Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERZLUN
23
a ÍKSJ VJSP'W'Í'v;- V ' I
„Rijmm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Magnús stendur hér
fyrir utan Austurstræti 3, hús föður síns.
á leiðinni. Einar hafði á hinn bóg-
inn komið um borð skilríkja- og
peningalaus, en skipstjórinn setti
hann þrátt fyrir það á farþegalist-
ann. Sigldi skipið síðan áleiðis til
Halifax, þar sem Árni fór af skip-
inu, og urðu ungu mennirnir því
að sjá um sig sjálfir, það sem eftir
var ferðarinnar til Winnepeg.
Strax og til Winnepeg kom,
fengu þeir félagar sér vinnu við
þreskingu upp í sveit, en um
haustið réði Magnús sig svo til
fiskveiða í Winnepegvatni ásamt
tveimur löndum sínum og Pól-
verja. Staðurinn, sem þeir dvöld-
ust þarna á, var langt frá um-
heiminum, og bækistöð þeirra var
óhrjálegur bjálkakofi. Var oft og
tíðum æði kuldalegt, og komst.
frostið stundum upp í 30 gráður
á Celsíus. Var netunum lagt, áður
en vatnið lagði, en síðan vitjað
um þau daglega. ísinn varumfjög-
ur til átta fet á þykkt, en þeir
félagar urðu sífellt að höggva vak-
irnar, sem lagði á hverri nóttu.
Voru þetta heimkynni Magnúsar
í tíu vikur.
í vertíðarlok hélt Magnús enn
til Winnepeg og hóf nú störf hjá
heildsölufyrirtæki, sem seldi járn-
vörur. Vann hann þar, er honum
barsttil eyrna, að bróðir hansværi
kominn til New York. Héldu
Magnúsi nú engin bönd, því að
hann fýsti til fundar við bróður
sinn. Ekki var þó hlaupið að því,
þar sem tvo mánuði tók að fá
vegabréf til Bandaríkjanna frá
Kanada, og að þeim tíma liðnum
yrði bróðir hans allur á bak og
burt. Því leitaði Magnús á náðir
danska konsúlsins í Montreal, en
þegar hann gat í engu orðið hon-
um að liði, greip Magnús til eigin
ráða.
Hann fór til smábæjar í nánd
við landamærin í von um, að sér
myndi takast að laumast skilríkja-
laus yfir landamærin. Bannið var
í þá daga allsráðandi í Bandaríkj-
unum, og kom það oft fyrir, að
bandarískir bændur skryppu yfir
landamærin svo sem eina kvöld-
stund til að fá sér einn ,,gráan“ í
landamærabæjum Kanada. Magn-
ús var svo heppinn að hitta einn
slíkan, sem taldi lítil vandkvæði
á því að hjálpa honum yfir landa-
mærin. Komst Magnús klakklaust
með honum yfir til Bandaríkj-
anna, og gekk ferðin til New York
að óskum, nema hvað bróðir hans
var farinn, þegar til stórborgai’-
innar kom.
Bandaríkin voru komin í stríð-
ið, og bandaríska lögreglan var um
þessar mundir á hælum allra
þeirra, sem ekki höfðu mætt tii
skráningar. Var þetta heldur
bagalegt fyrir Magnús, vegabréfs-
lausan manninn, enda fór svo, að
lögreglan handtók hann dag einn,
er hann var að koma frá neðan-
jarðarlest. Til að byrja með vav
hann settur undir lás og slá, ogtók
hann þá það ráð að þykjast hafa
tapað skilríkjum sínum. Yfirvöldin
höfðu ekki neitt við þessa skýr-
ingu að athuga, en kröfðust þess,
að hann yrði sér út um þau með
skjótum hætti. Voru nú góð ráð
dýr. Magnús vissi, að erfiðlega
gæti gengið að fá þau undir þess-
um kringumstæðum, og leysti
ABYRGD
Látið ÁBYRGÐ
bera ábyrgðina!
Tryggið heimilið, bílinn, fyrir-
tækið hjá ÁBYRGÐ
ÁBYRGÐ tryggir aðcins fyrir hind-
indismenn. Þess vegna fá þeir
ódýrari tryggingar hjá ÁBYRGÐ.
Bindindi borgar sig!
TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN
Skúlagötu 63 — Reykjavík — Símar 17455 - 17947
AUGLÝSINGA-
SÍMI 82300
FRJALS5
VIERZLLJIM