Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 21
FRJALR VERZLUN 21 SAMTÍÐARMENN Magniís J. Brynjólfsson kaupmaður Sólríkan júlídag árið 1924 stóð ungur maður á bryggju í Reykja- víkurhöfn og virti fyrir sér húsin og fólkið í höfuðstaðnum. Miklar breytingar höfðu orðið á bernsku- stöðvunum frá því, að hann yfir- gaf þær tæpum níu árum áður og hélt vestur um haf til að sjá sig um í heiminum og leita ævintýra. En sennilega hafði ungi maður- inn breytzt meira en höfuðstaður- inn á þessum tíma — úr óhörnuð- um unglingi, sem fullur kvíða yf- irgaf heimili sitt til að fullnægja ævintýralönguninni, í menntaðan heimsmann með næsta litskrúðug- an feril að baki í öðru landi. Nú var hann kominn heim — þó ekki til langframa, að hans hyggju, heldur aðeins til að heilsa upp á vini og vandamenn, því að hann hugðist setjast að í öðru landi. En örlaganornirnar ætluðu unga manninum annað hlutverk, og þeirra ásetningur hafði betur, því að ekki varð af búferlaflutn- ingi unga mannsins. Hann sneri sér að kaupmennsku í höfuðstaðn- um og varð brátt vinsæll og happasæll kaupmaður. Hann átti eftir að koma víða við í þjóðlífinu og þá kannski mest í félagsmálum verzlunarstéttarinnar, en þar hef- ur hann unnið mikið og heillaríkt starf. I. Nú er hann 67 ára að aldri. Magnús Brynjólfsson fæddist i húsinu Austurstræti 3 árið 1899, og þar er verzlun hans, Leður- verzlun Jóns Brynjólfssonar, enn þann dag í dag. Foreldrar Magnús- ar voru hjónin Jón Brynjólfsson skósmíðameistari og Guðrún Jós- efsdóttir. Jón hafði lært iðnina fjögur ár hér heima, en starfaði síðan tvö ár í Kaupmannahöfn. Húsið að Austurstræti 3 byggði hann árið 1897 og er það því með- al eldri bygginga hér í borg. Móð- ir Magnúsar fæddist að Kleppi, skammt frá Reykjavík, en þar rak afi hennar mikið bú. Fyrstu endurminningar Magn- úsar eru allar úr Austurstræti, þar lék hann sér jafnan í rennu- steininum, en í þá daga var stræt- ið ekki mikið annað. Bærinn var ósköp lítill um þessar mundir. í- búatalan einhvers staðar milli 5 og 10 þúsundir, og þurfti ekki að fara lengra en upp að Laufási, þar sem nú er Laufásvegur, til að vera kominn upp í sveit. Næsti nábúi Jóns var Björn Jónsson, síðar ráðherra. Hinumeg- in götunnar stóð hús hans og prentsmiðja, þar sem hann gaf út blaðið ísafold. Á yngri árum sín- um mátti Magnús oft rölta yfir til ritstjórans til að sækja mjólk fyr- ir móður sína, en Björn átti 10 kýr, sem hann hafði í fjósi bak við hús sitt. Seldi Elísabet, kona Björns, nágrönnunum gjarnan mjólkurdreitil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.