Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Side 12

Frjáls verslun - 01.12.1961, Side 12
verið sæmilegur, einkum að því er síldveiðina varðaði. Um útgerð þeirra að öðru leyti er raunar ekki heldur mikið vitað, en sú áherzla, sem þeir lögðu á að koma sér upp fiskverkunarhúsum og hafa aðgang að nægum fiskþurrkunarsvæðum, bendir til að hún hafi verið allmikil. Til hins sama bendir það, að í einu liúsi þeirra á ísafirði var geymslu- pláss fyrir sex stóra fiskibáta, eins og áður var getið. Til marks um það, að útgerðin hafi yfirleitt gengið heldur vel, er sú staðreynd, að Janson kvart- ar aldrei beint yfir erfiðleikum í sambandi við hana í bréfum sínum til sölunefndar, en þar er hann annars óspar á að tína allt til um þá erfiðleika, sem hann telur fyrirtæki þeirra félaga á íslandi eiga við að stríða. Vöruvöndun íslendinga ábótavant Svo sem vænta má hafa Björgvinjarmenn keypt fisk af íslendingum, bæði nýjan fisk eftir því sem við varð komið og einnig harðfisk, sem öldum saman hafði verið eftirsóttasta framleiðsluvara landsmanna. í bréfum sínum til sölunefndar kvartar Janson allmikið yfir því, hve óvandvirkir íslendingar séu við verkunina á fiski sínum, auk þess sem þeir fari afar illa með aflann, er þeir koma með hann að landi. Kasti þeir honum harkalega í fjöruna innan um grjót og sand, svo að fiskurinn merjist og skemmist á margan annan hátt. Af þessum sök- um verði fiskurinn miklu óútgengilegri á erlendum mörkuðum en vera þyrfti, því að þessi grein verzl- unar velti svo mjög á því, að varan sé vönduð svo sem bezt má verða. Iíeideman og menn hans hafi reynt að kenna íslendingum betri vinnubrögð, en árangurinn sé heldur lítill, enda séu landsmenn víst of þráir og latir til að vilja taka slíkum leið- beiningum, sem þó væru þeim sjálfum fyrir beztu. Þess vegna telur Janson bráðnauðsynlegt, að stjórn- in ítreki við landsmenn fyrirmæli þau, sem áður hafi verið gefin út um meðferðina á fiski þeim, er þeir hyggðust leggja inn í verzlanirnar, og fyrir- skipi sýslumönnum að fylgjast nákvæmlega með því, að farið sé eftir þeim. Þessar kvartanir Jansons hafa vafalaust verið á rökum reistar, enda hafði löngum gengið illa að fá íslendinga til að vanda vörur sínar, og þar við bættist að aðstaða flestra til vöruvöndunar hefir ekki verið sérlega góð. En sjálfsagt hafa þeir líka verið ærið margir, sem lítt voru hneigðir til ný- breytni, enda er slík íhaldssemí aigeng hjá fólkí, sem býr við frumstæða atvinnuháttu. Á tímum konungsverzlunarinnar var annars allmikið gert til þess að kenna íslendingum vöruvöndun og hefir sú viðleitni vafalaust borið nokkurn árangur, en eitt hið algengasta misklíðarefni milli Islendinga og kaupmanna voru hinar gagnkvæmu ásakanir út af slæmum vörum. Verzlvinaraðstaðan á ísafirði Um verzlun Björgvinjarmanna er svipað að segja og um útgerðina að því leyti, að litlar heimildir er að finna um sjálfan verzlunarreksturinn nema það, sem kemur fram í bréfum sölunefndar, a.uk þess sem ýmislegt má ráða af öðrum heimildum. Þegar einokunin var afnumin, mun afkoma manna í Isafjarðarsýslu hafa verið tiltölulega betri en víðast hvar annars staðar á landinu. Fjárkláð- inn, sem valdið hafði landsmönnum feiknatjóni á árunum milli 1700 og 1780 og loks verið útrýmt með niðurskurði, náði aldrei til ísafjarðarsýslu, og áhrifa Móðuharðindanna hafði gætt hvað minnst þar. Auk þess var sjávarútvegur ævinlega mikið stundaður af sýslubúum, en sjávarafurðir voru jafnan miklu meira eftirsóttar til útflutnings held- ur en landbúnaðarafurðir, enda miklu seljanlegri erlendis og því i hærra verði. Að Dýrafirði undanteknum voru ekki aðrir verzl- unarstaðir í sýslunni en ísafjörður, og sóttu menn verzlun þangað af öllu svæðinu frá Onundarfirði til Hornstranda, enda var ísafjarðarhöfn ein bezta höfn landsins. Er því full ástæða til að álvkt.a, að óvíða á landinu hafi verið hagkvæmara að stofna verzlun á þessum árum en einmitt Isafirði. Aðalkeppinautur Björgvinjarmanna var að sjálf- sögðu verzlun Altonamanna, sem var að því leyti betur sett, að Altonamenn höfðu stofnað hana ári á undan og. fengið svo allar eignir konungsverzl- unarinnar á staðnum með mjög vægum kjörum. Thiele verzlunarstjóri þeirra virðist hafa verið all- harður í horn að taka og lagt sig allan fram í sam- keppninni við Björgvinjarmenn. Var samkomulag þeirra Heidemans hið versta, og meðal annars deildu þeir allharkalega um afnotarétt af fiskþurrkunar- svæðum á Skutulsfjarðareyri og í Bolungarvík, en í þeirri deilu mun Thiele hafa sýnt allmikinn yfir- gang. í bréfi einu til sölunefndar vorið 1790 kvartar Janson mjög yfir óbilgirni Thieles, sem hann kveð- ur hafa fullan hug á því að reyna að hrekja þá 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.