Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 29
FRJAL5 VER2LUN 29 Frú Liselotte Gunnarsson við vinnu sína. við mig, að bréfin mættu ekki vera eins og leiðréttur krakka- stíll. En hann var yndislegur hús- bóndi, og ég bar virðingu fyrir honum og þótti vænt um hann. Það er líka mjög gott að vinna fyrir Berg, hann er tillitssamur og samvinna okkar eins og bezt verð- ur á kosið. í hverju eru störf þín helzt fólgin, vinnur þú mikið sjálf- stætt? Já, ég hef nokkuð frjálsar hendur. Ég annast t. d. allar bréfa- skriftir og sé um pantanir. Flest algeng bréf sem ég sjálf, en ann- ars les Bergur mér fyrir. Notar 'þú liraðritun við að taka þau niður? Ja, það er nú það. Ég hef aldrei lært hraðritun sérstaklega, nota bara mína eigin, eins og margir aðrir. Hvað þurfa einkaritarar að geta vélritað mörg orð á mínútu? Hamingjan hjálpi mér, það veit ég ekki. Ég hef aldrei athug- að, hvað ég skrifa hratt sjálf. Þeg- ar ég er að semja bréfin stoppa ég oft til að hugsa um, hvernig orðalagið eigi að vera. Ég sé um að panta, allt frá bílum niður í saumnálar, svo að ég hef um ann- að að hugsa en hvað orðin verða mörg á mínútu. Þá sjaldan, að Bergur er ekki við, gegni ég svo ýmsum öðrum störfum fyrir hann, tek á móti fólki, t. d. Þegar hann er á skrif- stofunni, vinnum við náið saman, og ég þarf eiginlega að vita af öllu, sem hann veit. Það er ekki auðvelt verk, því að Bergur fylg- ist mjög vel með öllu, sem gerist í fyrirtækinu, en ég geri mitt bezta. Svo þarf ég að minna hann á fundi, fyrirlestra og önnur stefnumót, og einstaka sinnum að festa tölu á fötin hans, áður en hann leggur af stað. Hvað gerir þú svo í frístund- um þínum? Það er nú hvorki mikið né merkilegt. Ég hef heimili til að hugsa um, dóttir mín og móðir búa hjá mér, og ég er ósköp fegin að koma heim og hvíla mig. Svo dunda ég bara við að lesa, ráða krossgátur eða horfa á sjónvarpið; auk þess fer ég daglega í sund- laugarnar og syndi mína 200 metra. Ég hef líka gaman af að ferðast og hef farið nokkrum sinnum í siglingar og heimsótt vini og ættingja í Þýzkalandi. Getur þú ekki sagt okkur einhverja skemmtilega sögu af starfsferli þínum? Þau eru nú orðin nokkuð mörg atvikin, sem fyrir mig hafa komið, en ég held, að einna minn- isstæðast sé atvik, sem kom fyrir á stríðsárunum, eftir að Banda- ríkjamenn höfðu tekið við völd- um. Þá þurfti ég, eins og aðrir Þjóðverjar, að koma til höfuð- stöðvanna einu sinni í viku, svo að þeir gætu fylgzt með ferðum mínum. Ég átti að mæta kl. 4 á miðvikudögum, og það mátti ekki bregðast. Ég var þá búin að sækja um íslenzkan ríkisborgararétt, og heyrði svo í útvarpinu einn dag- inn, að ég hefði fengið hann. Nú, næsta miðvikudag fór ég í vinn- una, eins og ekkert hefði í skorizt og hreyfði mig hvergi kl. 4; hélt, að ég þyrfti ekki að mæta lengur. En svo vissi ég ekki fyrri til en tveir hermenn með byssustingi á rifflunum stóðu í dyrunum. Þeir drifu mig með sér til stöðvanna, og þar var haldinn yfir mér fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.