Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 54
54 FrfjÁLS VERZLUN BLÖÐ — BÆKUR lceland 1966 Handbók á ensku um ísland SEÐLABANKI ÍSLANDS gaf fyrir nokkru út myndarlega hand- bók um fsland, Iceland 1966, og er þar um framhald að ræða á út- gáfu handbókar þeirrar um ís- land, sem Landsbanki íslands gaf út á árunum 1926 til 1946. Er þessi nýja bók því 5. útgáfan í sinni röð. Hún er rituð á ensku og er því mikilsverð heimild fyrir út- lendinga um ísland. Efni bókarinnar hefur að sjálf- sögðu verið endurskrifað að mestu eða öllu leyti. Bókin skiptist í 11 kafla, þar sem fjallað er um: land og þjóð, sögu og bókmenntir, stjórnarskrá og stjórnmál, sam- bönd við erlend ríki, iðnað, verzl- un og samgöngur, efnahagsmálin, þjóðfélagshætti, trú og menntun, vísindi og listir og í síðasta kafl- anum er sagt frá fjölmiðlunar- tækjum, íþróttum og tómstunda- starfi landsmanna. Þá tekur við skrá yfir opinberar stofnanir, banka, ýmis fyrirtæki og stéttar- sambönd. Einnig eru í bókinni skrár um sendiráð og ræðismenn íslands erlendis og bækur á er- lendum málum um íslenzk efni. Aftast í bókinni er svo atriðaskrá. Iceland 1966 er 390 bls. að stærð, smekklega prentuð á góð- an pappír. Nokkrar litmyndir prýða bókina. Svo sem sjá má af framantöldu, er hér um mjög nytsama handbók að ræða, enda eru höfundar les- málsins allir þjóðkunnir menn fyrir störf sín á ýmsum sviðum. Er ekki að efa að „Iceland 1966“ mun koma að góðu gagni sem sannverðug heimild um íslenzk málefni þessa tíma. AUTUMN 1967 65° ÁRSF J ÓRÐUN GSRITIÐ 65°, The Reader’s Quarterly on Con- temporary Icelandic Life and Thought, hóf göngu sína fyrir nokkru. Tilkoma nýs rits í ís- lenzkan blaðakost hlýtur ávallt að vekja nokkra eftirtekt, ekki hvað sízt, þegar ritið er gefið út á enska tungu sem þetta. Ritstjóri og út- gefandi 65° er Amalía Líndal. „Þegar ég var að leggja út í þetta,“ sagði Amalía, „var mér sagt, að þrennt þyrfti til að út- gáfan tækist: heiðariegan fram- kvæmdastjóra, peninga og mark- að. Ég varð mér út um fram- kvæmdastjórann og peningana og spurningin um markaðinn lofar góðu. Hvers vegna ég byrjaði á þessu? Af athafnaþrá. Allir verða að finna verksvið við sitt hæfi og þetta varð útkoman hjá mér. Ég hef stundað nokkuð skrift- ir á ensku, og þegar ég fann, að hér var grundvöllur fyrir útgáfu rits á ensku, ákvað ég að gefa það út á því máli. Ég held ég megi fullyrða, að 65° hafi hlotið góðar viðtökur hér á landi. Einnig sendi ég það til Kan- ada og Bandaríkjanna, en ég er ekki farin að heyra þaðan enn þá.“ Fyrsta tölublað 65° er 35 les- málssíður. Engar auglýsingar eru í þessu tölublaði, en koma til með að vera framvegis. Nafnið dregur tímaritið af 65. breiddarbaugnum, sem liggur þvert yfir ísland, og skiptir því nokkurn veginn. AUGLÝSENDUR, LÁTID OKKUR GERA AUGLÝSINGAMÓTIN FYRIR YÐUR MYNDAMÓT hf. PREMTMVNDACERB - AÐALSTRÆTI 6 - REYKJAVÍK - SÍMI 17152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.