Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Síða 48

Frjáls verslun - 01.12.1961, Síða 48
og láta þá njóta reynslu og kunnáttu hinna gömlu. En hinu hefði mátt búast við, að eftir að erlendir minkahundar hafa sýnt, hve gagnlcgir þeir eru sem dýrhundar og jafnvel ckki lengra síðan en i haust, að íslenzkir hundar unnu eigendum sínum mikið gagn mcð því að grafa fé lir fönn, hefðu vakizt upp einhverjir mcnn með bændastétt landsins, sem beittu sér fyrir uppeldi og þjálfun íslenzkra dýr- hunda og rakka, sem beinlínis væri kennt að leita fjár, sem fennt hefði, þar eð erlendis er nú kapp- kostað að koma upp skólum fyrir snjóhunda, sem svo eru kallaðir, og ætlaðir eru til þess eins að grafa niður á menn, sem lenda í snjóflóðum. Og eins og það trúlega verður svo, að þýzkir hrossa- ræktarmenn hreinrækti íslenzka úrvalshesta, þjálfi til ýmissar notkunar og selji þá í framtíðinni mjög háu verði, eins reynist það maður vestur í Amer- íku, sem einn hreinrækti íslenzkt hundakyn, kynni það síðan og selji einstök dýr fyrir ærið fé, unz kynið hefur ldotið frægð og aðrar þjóðir taka einn- ig að rækta það. f útlöndum er það sem sé vísindaleg atvinnu- grein, eins og til dæmis nautgripa-, sauðfjár- og liestarækt, að ala upp hunda af hreinum kynjum. Þar þykir sjálfsagt að setja reglur um hundahald — og að þess sé gætt, að reglunum sé hlýtt. En það mundi þykja furðuleg ráðstöfun og frekleg skerð- ing á einstíiklingsfrelsi, að mönnum væri bannað að hafa hunda, hunda, sem aldrei komi innanbæjar út af einkalóð eigendanna nema í bandi. Þar er sem sé viðurkennt, að hundar séu börnum ómetan- legir félagar og vinir, og tillitið, sem barnið tekur til slíkra ómálga vina sé þeim þroskandi skapgerð- arleg þjálfun, þar eð það tillit er ekki orðið til af illri nauðsvn eður fyrir boð cða bann. Þá er og vit- að, að fjölda einstæðinga er hundurinn liollvinur og félagi, en cinnig fjölmörgum öðrum, enda eru til margir vitnisburðir frá mikilmennum sögunnar um bað, hvers þeir hafi nietið hundinn sinn. Skáldið Byron unni hundi sínum hugástum. og hundur hans hafði bjargað honum frá bráðum bana f æsku. Spekingurinn Rousseau mælti þannig eftír einn af hundum sínum: „Hann var vinur minn og lagsbróðir, og átti þessi nöfn betur skilið en flestir aðrir, sem svo hafa viliað kalla sig.“ Skáldið Walter Scott sagði: „Það er það að því að eiga hund, að hann devr svo fljótt, en ef hann lifði nú í 50 ár og dæi svo, hvað ætti þá að verða af mér?“ Hinum spakvitra afburðamanni, Darwin, þótti svo vænt um gamlan hund sinn, að ættingjar hans gerðu allt, scm þeir gátu til að halda lífinu í rakk- aninn, því að þeir héldu, að spekingurinn aldraði þyldi ekki lát hans. Og tveim dögum seinna en Darwin dó hundurinn. Skáldið Ivan Turgenjev segir: „Hundurinn horfir á mig og ég horfi í augun á honum. Það eru ekki dýr og maður, sem horfast þannig í augu. Það eru tvenn augu eins sköpuð, sem snúa hvor við öðrum, og úr þeim báðum skín löngun eftir nánari vináttutengslum.“ Hér á íslandi færast hundabönnin lengra og lengra út í dreifbýlið. Trúlega verður það brátt bannað í sveitunum eins og í bæjunum að hafa hund, því að sakir menningarlegs jafnvægisleysis í sveitum gegnir höfuðborgin sannarlega forustuhlut- verki á hösluðu sviði bændamenningarinnar, og líklega verða svo á flugvélum, sem eyða amerísku eða rússnesku benzíni, smöluð afréttarlöndin, eins og þegar eru dæmi til. Hér á landi þvkir alls ekki fært að setja strangar reglur um hundahald og gæta þeirra, en hins vegar þykir bann næsta hand- hægt. Okkur sem höfðum hunda og önnur dýr að Icikfélögum í bernsku og síðan að vinum og vinnu- félögum, finnst bæði furðulegt. og hörmTdegt, að svo skuli vera komið, að börn bæjanna sumra hér á Islandi reka ekki einungis upp skelfingaróp, ef þau augum líta hundkvikindi af hreinni tilviljun, heldur nötra af hræðslu, ef þau sjá trítla í nánd við sig gulan kjúklingshnoðra. Hins vegar þjóta þau óhrædd þvert í veg fyrir æðandi og skarkandi bíla! Mér er ógleymanleg stund, er ég sat úti í tún- brekku lítill sveinn og treysti mér ekki að leggja á brattann, tók svo það ráð að æpa hástöfum, eu árangurslaust. Þá setti að mér sára hrvggð og ég grét beiskum tárum. Ég var aleinn og yfirgefinn í stórum og uggvænlegum heimi. Ég var Adam, út rekinn úr Paradís. Þá var það allt í einu, að ég heyrði bofs, og um leið sleikti mjúk og vot tunga tárvættar hendur mínar. Ég tók þær frá andlitinu, og við mér brostu tvö dimmbrún og hýrglöð hugg- unaraugu! Svartur hundur með hvíta bringu og hvítan sokk á hægra fæti, Kaffon! Ég greip hönd- unum um háls honum og hallaði mér upp að þúfu, og þarna fannst ég sofandi í loðnu og hlýju fangi hundsins, við báðir í grænu fangi brekkunnar — skrýddu gulum djásnum himnasmiðsins. 44 FHJAI.S VERZUTN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.