Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 36
36
FRJALS VERZLUNI
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Umsjón: Magnús L. Sveinsson
Erfitt fyrir ungt fólk að stofna
fyrirtæki í Svíþjóð
Rabbað vi3 Erik Magnusson,
fyrrv. form. Norrœna verzlunarmannasambandsins,
sem hélt hér fyrirlestur í boði V.R.
Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur hefur að undanförnu geng-
izt fyrir hádegisverðarfundumfyr-
ir félagsfólk og gesti, um helztu
verzlunar-, viðskipta- og þjónustu-
fyrirtæki, sem verzlunar- og skrif-
stofufólk starfar við, og jafnframt
hefur verið um að ræða kynningu
á viðkomandi starfsgreinum og
því, sem þar er efst á baugi. Eru
þessir fundir hugsaðir sem liður
í aukinni kynningu á þýðingu og
mikilvægi þeirra atvinnugreina og
starfa, sem innt eru af hendi í
þeim. Fundir þessir verða sjö tals-
ins og hinn síðasti haldinn laugar-
daginn 2. marz. Það eru kunnir
menn, sem flytja aðalræðurnar á
þessum fundum, og allir sérfræð-
ingar á sínu sviði. Blaðafulltrúarn-
ir Sigurður Magnússon og Sveinn
Sæmundsson fjalla um flugmál,
Erlendur Einarsson forstjóri um
samvinnuhreyfinguna, Gunnar
Guðjónsson forstjóri um útflutn-
ingsverzlun, Hannibal Valdimars-
son um íslenzka verkalýðshreyf-
ingu og Óttarr Möller forstjóri um
siglingar.
Auk þess bauð svo V.R, hingað
til lands Erik Magnusson, fyrrver-
andi form. Norræna verzlunar-
mannasambandsins, og laugardag-
inn 11. nóvember s.l. flutti hann
erindi um þróun hagsmunabaráttu
skrifstofu- og verzlunarfólks á
Norðurlöndum.
V.R.-síðan hitti Erik að máli,
meðan á heimsókn hans stóð og
rabbaði lítillega við hann um sam-
bandið og aðstöðu verzlunarfólks
á hinum Norðurlöndunum.
Hver er tilgangur sambands-
ins, hversu miikil völd liefur það
og hvað eru félagar margir?
Það má segja, að þetta sé
nokkurs konar vináttusamband.
Við komum saman til funda, ber-
um saman bækur okkar og hjálp-
um hver öðrum eftir föngum. Fé-
lagar eru um 300 þús. manns, svo
að þetta eru nokkuð sterk samtök,
sem sjálfsagt gætu komið ýmsu til
leiðar, en við höldum okkur innan
vissra takmarka, skiptum okkur
t. d. ekki af stjórnmálum, en reyn-
um að gæta hagsmuna hver ann-
ars, eins og unnt er. Gagnsemi
samtakanna hefur orðið augljós í
gegnum árin og þau hafa komið
miklu til leiðar, t. d. í sambandi
við tryggingar, lífeyri og fleira
þess háttar. Við höfum alltafreynt
að eiga gott samstarf við stjórnar-
völd landa okkar, og það hefur
gengið vel, aldrei komið til alvar-
legra árekstra.
Hvernig er menntun verzlun-
ar- og skrifstofufólks í Svíbjóð?
Ég held mér sé óhætt að full-
yrða, að hún sé á nokkuð háu
stigi. Það er augljóslega fyrirtækj-
unum í hag, að starfsfólk þeirra
sé vel menntað og hæft í sínu
starfi, og ungu fólki er auðvelt að
öðlast þá menntun, sem það ósk-
ar sér, ef það er reiðubúið að
leggja eitthvað á sig.
Hversu fljótt getur það haf-
ið störf?
Erik Magnusson.
Ekki fyrr en það er komið
yfir tvítugt, þ.e.a.s. piltarnir.
Skyldunámi er ekki lokið, fyrr en
þeir eru orðnir 18 ára gamlir, og
þá eiga þeir eftir að gegna her-
þjónustu og ljúka framhaldsnámi.
Herþjónustan gerir þarna nokk-
urt strik í reikninginn, en hins
vegar getur hún orðið þeim til
góðs að öðru leyti, bæði verið
þroskandi og eins, ef þeir eru
heppnir, veitt þeim raunhæfa
þjálfun í einhverju, sem þeir óska
eftir að leggja fyrir sig. Það þarf
t. d. ekkert smáræðis skrifstofu-
bákn til þess að sjá fyrir öllum
þörfum hersins.
En hvaða aðstöðu hefur ungt
fólk til að setja á fót elgin fyrir-
tæki.
Þá syrtir heldur í álinn. Ég
er hræddur um, að það sé mjög
erfitt, jafnvel ógerlegt, ef viðkom-
andi hefur ekki því meira fjár-
magn að baki sér. Það eru stóru
fyrirtækin sem „bliva“, og það er
reynt að gæta þess, að þau fái
ekki samkeppni, sem gæti verið
þeim óheppileg; aðhaldið er alveg
nógu mikið vegna annarra stór-
fyrirtækja, sem eru með sömu
eða svipaðar framleiðsluvörur.
Það er því reynt að hafa stjórn á
þessu með tilliti til markaðanna.
Hins vegar getur ungt fólk unnið
sig upp í háar stöður, ef það er