Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 48
4B FRJALS VERZLUNl STEFNUBREYTING í SOVÉT Sovézkir framleiðendur fara framboðs og eftirspurnar Allar götur, síðan Lenín hrifs- aði völdin í Rússlandi árið 1917, hefur verið lögð meiri áherzla á þungaiðnað en framleiðslu neyzlu- varnings. En í tilefni af 50 ára afmæli byltingarinnar hefur verið tilkynnt, að nú verði loksins breytt um stefnu. Gert er ráð fyr- ir 8.6% framleiðsluaukningu neyzluvarnings á móti 7.9% aukn- ingu í þungaiðnaði, næstu þrjú ár- in. LÍTIÐ VÖRUFRAMBOÐ. Lífskjör almennings í Sovétríkj- unum hafa aldrei verið talin góð, miðað við vestrænan mælikvarða. Húsnæðisskortur er eitt af mestu vandamálum Sovétríkjanna. Vöru- framboð er bæði lítið og lélegt. Þó kemur þar á móti, að Sovét- borgarinn þarf yfirleitt ekki að óttast, að hann verði rekinn úr húsnæði sínu, sem auðvitað er eign ríkisins, þótt hann eigi erfitt með að standa í skilum. Og hann er ekki rekinn úr vinnunni, þótt hann mæti tíðum seint og svíkist um, því að markmið hins allsráð- andi ríkisvalds er, að allir geti haft atvinnu. Fáein ár eru liðin, síðan bera tók á óánægju almennings vegna þess, hve seint gekk að auka fram- leiðslu neyzluvarnings. Frá lokum inn á brautir seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu Sovétríkin orðið að gera ýmsar ráðstafanir á kostnað lífskjara til að geta staðið Bandaríkjunum jafnfætis hernaðarlega. En þegar dró úr kalda stríðinu og almenn- ingi varð ljóst, að hættan á stór- styrjöld fór síminnkandi, uxu kröfurnar um, að dregið yrði úr hernaðarútgjöldum og fjármagn- inu, sem sparaðist, yrði varið til framleiðslu á ýmiss konar varn- ingi, sem almenningur girnist. Þá höfðu aukin kynni Sovétborgar- ans af lifnaðarháttum á Vestur- löndum, eftir að Stalín féll frá og ferðalögum til útlanda fjölgaði, þau áhrif, að hann fann betur en áður, hve lífskjör hans voru fjarri því að vera ákjósanleg. VÍÐTÆKAR SKIPULAGSBREYTINGAR. Til þess að ná hinum nýju markmiðum sínum hefur Sovét- stjórnin fyrirskipað fullkomna endurskoðun á iðnaði landsins og þegar gert víðtækar skipulags- breytingar. Ein breytinganna hef- ur vakið mesta athygli. Áður var afkoma og frammistaða iðnaðar- ins miðuð við framleiðslumagn- ið. Framvegis verður í ríkari mæli miðað við fjárhagslegan ágóða iðn- aðarins. Afleiðingin af fyrristefnu var margvísleg óreiða. Fram- leiðslutölur voru falsaðar, gæði. framleiðslunnar fóru niður úr öllu valdi síðustu vikur fram- leiðsluáætlunarinnar, þegar verk- smiðjustjórar kepptust við að^ fylla þá kvóta, sem þeim höfðu verið settir. Skóverksmiðjur fram- leiddu stundum miklu meira af barnaskóm en nauðsynlegt var, vegna þess að þannig fengust Bifreiðum fjölgar hægt í Sovét. Myndin er frá Moskvu. fleiri skór úr leðrinu, sem verk- smiðjunum var skammtað. Fyrir fáeinum árum töldu sovézk blöð, að einn fimmti hluti alls tilbúins karlmannafatnaðar væri gallaður. Talið er, að nú liggi í sovézkum vörugeymslum varningur að verð- mæti 150 milljarða króna, sem selst ekki vegna útlitsgalla og gæðaskorts. Skipulagsbreytingarnar í iðnað- inum eru stundum kenndar við hagfræðiprófessorinn Evsei Liber- man við háskólann í Karkov. Kenningar hans hafa komið til framkvæmda í yfir 5000 verk- smiðjum í Sovétríkjunum. Þær hafa mætt mikilli andstöðu, enda mun ekki verða gengið jafn langt í því að láta ágóðasjónarmiðið ráða, eins og upphaflega var áætl- að. Með þessum skipulagsbreyting- um og ýmsum öðrum hyggst Sov- étstjórnin ná markmiði sínu um aukna neyzluvöruframleiðslu á sama tíma og hún eykur hern- BÍLAVARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR BÍLA Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27 - Sími 22675
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.