Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 13
FR'JÁLS VERZLUN 13 Stefán Valgeirsson. flutti heim 1956 eftir 26 ára dvöl erlendis. Síðan Pétur kom heim hefur hann tekið virkan þátt í margvís- legu félagsstarfi. Til dæmis skal nefnt, að hann hefur átt sæti í stjórn Hins ísl. fornritafélags frá 1959, var formaður Samtaka um vestræna samvinnu frá 1958— 1965, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur frá 1959—1960 og hefur átt sæti í stjórn Sölusam- bands ísl. fiskframleiðenda frá 1962. Pétur hefur alltaf haft mikinn áhuga á íslendingasögum og forn- ritum og hefur hann ritað töluvert um þau mál. M. a. kom út árið 1965 rit eftir hann, er nefndist: ,,Hvers vegna orti Egill Höfuð- lausn?“ Pétur Benediktsson er tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Eggertsdóttir Briem, óð- alsbónda í Viðey, en síðari kona hans er Marta Ólafsdóttir, forsæt- isráðherra Thors. Við Alþingiskosningarnar í sum- ar tók Pétur Benediktsson annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og er 4. þingmaður kjördæmisins. Á Al- þingi á Pétur sæti í Neðri deild og var þar kosinn í fjárhagsnefnd, sjávarútvegsnefnd, heilbrigðis- og félagsmálanefnd og enn fremur á hann sæti í utanríkismálanefnd Sameinaðs Alþingis. Stefán Valgeirsson er fæddur að Auðbrekku í Eyjafirði 20. nóv. 1918. Sem bændasona var háttur í þann tíma fór Stefán á bænda- skóla og nam búfræði í Hóla- skóla á árunum 1941 og 1942 og lauk þaðan prófi. Síðan lá leið- in til Reykjavíkur og þar hóf Stefán vinnu við húsbyggingar hjá föðurbróður sínum, Hilm- ari Árnasyni. Einnig vann Stef- án um tíma við uppskipun o. fl. við Reykjavíkurhöfn, en réðst síðan til Reykjavíkurborgar, fyrst sem verkamaður, en varð fljótlega verkstjóri og gegndi þeim störf- um til ársins 1948, en það ár kvæntist hann Fjólu Guðmunds- dóttur úr Árnessýslu. Fluttu þau hjónin norður í Eyjafjörð, og þar hóf Stefán búskap á Auðbrekku með Þóri, bróður sínum. búskap á Auðbrekku með Þóri, bróður sínum. 1953 brá Stefán búi, þar sem hann hafði verið heilsuveill um nokkurn tíma og flutti þá til Keflavíkur. Stundaði hann þarbif- reiðaakstur og ökukennslu um tíma, en flutti síðan aftur norð- ur að Auðbrekku. Stefán hafði alltaf mikinn áhuga á félagsmálum og var hann um skeið formaður Félags ungra framsóknarmanna í Eyjafirði og er nú formaður fulltrúaráðs Fram- sóknarflokksins þar. Þá var hann og um skeið formaður Starfs- mannafélags Keflavíkurflugvall- ar, bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum og Byggingasam- vinnufélags Keflavíkur. Stefán Valgeirsson skipaði 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í HÚS- BYGGENDUR Hjá okkur getið þér fengið á einum stað næstum allt efni í bygg- inguna. Góð bílastæði. Góðfúslega kynnið yður verð og vöruval hjá okkur. Það sparar yður tíma og fyrirhöfn að verzla þar sem vöruvalið er mest. Timbur, járn o. fl. þungavörur sími 41010 Verzlunin — 41849 Skrifstofan — 40729 BYGGINGAVðRUVERZLUN KÖPAVOGS Kársnesbraut 2, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.