Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 50
5D FRJÁLS VERZLUN VI'ÐS VEGAR AÐ SÍLDARMARKAÐUR Fyrir skömmu voru á ferðinni í Vestmannaeyj- um tveir Englendingar, sem voru að athuga um kaup á frosinni síld. Höfðu Englendingarnir í hyggju, ef um kaup semdist, að láta reykja síldina, og framleiða svokallaðan „kippers“, sem er ákaf- lega vinsæl morgunverðarfæða í Englandi. Vest- mannaeyingar binda nokkrar vonir við þetta, þav sem Englendingarnir gáfu í skyn, að um verulegan markað væri þarna að ræða, e. t. v. allt að 5 þúsund smálestum. V ATNSHÖRGULL Húsmæður í Þórshöfn í Færeyjum efndu fyrir skömmu til mótmælaaðgerða gegn bæjarstjórn- inni. Komu þær umvörpum að ráðhúsi borgarinnar og skildu óhreinar bleiur eftir á tröppum þess, en með þessu vildu þær mótmæla vatnsskorti í hluta bæjarins. Gera þær ráð fyrir, að bæjarstjórinn muni sjá til þess, að bleiurnar verði þvegnar. Ástæðan fyrir mótmælunum er sú, að meðan sov- ézk tankskip geta hvenær sem þeim hentar komið til bæjarins og fyllt tanka sína af neyzluvatni fyrir þau 500 sovézku fiskiskip, sem veiðar stunda í grennd við Færeyjar, verða íbúar staðarins að láta sér nægja svo mikla takmörkun á neyzluvatni, af ekki dugar til þvotta á fatnaði. LANDBÚNAÐARSÝNING Búnaðarfélag íslands og Framleiðsluráð landbún- aðarins hafa ákveðið að efna til landbúnaðarsýn- ingar í Reykjavík á sumri komanda. Ekki hefur opnunardagur sýningarinnar verið endanlega á- kveðinn, en menn ætla, að hann verði í miðjum ágústmánuði. Verður sýningin haldin á sýningar- svæði atvinnuveganna í Laugardal. Sýningin mun verða lík öðrum stórum landbúnaðarsýningum — sýnd þróunarsaga landbúnaðarins, framleiðsla ein- stakra greina hans, vísindastörf í þágu landbúnað- arins, vélar, verkfæri og húsbyggingar, svo að eitt- hvað sé nefnt. En merkasti sýningarliðurinn verð- ur þó vafalítið búfjársýning. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Agnar Guðnason ráðunautur. VÍNFRAMLEIÐSLA Breyttar aðstæður á heimsmarkaðnum hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir vínframleiðslu Suður- Afríku, sem getið hefur sér orð fyrir að vera sér- lega vel skipulögð. Er gert ráð fyrir allt að 18% samdrætti í framleiðslunni, sem fært hefur landinu hundruð milljón króna ágóða á undanförnum ár- um. Aðallega er það þrennt, sem samdrætti þessum veldur, — nokkrir markaðir hafa glatazt, tolla- vernd Efnahagsbandalagsins og ýmsar ráðstafanir brezku stjórnarinnar vegna efnahagsörðugleika heima fyrir. Heildarvínframleiðslan í Suður-Afríku árið 1966 nam 33.8 milljónum gallóna, og þar af voru fluttar út 3.1 milljónir gallóna. Mesta við- skiptaþjóðin var Bretland, en þangað voru flutt um 51% alls útflutningsins, en annar stærsti við- skiptaaðilinn var Kanada. Á myndinni sést einn af víngeymunum í Suður-Afríku, en sá tekur 4.500 gallón. Úr honum mætti fá eina flösku af víni í 740 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.