Frjáls verslun - 01.12.1961, Page 50
verður Vart við drykkjuskap en
áður var bæði í kauptúnum og
upp til sveita. Sú skoðun er nú
búin að festa rætur í almennings-
álitinu, að minkun sé hverjum
manni að láta sjá sig ölvaðan.
Skoðanir reglunnar í vínsölu „hafa
algjörlega sigrað í héröðum og
kauptúnum, þar sem þriðjungur
allra landsmanna á heima“. Mikið
er flutt af vínföngum til lands-
ins enn, þegar miðað cr við hvern
einstakan íbúa landsins. A sjö-
unda áratug aldarinnar koinu
meira en tíu pottar (10,75) af
áfengi, mest brennivíni, á hvert
mannsbarn í landinu. Sést bezt á
því, hvelíkur voðadrykkjuskapur
það hefir verið, ]>egar það er liug-
leitt, að í rauninni kemur þetta
alt á fullorðna karlmenn, og ])ó
ekki nærri því alla, ])ví aldrei hafa
allir drukkið. Nú segja menn að
koma muni tæpum hálfum þriðja
potti (2,32) minna af áfengi á
hvern mann. Verkefnið er þess
vegna enn nóg, meðan hálfur ní-
undi pottur (8,43) kemur á hvert
mannsbarn í landinu. En vonandi
er nú bindindishreyfingin komin á
svo góðan rekspöl, að framfarir í
rénum drykkjuskaparósómans
verði tiltölulega meiri í nálægri
framtíð. Það er ósköp um það
að hugsa, að svo t'átækt land skuli
eyða jafnmiklu ógrynni fjár til
áfengiskaupa. En því miðnr hafa
höfðingjarnir lengi gengið þar á
undan og alþýða fylgt illu cftir-
dæmi þeirra. Nú eru þeir líka
einna tregastir til að leggja niður
þann ljóta sið. Þó hafa ýmsir
þeirra gjörst liinir mestu bindind-
isfrömuðir og hefir á engum manni
úr hópi hinna lærðu manna meira
borið í starfsemi Good-templara-
félagsins en revísor landsreikning-
anna, Indriða Einarssyni, leikrita-
skáldinu. Iíann er ötull maður og
í þessu efni hinn einbeittasti; hann
hcfir farið fótgangandi jafnvel um
hávetur langar Ieiðir til að flytja
bindindisprédikanir sínar og oft
og einatt orðið mikið ágengt. Er
það sannarlega sjaldgæft á íslandi,
svo sjaldgæft, að eg ætla það
eins dæmi, að nokkur hafi svo
brennandi áhuga á einhverju vel-
felferðarmáli, að hann leggi fús-
lega og hvað eftir annað annað
cins á sig. Enda er því ekki að
neita, að Good-templarafélagið er
orðið stórveldi í landinu, sem sést
bezt á því, að á síðasta stórstúku-
þingi í Reykjavík sátu ekki færri
en áttatíu erindrekar og embættis-
menn af öllu landinu fjóra daga
samfleytt til að ræða mál sin. Von-
andi er, að bráðum verði áfengis-
sala og aðflutningur áfengis bann-
að með lögum, og ætti ísland að
standa þar betur að vígi en nokk-
urt annað land sökum þess, hve
afskekt það er.
Bindindismennirnir sýna fram á,
að mannsæfin lengist., þegar hætt
er að neyta áfengis. En læknarnir
vilja eiga sinn skerf af þeim heiðri,
])egar unt er að sýna fram á, að
menn lifi Icngur nú en á einhverju
undanförnu tímabili. Eyrir 25 ár-
um voru að eins 10 læknar á land-
inu. Nú eru þeir orðnir fram undir
40 fyrir utan landlækninn. Það er
stórkostleg fjölgun, og þykir mörg-
um nóg um, af því að tala em-
bættismanna var áður svo mikil.
Læknarnir eru flestir hæfir og
myndarlegir menn og standa að
líkindum ekki embættisbræðrum
sínum í öðrum löndum neitt að
baki. Menn staðhæfa nú, að
mannsæfin sé að lengjast á íslandi
og það töluvert, að menn lifi nú
að meðaltali einum 20 árum leng-
ur en gerðist framan af öldinni,
og þakka það þægilegri lífskjörum,
betri híbýlum, aukinni þekking og
betri læknishjálp. Þótt þetta
reyndist of há tala, þá er enginn
efi á því, að hún er gleðilegur vott-
ur um töluverða framför í lífi
þjóðarinnar.
Þótt framfarirnar séu engan
veginn stórkostlegar og oft beri
fremur lítið á þeim á yfirborðinu,
eru þær þó býsna-miklar, þegar far-
ið er nákvæmlega að gæta að öllu.
Þegar maður ferðast um landið,
verður maður var við tvo strauma
hvorn öðrum gagnstæðan, sem úr
verður eins konar hringiða í þjóð-
lífinu og halda því vakandi. Annar
þeirra hefir upptök sín í óþreyj-
unni, sem hjarta mannsins fyllir,
þegar honum finst hann vera að
bíða Iægri hlut í lífsbaráttunni.
Iíann sér engan leið út úr vand-
ræðunum. Fyrir honum cru öll
sund lokuð. En hann langar til
að lifa og komast áfram og liugs-
ar með sér: Er ekki skynsamlegra
fyrir mig að rífa mig upp og hefja
baráttuna fyrir lífi mínu á ein-
hverjum öðrum stað í heiminum,
þar sem lífsskilyrðin eru hægri
og auðveldari og náttúran ekki
jafn-óviðráðanleg, en að halda
henni áfram hér, þar sem ég ræð
ckki við neitt og er hvorki sjálfum
mér né öðrum til neins gagns?
Það keniur ekki að eins fvrir á
íslandi, að þessi óþreyja grípur
einstaka mann. Það kemur fyrir
í öllum löndum heimsins og er
algjörlega mannlegt. Frá sjónar-
miði hinna, sem aldrci kcmnr slíkt
til hugar, kann ])etta að vera
ókarlmannleg niðurstaða; en karl-
mennskulundin getur gugnað hjá
oss öllum og því er varlega dæm-
andi. Þess vegna er naumast til
nokkurs um það að fást, nema
láta hvern sjálfráðan. Það er líka
fremur lítið gagn að halda því
hjúinu þvernauðugu, sem orðið
er óánægt í vistinni. Ég veit ekki
annað en það sé talið hið mesta
happ af öllum vitrum mönnum í
flestum ef ekki öllum löndum
46
FRJÁLS VF.RZLUN