Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 42
ljótu Holt. Ég hafði meira að segja hugsað mikið um hana sem tilvonandi eiginkonu og ég vissi að hún varð þcss vör. Eitt sinn, er ég fylgdi henni heim, þangað sein hún bjó, um haustkvöld í myrkri, hélt ég óþarflega lengi í hönd hennar er ég kvaddi liana. Nei, góði vinur, sagði hún, ekki þetta. Ekki það? spurði ég. Nei, aldrei, — hún gckk inn. Þar með var það mál útrætt.-------- Svo kom Guðlaug Helgadóttir, hún var og er fimmtán árum yngri en ég. Hún er ákaflega skyn- söm stúlka. Alúðleg og blátt áfram í viðmóti, talar ckki mikið en hugsar meira, jafnan hressileg í bragði, en þó sér maður í augum hennar mikla al- vöru og, stundum, djúpa sorg. Foreldrar hennar dóu frá henni ungri og hún á engin systkini. Sjálf- sagt á hún kunningja og ef til vill vini, til dæmis frú Holt, held ég. En við, þessi fjögur forðumst að hnýsast í einkalíf hvers annars, að minnsta kosti er mér þannig varið og ég held að svo sé um hin öll. Ég get þó ekki að þvi gert, að eg veiti Guð- laugu meiri athygli en ég vildi og ég vildi gjarnan verða þess var, að hún laðaðist meira að mér en virðist vera. Þetta er víst einhver aðkenning af ást eins og hún er lijá manni á mínum aldri og með mitt skaplvndi. Já, ég hugsa oftar og oftar um þessa stúlku, án þess að mér sé um það gefið, því vissulega er mér ekki um það gefið að gifta mig, til þess hefur mér liðið alltof notalega og verið alltof óháður og einráður á heimili minu, einn og ótruflaður. Það var undarlegt að mörg ár liðu frá því að hugsun mín um náið samband við frú Holt var gersamlega viðruð úr mér og allt mitt hugskot komið í ró og næði, þar til Guðlaug litla skaut þar upp kollinum á líkan hátt og hin áður, mín ágæta vinkona, Bergljót. Þó var Guðlaug miklu áleitnari enda þótt hún síður en svo gæfi mér nokkurt tilefni til þess sjálf. Kannske einmitt þess vegna. Hún var aðeins áleitin í mínum eigin huga, því miður, fannst mér stundum, en aðra stundina hrósaði ég happi af því að svo var. — Eins og ég sagði í upphafi þessa máls, var það í annað sinn á tveimur vikum að ég varð þess var í miðjum vinnutíma, að Ragnar var fjarstaddur. Þetta var á föstudegi og það var ekki útborgunar- dagur hjá okkur og enginn viðskijitavinur inni. Lítið að gera eins og oft í ágústmánuði. Guðlaug stóð ujijj frá ritvélinni, gekk framhjá mér inn i skrifstofu mína með nokkur bréf, er hún hafði ver- ið að vélrita. Bergljót sat í gjaldkera-horni sínu og horfði á mig. Svo brosti hún, mér virtist dálítið háðslega og sagði: Já, svona er vaninn. Okkur finnst undarlegt að Ragnar er tekinn uj>p á því að fara út í vinnutíma, einstaka sinnum, núna, síðan konan fór frá honum. Konan, frá honum? spurði ég undrandi. Já, vissurðu það ekki? , Nei, auðvitað ekki, hvernig átti ég að vita það? Auðvitað, sagði hún. Hvað veizt þú nema um fugla, grös og steina, gamlar bækur og svo náttúr- lega verzlunina og, jú, jú, margt annað. En um félaga þína og samverkafólk! Ekkert. Guðlaug gekk nú til sætis, hún leit dálítið undr- andi á Bergljótu og svo á mig. Nú, nú, sagði ég. Auðvitað veit ég talsvert um ykkur, við. erum hér saman á hverjum degi í sjö til átta tíma, stundum lengur. En hina sextán, sautján tímana og svo flesta laugardaga og sunnudaga, sagði Bergljót. Það er meiri hluti ævinnar. Það gerist margt á þeim tíma. Og meðal annars það, að kona Ragnars er farin frá honum og vinnur í skrifstofu í Hafnarfirði og býr þar hjá vinkonu sinni. En börnin? Ja, þetta eru nú engin börn, drengurinn sautján ára og stúlkan fimmtán. Þau eru víst bæði við vinnu í skólafríinu. Hann á síld og hún í garða- vinnu hjá bænum. Og svo er móðir Ragnars heima og stjórnar öllu af miklum dugnaði. Nú, sagði ég. Ég skil þetta ekki. Nei, það er ekki von, sagði Bergljót. Það er varla von að þú skiljir svo auðskiljanlegt mál — í einkalífi fólks. Eg hafði ekkert svar við þessari athugasemd Bergljótar, og lét því talið falla niður og gekk inn í skrifstofu mína. Um leið skotraði ég augunum til Guðlaugar, hún horfði á mig, dáltið raunamædd á svijrinn, eins og hún vorkenndi mér. Það var ekki laust við að ég væri í hálfgerðum vandræðum út af þessu, út af fávizku minni, eins og krakki sem hefur fengið ofanígjöf. Ég sökkti mér ofan í verk mín og litlu síðar kom Ragnar inn. Þú vildir finna mig? sagði hann, ég skrapp snöggvast út, var raunar lengur en ég ætlaði. Auðvitað, sagði ég og fór svo að tala við hann um það sem fyrir lá, um kaup á vörum. — Nei, þeim skyldi ekki verða kápan úr því klæðinu, frú Holt og Guðlaugu, að ég færi að hnýsast í cinka- mál kunningja minna. Ekki aldeilis! 38 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.