtur að vera höfuð- markmið heilbrigðrar þjóðfélagsstarfsemi, þ. e. andlegt frelsi og efnalegar framfarir öllum til handa. Það, sem sýnir hvað ljósast, að þetta er eini hugsjónalegi grundvöllurinn, sem yfirleitt er talið fært að aðhyllast opinberlega, eru yfir- lýsingar flestra stjórnmálamanna, sem bera þurfa stefnu sína við og við undir almenna kjósendur. Og reyndar tala miklu fleiri stjórnmálamenn í svipuðum dúr, því að flestir reyna þeir í lengstu lög að hafa almenningsálitið með sér. Nú kann einhver að segja, að margir stjórn- málamenn séu ekki einlægir í þessum yfirlýsing- um sínum, að minnsta kosti viti hann eða hún um marga í „öðrum flokkum“, sem þannig séu. — Þetta getur ekki verið rétt; framfarir og frelsi eru vissulega markmið nær allra stjórnmála- manna, sem viðurkenna leikreglur lýðræðisins og fara í aðalatriðum eftir þeim. Og nú, á síðari hluta 20. aldar, er heldur ekki verulegur munur á leiðunum og markmiðunum. En hver og einn, sem er — eða telur sig vera — til leiðtoga fall- inn, vill fara fyrir hópnum, og í valdabarátt- unni reynist gjarnan áhrifaríkt að halda því fram, að aðrir leiðtogar stefni ekki að markinu eða fari í öllu falli óþarflega langa og eríiða leið að því. Lýðræðið Andlegt frelsi og efnalegar framfarir eru hinir tveir miklu armar á vogarskál þjóðfélagsins, sem þurfa að vera í hæfilegu jafnvægi til þess að manninum líði vel og að stefnt sé í rétta átt. Hér verður lítið rætt um þann arminn, sem snýr að andlegu frelsi. Ekkert annað getur verið manninum samboðið, jafnframt því sem slíkt frelsi er undirstaða alhliða framfara. Fyrir þessu hefur verið barizt í aldir, jafnvel árþúsundir, og árangurinn sýnist býsna góður í þeim lýðræðis- ríkjum, sem lengst eru komin á þróunarbraut- inni. En langan veg eigum við eflaust. eftir að fara á þessu sviði sem öðrum, og það er einmitt með andlegu frelsi, sem hinn rétti þróunargrund- völlur hefur verið skapaður. Lýðræðið, eins og við þekkjum það bezt, er vissulega langt frá því að vera fullkomið. Við aðhyllumst það fyrst og fremst af því að það er, þegar til lengdar lætur, fullkomnara en nokkurt annað stjórnarform, sem mannkynið hefur kom- izt í kynni við. Og við trúum því, að þar séum við á réttri leið. Stærstu kostir lýðræðisins munu vera þeir, að innan ramma þess gefst þjóðunum tækifæri til að losa sig á friðsaman hátt við valdagráðuga menn, sem líklegir eru til að leiða þær á villi- götur, — jafnframt því, sem andlegt frelsi er tryggt, eftir því sem þroski þjóðanna að iiðru leyti leyfir. Eftir þessi fáu orð um lýðræðið verður strax vikið að því, er varðar efnahag manna. Eignarétturinn Hvernig getum við stuðlað að sem mestum efnalegum lramförum öllum borgurunum til handa í því þjóðfélagi irelsis og menningar, sem við viljum lifa í? Þetta er að vísu svo yfirgrips- mikil spurning, að meginhluti af starfi manna 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.